Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 16
Helgarblað 20.–23. febrúar 201516 Fréttir „Megum ekki útrýma allri mannlegri nálgun“ n Starf neyðarstjórnar ferðaþjónustu fatlaðra hálfnað n Útiloka ekki grundvallarbreytingar M arkmiðið með því að gera þessar breytingar var ekki að draga úr kostnaði,“ sagði Stefán Eiríksson, formaður neyðarstjórnar ferðaþjón­ ustu fatlaðs fólks, á fundi með Sjálfs­ björg, landssambandi fatlaðra, síð­ astliðinn miðvikudag. Tilgangurinn var að gefa notendum þjónustunn­ ar og aðstandendum þeirra tæki­ færi til að greina neyðarstjórninni frá reynslu sinni af ferðaþjónustunni og koma með tillögur til úrbóta. Stef­ án sagði markmið breytinganna hafa verið að bæta þjónustuna, en eins og kunnugt er hafa breytingarnar sem gerðar voru í þjónustunni verið tals­ vert gagnrýndar frá því þær tóku gildi um áramótin. Ópersónulegt kerfi Fjölmargir notendur sögðu reynslu­ sögur af þjónustunni undanfarn­ ar vikur. Einn þeirra var Sveinbjörn en hann segir kerfið ósveigjanlegt og ópersónulegt. Það sannaðist á dögunum þegar hann missti af bíln­ um sem átti að sækja hann og keyra hann til vinnu. „Við vorum vanir því að bíllinn kæmi klukkan átta en þarna kom hann 7:50,“ sagði Bjarni, aðstoðarmaður Sveinbjörns. „Sami bíll kom aftur klukkan átta að sækja tvo íbúa í næsta stigagangi. Við vor­ um þarna tveir starfsmenn sem báðum bílstjórann að taka Svein­ björn með í ferðina,“ segir Bjarni, en mennirnir þrír voru allir að fara til vinnu á Reykjalundarsvæðinu. Bíl­ stjórinn taldi sig hins vegar ekki mega taka Sveinbjörn með í ferðina, þrátt fyrir að það væri nóg pláss, því hann var ekki skráður í ferðina klukkan átta. Hann var skráður í ferðina sem hann missti af klukkan 7:50. „Kerfið á auðvitað að bjóða upp á sveigjanleika,“ svaraði Stefán. „Við megum ekki útrýma allri mannlegri nálgun á þetta verkefni þó svo að við séum að notast við dýrt og fínt tölvu­ kerfi. Það sem allir eru að kalla eftir er þessi persónubundna og góða þjón­ usta sem við svo sannarlega viljum veita.“ Svæðisskipting skynsamleg Stefán útilokaði ekki að neyðar­ stjórnin myndi skila tillögum sem hljóðuðu upp á ýmsar grundvallar­ breytingar á þjónustunni. Ein þeirra væri að skipta bílum og bílstjór­ um niður á ákveðin svæði. „Það sem margir sakna úr gamla kerfinu er að þjónustan virtist vera persónulegri,“ sagði Stefán. „Þeir sem voru að aka voru mikið til með sínar föstu ferðir, sem þýddi að þeir áttu fasta kúnna. Notendur gátu nokkurn veginn treyst á að þeir þekktu bílstjórann sem var að koma.“ Samkvæmt upplýsingum sem neyðarstjórnin hefur fengið frá Strætó og fulltrúum tölvukerfisins ætti það að vera einfalt mál að skipu­ leggja ferðirnar með þessum hætti. „Þetta er til dæmis það sem foreldr­ ar fatlaðra barna eru mikið að kalla eftir; að það séu ákveðnir bílstjórar á sömu bílum sem sinna sömu hópun­ um dag eftir dag. Ég held að þetta sé skynsamleg leið,“ sagði Stefán. Aðrar tillögur sem Stefán taldi lík­ legt að neyðarstjórnin myndi koma með vörðuðu meðal annars lengd bíltúra. Í þjónustulýsingu segir að ferðatími geti orðið allt að 45 mínútur, sem hingað til hefur þýtt að þeir sem eru að fara ferð sem venjulega tæki tíu mínútur hafa verið bundnir í bíln­ um í allt að þrjú korter. „Nú er verið að skoða leiðir í kjölfar ábendinga að bæta inn í kerfið reglu á borð við þá að ferðatími verði aldrei lengri en tvö­ faldur stysti aksturstími,“ sagði Stefán. Vildu gera kerfið betra Margir fundargestir bentu á að þeir ættu bágt með að sjá hagræðinguna sem hlytist með þessum breytingum. „Tilgangurinn með því að koma þessu kerfi á var ekki að spara umtalsverðar fjárhæðir heldur vildu menn gera kerfið betra,“ svaraði Stefán. Líkt og DV fjallaði hins vegar um í vikunni kviknaði hugmyndin að sameiginlegri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu á sérstakri hugmyndasmiðju sem haldin var á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 2011. Tilgangur fundarins var að fara yfir hugmyndir sem gætu leitt til hagræðingar og kostnaðarlækkunar með auknu verk efnasamstarfi sveitar félaganna. Verkefnahópurinn sem skipaður var í kjölfarið skilaði skýrslu sama ár þar sem fram kom að sparnaðurinn gæti verið allt að 116 milljónir. Stefán sagði á fundinum að engar viðvörunarbjöllur færu í gang varðandi rekstrarkostnað vegna þjónustunnar í janúar. „Það blasir ekki við að það sé stóraukinn kostnaður miðað við þær tölur,“ segir hann. Nokkrir spurðu að auki hvort ekki væri til skoðunar að taka aftur upp gamla tölvukerfið. Stefán sagðist ekki vera með það til skoðunar, en bætti því við að hann væri ekki tilbúinn til að fara í aðra innleiðingardýfu á þessari þjónustu nema það væri algjörlega nauðsynlegt. Vildi ekki hoppa frá borði Bryndís Haraldsdóttir, stjórnar­ formaður Strætó, var meðal þeirra sem tók til máls á fundinum. Ýms­ ir töldu tímabært að stjórn Strætó myndi víkja vegna þeirra mistaka sem gerð voru við innleiðingu kerfis­ ins. Meðal annars lagði Guðfinna Jó­ hanna Guðmundsdóttir, borgarfull­ trúi Framsóknar og flugvallarvina, fram tillögu á fundi borgarráðs í síð­ ustu viku að fulltrúi Reykjavíkur­ borgar í SSH myndi leggja fram til­ lögu á stjórnarfundi að öll stjórn Strætó yrði leyst frá störfum og ný stjórn skipuð. Bryndís segir ábyrgð­ ina örugglega liggja víða. „Ég sem stjórnarformaður í þessu fyrirtæki vík mér ekki undan ábyrgð varðandi hvernig við innleiddum þessa þjón­ ustu,“ sagði hún meðal annars. „Mér fannst ekki ástæða til þess að hoppa frá borði til þess að einhver nýr gæti komið að og reynt að vinna að þessu. Heldur ákvað ég að taka sæti í neyðar­ stjórninni og við vinnum nú hörðum höndum að þessu. Ég vona innilega að við getum komið á kerfi sem flest­ ir, helst allir, geti verið ánægðir með,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, stjórnar­ formaður Strætó, á fundinum. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Persónulegri þjónusta Stefán Eiríksson, formaður neyðarstjórnar ferða- þjónustu fatlaðs fólks og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, útilokar ekki að tillögur neyðarstjórnar muni kalla á grundvallarbreytingar á þjónustunni. Mynd Sigtryggur Ari Víkur sér ekki undan ábyrgð „Ég vona svo innilega að okkur takist að gera þetta kerfi gott,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó. Mynd Sigtryggur Ari „Kerfið á auðvitað að bjóða upp á sveigjanleika. Glæsileg ný lína af exo borðstofu- húsgögnum á frábæru verði! Skúffuskenkur 140x40x72H sm. Í hvítu háglans og svörtu með eikarfótum. Fullt verð 84.500 kr. Nú 71.825 kr. m/15% afsl. TV skápur 160x40x50H sm Til í hvítu háglans og svörtu með eikarfótum. Fullt verð 79.800 kr. Nú 67.830 kr. m/15% afsl. Kauptúni 3, 210 Garðabær | S. 771 3800 | Opið: mán.-fös. 12-18, lau. 12-16 og sun. 13-16 | signature.is Borðstofuborð stækkanlegt 160/200 x 90 sm. Til í hvítu háglans, svörtu og eik. Verð áður 79.900 kr. Nú 67.915 kr. m/15% afsl. Hér sýnt með stól nr. S110 Verð áður 12.900 kr. nú 10.965 kr. m/15% afsl. É g get ekki sagt nákvæmlega hvað ég fer að gera næst. Það er ekkert leyndarmál en ég hef ekki fengið allt alveg staðfest eins og staðan er núna.“ Þetta segir Þórir Hákonar­ son, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ. Hann hefur sagt upp hjá sam­ bandinu. Innan við vika er liðin síð­ an ársþingi KSÍ lauk og stjórn sam­ bandsins var endurkjörin. Þórir hefur verið fram­ kvæmdastjóri KSÍ frá 2007. Hann var mikið í fréttum árið 2013 eft­ ir að miðar á leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2014 voru seldir um miðja nótt. Mun færri komust að en vildu og eins voru vinnubrögð KSÍ harðlega gagnrýnd. Þórir mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri 1. mars næstkomandi og segist ætla að skipta um vettvang eftir átta vel heppnuð ár í starfi. „Á þessum tímamótum og í kjöl­ far vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars nk. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs, sé rétt að stíga þetta skref,“ segir Þórir. Í samtali við DV segir Þór­ ir að hann sé búinn að íhuga sinn nýja vettvang en geti ekki sagt hver hann er að svo stöddu. n Þórir hættir hjá KSÍ Skiptir um vettvang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.