Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 54
54 Menning Helgarblað 20.–23. febrúar 2015
Allsberir fótbolta-
menn í faðmlögum
n Málverkaserían View of Motivation eftir Rakel McMahon sýnd í Hverfisgalleríi
K
nattspyrna er ekki bara leik
ur þar sem 22 einstaklingar
sparka milli sín bolta. Fót
bolti er geigvænlega stór
iðnaður, hann er sjónarspil,
afþreying, fréttaefni, lífsstíll, trúar
brögð (segja sumir) og vettvangur
fyrir óbeislaðar tilfinningar. Það er
síðastnefndi þáttur þessarar vinsæl
ustu íþróttar samtímans sem mynd
listarkonan Rakel McMahon fæst
við í sýningunni View of Motivation
sem nú stendur yfir í Hverfisgalleríi.
Rakel rannsakar hinar sterku tilfinn
ingar sem vakna jafnt hjá áhorfend
um og leikmönnum inni á vellinum.
Þar er pláss til að tjá frummannlegar
tilfinningar og snertast á hátt sem
ekki er leyfilegur í öðrum rýmum
samfélagsins: hérna mega karlmenn
gráta og slást, faðmast innilega og
kyssast.
(hu)Man. Utd.
Rakel hefur oft fengist við mismun
andi stöðu kynjanna í verkum sín
um. Hún segir að View of motivation
hafi fæðst upp úr annarri seríu lista
verka þar sem hún vann með kyn
gervi. „Árið 2011 gerði ég ljósmynda
seríu: portrett af karlmannstám sem
voru naglalakkaðar. Þetta var einföld
og kannski barnaleg tilraun til að má
út kyn og kyngervi. En um leið og ég
var farin að reyna að má það út sá ég
að það er svo stutt á milli spurninga
um kyn, steríótýpu og kynhneigð.
Það er þunn lína þar á milli: við erum
svo rosalega snögg að koma auga á
ef það er eitthvað sem brýtur þessi
hefðbudnu norm, þannig um leið
og þú setur naglalakk á karlmann
stær þá er maður farinn að túlka það
sem transmanneskju eða samkyn
hneigð. Þá seríu skýrði ég Man Utd
– „human“ sameinað. En auðvit
að er það líka tilvísun í fótboltaliðið
Manchester United. Þar held ég að
þetta hafi fæðst,“ segir Rakel.
Við vinnslu verkanna vann hún
náið með karlkynsfjölskyldumeð
limum sínum sem hafa margir hverj
ir mikinn áhuga á fótbolta. „Fyrst var
ég mjög mikið að spá í áhorfendur
og þeir voru meira kveikjan en fót
boltamennirnir. Þar eru það nán
ustu karlmenn í mínu lífi, til dæm
is fósturpabbi minn sem er yfirleitt
rosalega rólegur maður en þegar
hann horfir á fótbolta þá hækkar
hann mjög hátt í sjónvarpinu, stend
ur upp og öskrar – allt sem maður
þekkir við hann breytist. Það sama
má segja um manninn minn, bróður
og pabba. Þeir höfðu mikið að segja
um þetta og ég vann seríuna í mjög
nánu samtali við Einar, eiginmann
inn minn. Þegar ég kom heim og var
að sýna honum hvað ég var að gera
þá gat hann sagt hvort ég væri algjör
lega á villigötum og væri að velja mitt
sjónarhorn of mikið,“ segir Rakel.
Ástríða og tilfinningar
Fylgist þú sjálf með fótbolta? „Nei, ég
geri það ekki. Það sem kveikti áhuga
minn var hegðun karlmanna í kring
um þetta – þetta er vettvangur til
samskipta. Til dæmis þegar við mað
urinn minn erum í kringum margt
fólk verður maður mjög oft vitni að
því að hann er farinn að tala rosalega
mikið við annan mann, ég geri þá
bara ráð fyrir því að hann þekki hann
því þeir eru í svo heitum umræðum.
Svo veit hann ekkert hver þetta var
heldur voru þeir bara að tala um fót
bolta og halda með sama liði – en af
einlægni. Stundum hugsa ég að það
væri virkilega gaman að hafa ein
hverja svona ástríðu og miklar til
finningar til að deila með konum.“
Það er skiljanlegt að menn geti
rætt um þetta. Mikill tími og orka hjá
mjög mörgum, ungum (langoftast)
karlmönnum fer í að velta sér upp
úr fótbolta – tölvuleikir, drauma
deildarveðmál, enska, spænska og
íslenska deildin, úrslit, tölfræði,
leikmannakaup. Fótboltinn er rými
með tiltölulega einföldum reglum
þar sem hver sem er getur orðið sér
fræðingur og bundist liðum og leik
mönnum sterkum tilfiningatengsl
um. Og það er kannski það sem er
aðlaðandi við fótboltann, tilfinn
ingahitinn er því ekki bara inni á
vellinum, heldur má maður öskra
og faðma vini sína uppi í stúku þegar
liðið manns skorar. „Já, áhorfandinn
samsamar sig tilfinningum þeirra
sem eru inni á vellinum. Svo verður
þú rosa leiður í langan tíma ef liðið
þitt tapar,“ segir Rakel.
Skondnar hliðar á dramatíkinni
„Ég fékk Einar til að senda mér linka
á þessar fótboltasíður, þar er enda
laust af mjögáhugaverðu og flottu
myndefni: líkamstjáningin og stell
ingarnar. Þarna eru afskaplega
áhrifaríkar myndir sem höfðu líka
rosalega mikil áhrif á mig sem ut
anaðkomandi aðila. Ég reyndi að
taka sem breiðastan tilfinningaskala,
vonbrigði,“ segir Rakel.
„Þegar ég var að velja myndir
sem mér fannst fyndnar eða dá
lítið skondnar þá fékk ég að heyra
frá manninum mínum að fótbolti
væri miklu meira en þetta: „fótbolti
er vonbrigði, fótbolti er sigur, fót
bolti er von, fótbolti er vænting,“
sagði hann. Þannig að við vorum í
mikilli samræðu.“ Það er vissulega
húmor í verkunum, þegar aðstæð
ur sem eru mjög tilfinningaþrungn
ar í samhengi fótboltaleiksins eru
færðar inn í annað samhengi, þar
sem naktir líkamar leika þær í hefð
bundnu rými. „Mér finnst mikil
vægt að fólk geti séð fyndnar hlið
ar, bæði í sjálfu sér og öðrum, hvort
sem það er ástríða eða ekki. Fyrst og
fremst fannst mér bara mjög gaman
í vinnuferlinu. Ég var inni á þessum
fótboltasíðum að skoða ljósmyndir
og var ekkert að breyta neinu. Ég tek
bara ljósmyndir beint af leikjum og
vel þær sem tala sterkast til mín og
tjá sterka tilfinningu meira en aðr
ar. Fyrst byrjaði þetta svolítið meira
í árásarhneigð, líkamlegum átökum,
en svo þegar maður tekur þetta úr
samhengi og strípar niður þá verð
ur þetta svolítið kómískt, það eru kó
mískar hliðar á öllu, meira að segja
sorginni og dramatíkinni.“
Sigurvegarar og taparar
Varðandi kómíkina þá velti ég því
reyndar líka fyrir mér hvort þetta
væri ekki öðruvísi ef um nakta kven
mannslíkama væri að ræða, mann
grunar að við séum nánast alin
upp til að sjá nakinn karlmanns
líkama sem eitthvað skondið fyrir
bæri frekar en erótískt viðfang. „Já,
sérstaklega þegar þeir eru í sokkum
líka. Að vera nakinn bara í sokkum
gerir mann svo berskjaldaðan. Mér
finnst fötin bara segja of mikið, mér
finnst þau segja of mikið um hver
þú ert, þú setur mann í jakkaföt þá
segir það okkur strax eitthvað. Ef ég
færi að setja þá í einhverja búninga
sem gæfu upp um í hvaða liðum þeir
væru, myndi það verða allt annað
verk. Þannig að ég ákvað að hafa þá
í mesta lagi í sokkum.“
„Ef við horfðum á þetta í okkar
venjulega lífi og hegðun, þá væri
það yfirleitt ekki þannig að ég myndi
fagna á meðan einhver annar lægi
grátandi. Þá væri ég dálítið mikið
fífl, en í fótbolta má einn fagna og
annar gráta á sama tíma og hann
þarf ekkert að fara að hugga hinn
né sá hinn sami að samgleðjast
með mótherja sínum. Þegar ég horfi
á fótbolta verð ég stundum svo
lítið meðvirk og spyr hvort að hann
þurfi ekki að fara að hugga hinn og
segja honum að þetta gangi betur
næst. En þetta myndi ekki gerast í
venjulegum kringumstæðum – tveir
faðmast og einn labbar niðurlútur
í burtu. Það er engin samúð með
andstæðingnum,“ segir hún og vitn
ar í eitt verkið sem gæti nánast ver
ið leikræn tjáning á undirliggjandi
tilfinningum í dramatískum ástar
þríhyrning. „Þetta er svolítið frum
stætt. Þarna ráða einhverjar grunn
hvatir, eitthvert siðferði sem manni
hefur verið kennt hverfur á vellin
um. Þegar maður vinnur annars
staðar en á fótboltavellinum þá
tekur maður því af ró en er ekki að
fagna því of mikið – þá væri maður
dálítið óþolandi. En það má þarna,“
segir Rakel. n
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Fótbolti er von-
brigði, fótbolti er
sigur, fótbolti er von, fót-
bolti er vænting.
Rannsakar tilfinningar á knattspyrnuvellinum Rakel McMahon myndlistarkona. Mynd SiGtRyGGUR ARi