Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 62
62 Fólk Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17 Fimmtán ára fatahönnuðir Ka$e design clothing er fyrirtæki vinanna Arnars, Daníels og Gauta G auti Snær Haraldsson og tví- burabræðurnir Arnar Máni og Daníel Freyr Rúnarssyn- ir eru góðir vinir og nemend- ur í 9. bekk í Vættaskóla/Engi í Grafarvogi. Bræðurnir urðu 15 ára í janúar en Gauti á afmæli í október. Líkt og hjá mörgum unglingum á þessum aldri tekur námið og íþrótt- ir mikinn tíma, en strákarnir æfa all- ir handbolta hjá Fjölni og eru æfingar flesta daga því þeir spila með tveimur flokkum. Í fjáröflunarskyni fyrir hand- boltann þrífa þeir bíla, því þeir voru orðnir leiðir á hinni hefðbundnu sölu á lakkrís og salernispappír. Áhugamál, ástríða og atvinna Strákarnir verja þó flestum frístund- um fyrir utan skólann og handbolt- ann á óhefðbundinn hátt, en þeir hanna og sauma föt hvenær sem tími gefst og er fatahönnunin allt í senn áhugamál, ástríða og atvinna. Strákarnir hanna og selja fötin undir nafninu Ka$e design clothing og eru þeir bæði á Facebook og Instagram. Þeir byrjuðu í júlí í fyrra og hafa vak- ið athygli bæði meðal samnemenda sinna og annarra, þeir hafa selt föt í Reykjavík, á Akureyri, Dalvík og Ísa- firði. En þeir hafa einnig vakið athygli út fyrir landsteinana því maður í Ástr- alíu sem er með fjölda fylgjenda á Instagram sá síðu strákanna þar og pantaði hjá þeim buxur. Heimilið er oft undirlagt Aðspurðir hvernig það kom til að 14 ára strákar fóru að hanna föt svar- ar Daníel að hann hafi byrjað. Hann hafi alltaf haft áhuga á fötum, en oft- ast fundist eitthvað vanta upp á að fötin væru akkúrat eins og hann vildi hafa þau. Þess vegna hafi hann bætt og breytt fötunum eins og hann vildi hafa þau og síðan einfaldlega farið að hanna og sauma sjálfur. Arnar og Gauti eru sammála því að Daníel sé forsprakkinn og Arnar segir að þegar hann fái hugmyndir að fötum þá leggi hann hugmyndina iðulega undir bróður sinn. Öll vinna fer fram heima hjá bræðrunum. Móðir bræðranna, Mary Björk Þorsteinsdóttir, segir að oft sé allt heimilið undirlagt þegar strák- arnir eru að hanna og sauma. Vinirn- ir segja að mæður þeirra séu einmitt mjög hjálplegar að öllu leyti og að- stoði þá þegar þarf. Móðir Gauta hannar einnig föt undir nafninu Monsdesigns. Strákarnir sauma þó allt sjálfir, fengu mikla hjálp í byrjun, en mun minni í dag. Bræðurnir tóku báðir valfag í skólanum í fatasaumi. Vörumerki í jólagjöf Foreldrar strákanna gáfu þeim skráningu á vörumerki í jólagjöf og þannig er Ka$e skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu. Það er þó margt fleira sem fylgir því að reka fyrirtækið en bara hönnun og fatasaumur og nefnir Mary Björk að þeir séu að athuga með námskeið í markaðssetningu á netinu og öðru slíku sem hentar fyrirtækinu. Arnar segir að yfirleitt þegar þeir ætli að hanna eitthvað nýtt, þá séu þeir búnir að teikna eitthvað upp og athuga efni. Hugmyndin sé að eiga fyrstu fötin sem þeir geri, svo hafi þeir sett mynd- ir af þeim á netið og þau selst um leið, þannig að fötin sem þeir hafi hugsað sér að eiga og klæðast séu seld. Gæði og persónuleg þjónusta Þeir leggja mikið upp úr gæðum og persónulegri þjónustu og segjast ekki senda neitt frá sér nema það sé vandlega saumað og vel yfirfarið, t.d. saumi einn þeirra og annar fer yfir sauma og athugi hvort flíkin sé ekki alveg eins og hún eigi að vera. Þeir senda ekkert frá sér, nema vera 100 prósent ánægðir með það sjálfir. Sem dæmi nefna þeir viðskiptavin sem pantaði buxur í ákveðinni stærð, þær voru saumaðar og keyrt heim til hans. Daginn eftir hringdi hann og fannst buxurnar aðeins of stórar, strákarnir brugðust skjótt við, sóttu buxurnar, löguðu og skiluðu aftur til viðskiptavinarins, sem var að vonum hæst ánægður með þjónustuna. Strákarnir eiga engan lager og föt eru búin til eftir pöntunum. Það eina sem þeir eiga smá lager af eru der- húfur, en þeir hófu að flytja þær inn og selja undir eigin merki því þeim fannst verð á derhúfum hér heima allt of hátt. Algengt verð er um 8.000 krónur en hjá þeim kosta þær 3.500 krónur. Þeir reyna að hafa verð á fötun- um í lægri kantinum og vera vel samkeppnishæfir, en miðað við verð á efnum hér heima er það ekki alltaf hægt. Þeim finnst galli hve lítið úrval er af efnum á Íslandi og gæði léleg, þannig að næsta skref er sennilega að fara til útlanda og kaupa efni þar. Stefna hátt Strákarnir stefna allir á áfram- haldandi skólanám, en Daníel er sá eini sem er búinn að ákveða hvað hann vill læra og ætlar hann í við- skipta- og hagfræði. Hinir hafa enn nægan tíma til að ákveða hvaða nám á að leggja stund á eftir grunnskóla. Strákarnir eru þó allir sammála um það að þeir stefni hátt bæði í handboltanum og í fatahönnuninni og er ljóst að hér eru ákveðnir og efni- legir ungir menn á ferðinni. Heimasíða er í smíðum en Ka$e design clothing er bæði á Facebook og Instagram. n Strákarnir klæðast eigin hönnun Daníel, Gauti og Arnar. MynD SiGtryGGur Ari „Bekkjar“ meira en allir í Kastljósi Einkaþjálfarinn og fjölmiðlamað- urinn Egill Einarsson gagnrýndi umfjöllun Kastljóss um fæðubót- arefni harðlega á Twitter og í út- varpsþættinum Harmageddon á miðvikudag. Þátturinn olli þó nokkru fjaðrafoki meðal líkams- ræktarfólks enda var rauði þráð- urinn í umfjölluninni sá að fæðu- bótarefni séu í besta falli gagnlítil. „Kastljós að segja mér að hætta að nota fæðubótarefni. En ég bekkja meira en allir stjórnendur þátt- arins til samans. Á ég að hlusta á þá?“ sagði Egill á Twitter og vísaði í styrkleika sinn í bekkpressunni. Í „rokkandi stuði“ Matthías Páll Imsland, aðstoðar- maður félags- og húsnæðis- málaráðherra og stjórnarmaður Isavia, ætlar að vera í „rokkandi stuði“ á árshátíð ríkisfyrirtækisins sem haldin verður á laugardag á Hilton Nordica-hótelinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Isavia. Þar geta árshátíðargest- ir skráð sig á hátíðina með þeim skilyrðum að þeir gefi upp í hvers konar stuði þeir ætla að vera á laugardaginn. Meðal annars er hægt að velja á milli þess að verða í „hossandi stuði“, „syngj- andi sveiflandi stuði“ eða „ultra- techno-mega-stuði“. ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.