Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 48
Helgarblað 20.–23. febrúar 201548 Menning Jón í lit Árið 2009 fann Almar Alfreðsson hönnuður gamlan koparplatta með ísteyptri andlitsmynd í prófíl af Jóni Sigurðssyni forseta. Kopar steypta myndin var gefin út sem minjagripur árið 1944 en listamaðurinn er óþekktur. Lum- ar einhver lesandi á upplýsing- um um hann? Í tilefni af 200 ára ártíð Jóns forseta árið 2011, ákvað Almar að búa til gipsafsteypur af koparplattanum og sprauta í 20 mismunandi litum. Gifsplattarnir eru flottir stakir eða nokkrir saman uppi á vegg. „Árið 2009 fann ég gamlan koparplatta með lágmynd af Jóni Sigurðssyni (1811–1879), oft nefndur Jón forseti, sem gefinn var út sem minjagripur árið 1944. Því miður hef ég enn ekki fundið nafn listamannsins,“ segir Almar á heimasíðu sinni. Hugmynd að konudagsgjöf Nú fer að líða að konudeginum og margir eflaust að velta fyrir sér hvað sé gott að gefa til að gleðja frúna á heimilinu. Öllum konum líkar vel að eiga fallegar útivistarflíkur. Dásamleg konudagsgjöf gæti því verið flott gúmmístígvél, til dæmis frá Hunter. Þau eru eiguleg, smart og á óskalista margra vinkvenna minna. Ég er viss um að margar konur myndu gleðjast við að fá þessi fal- legu stígvél að gjöf sem nýtast við mörg tækifæri í íslenskum aðstæð- um. Og hvaða konu langar ekki að vera pæja í útilegunni í sumar? Stígvélin fínu fást víða, til dæmis í Geysi og Evu. Dýrt naglalakk Christian Louboutin hannaði svörtu lakkhælaskóna fyrir ótal árum. Þessir átta tomma hælar hafa orðið að táknmynd fyrir tískuhúsið. Sagan á bak við skóna er sú að Christian Louboutin var búinn að hanna svörtu lakkskóna en fannst eitthvað vanta upp á til að þeir fengju fullkominn karakt- er. Þá segir sagan að hann hafi naglalakkað skósólana með rauðu naglalakki til að fá sitt sérkenni. Í haust gaf hann út naglalakk í „signature“-litnum „Rouge-Loubout- in“ í viðhafnarút- gáfu. Naglalakkið var innpakkað í lúxusumbúðir og flaskan skreytt með 1.500 kristöllum. Hvert glas kostar um 700 dollara, um 90 þúsund ís- lenskar krónur. Rjóminn af íslenskum hönnuðum í Hörpunni n Reykjavik Fashion Festival 2015 í mars R eykjavik Fashion Festival 2015 verður haldið með pomp og prakt í Hörpunni samhliða HönnunarMars helgina 12.–15. mars. Sam- tals munu sex íslenskir hönnuð- ir sýna væntanlegar flíkur frá haust/ vetur 2015–2016 fatalínum sínum og er tilhlökkunin mikil á meðal tísku- unnenda. Miðasala hófst í vikunni og undirbúningur fyrir hátíðina er í fullum gangi. Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastýra tískuhelgarinnar, spjallaði við Hönnunarhornið og sagði frá hátíðinni. Hvaða hönnuðir munu sýna á Reykjavik Fashion Festival 2015? „Rjóminn af íslenskum hönnuð- um. Þar af eru þrjú fatamerki sýnd í fyrsta sinn, sem er ferlega spennandi. Linda Björg Árnadóttir sem sýn- ir fatnað frá merki sínu Scintilla, Ása Ninna Pétursdóttir með nýja merk- ið sitt Eyland og Another Creation eftir Ýri Þrastardóttur. Auk þess er MAGNEA eftir Magneu Einarsdóttur og Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur, JÖR eftir Guðmund Jörundsson, og Sigga Maja eftir Sigríði Maríu Sigurjóns- dóttur.“ Fimmtíu erlendum aðilum boðið Hverjir sækja slíka hátíð? „Fjöldi íslenskra fyrirtækja og að- dáenda íslenskrar hönnunar sæk- ir Reykjavik Fashion Festival ár hvert en einnig er um fimmtíu erlendum fagaðilum úr tískuiðnaðinum boðið á hátíðina. Án bakhjarla okkar væri ekki hægt að halda hátíðina. Fjöldi er- lendra gesta eykst frá ári til árs. Það er blanda af tískuáhugafólki, fagaðilum og ferðamönnum.“ Hvar er hægt að nálgast miða á há- tíðina? „Miðasala er hafin. Í boði eru há- tíðarpassar sem kosta 11.900 krón- ur og innifalið í því sæti í stúku á all- ar sýningarnar og gjafapoki. Hægt er að kaupa stakan miða á allar sýningar á 2.990 krónur. Allar nánari upplýs- ingar á harpa.is og rff.is.“ Nándin er mikil Hvernig lýsa erlendir gestir hátíðinni í samanburði við aðrar sem haldnar eru í nágrannalöndum okkar? „Að hátíðin sé einstök að mörgu leyti og í raun ekki hægt að bera hana saman við hinar hefðbundnu tísku- hátíðir erlendis. Það sem heillað hefur marga er snertiflöturinn sem myndast þar sem nándin er mikil meðan á hátíðinni stendur. RFF er uppskeruhátíð fatahönnuða. Það myndast einstök stemning í borginni þar sem borgarbúar taka beinan og óbeinan þátt í hátíðarhöldum. Hátíð- in er sett á fimmtudeginum og sama dag stendur miðborgin fyrir árlegri tískuvöku og þá er opið í verslunum til 22.00 um kvöldið. Verslanir mið- borgarinnar bjóða þá upp á sértil- boð, léttar veitingar og hápunktur- inn er svo tískusýningarnar sem fara fram á föstudeginum og laugardeg- inum í Hörpunni. HönnunarMars er svo með sína uppskeruhátíð og fjöl- breyttu dagskrá. Samhliða þessu er RFF með opnunarhóf og lokahóf.“ Hefur þú fengið að sjá sýnishorn úr línunum sem verða á pöllunum? Er hægt að gefa upp á þessari stundu hvaða „trend“ verða áberandi á sýn- ingunum? „Nei, því miður. Ferlið hjá flest- um er langt og strangt ferðalag og það væri í raun eins og að lesa endann á bókinni ef ég færi að gefa eitthvað upp núna. Hins vegar er óhætt að segja að það sé valinn maður í hverju rúmi eins og sagt er. Eftirvæntingin er mikil, þar sem svo margt þarf að koma saman til að skapa flottar sýn- ingar líkt og hönnuðir undan farinna ára hafa gert á RFF.“ Áberandi á samfélagsmiðlum Þið leggið mikið upp úr samfé- lagsmiðlum í ár. Hvar geta þeir sem ekki ná að vera viðstaddir fylgst með hátíðinni? „Trendnet verður með gestablogg þremur vikum áður og „live feed“ á sýningardögunum. Auk þess er RFF með instagram, @rff_is, #RFF15 og twitter, @rff _is. Spennandi nýjung er samstarf við NOVA, hægt verður að fylgjast með á „snapchat“ NOVA sem er novaisland. Svo erum við að til staðar á Face- book,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir. n Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is RFF nálgast Þórey Eva Einarsdóttir er fram- kvæmdastjóri Reykjavik Fashion Festival. Frá RFF 2014 Í ár munu sex íslenskir hönnuðir sýna nýjar línur. Fjölbreytt Margt verður í boði á Reykjavik Fashion Festival 2015. Hurð er ekki sama og hurð Gamlar hurðir öðlast nýtt líf É g fékk þessa hugmynd eft- ir að hafa skoðað listagallerí í gyðingahverfinu Mýrinni í Par- ís. Þar var skemmtilega útfært listaverk á gamalli og þreyttri hurð. Þessi útfærsla á list gaf mér inn- blástur til að kanna hvernig hægt er að endurnýta gamlar hurðir og tók ég saman nokkur dæmi um hurðir sem mér þykja skemmtilegar. Eins og sjá má á myndunum er hægt að nota hurðir sem ramma utan um spegla eða jafnvel sem flotta fatasnaga. Það er margt í boði ef maður aðeins notar ímyndunar- aflið. n Listaverk Gömul frönsk tréhurð hefur orðið að fallegu listaverki. Hún myndi eflaust njóta sín prýðisvel í stofurými. Sniðugt Hér hefur hurðin verið endur- nýtt sem spegill. Góð lausn Hægt er að búa til fatahengi úr gömlum hurðum. Rammar Einnig er hægt að búa til skemmtilega myndaramma úr glerhurðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.