Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 28
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
28 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson
Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Helgarblað 20.–23. febrúar 2015
Hugur minn varð
eftir þarna úti
Það eru allir að standa
sig rosalega vel
Lágmarkslaun 300 þúsund – já takk!
Linda Karen Hafnadóttir og fjölskylda bjuggu til sitt eigið Biggest loser-prógram. - DV
M
unið þið eftir árinu 2007?
Við bruddum gull og
skoluðum því niður með
kampavíni. Við keyptum
fyrirtæki um allan heim
og þóttum svo fljót að taka ákvarðan-
ir að aðdáun vakti. Við áttum orðið
þrjá risabanka, sem voru stórir á al-
þjóðlegan mælikvarða. Við vorum
flottust og „stórasta“ land í heimi.
Þrátt fyrir alla þessa stórkostlegu
hluti vekur ártalið eitt og sér – talan
2007 – neikvæð hughrif hjá okkur
flestum. Ártalið er nánast skammar-
yrði. Eftir 2007 tóku við sjö mögur ár
– kreppa. Vonandi er því tímabili nú
að ljúka.
Margvísleg batamerki má sjá á
íslenskum efnahag. Sala á bílum er
að aukast, sólarlandaferðir seljast
grimmt og það stefnir í ágæta loðnu-
vertíð. Ferðamenn flykkjast til lands-
ins og engin uppstytta er sjáanleg í
þeim efnum. Við þurfum að fara var-
lega í batanum og tryggja að hann sé
nýttur með skynsamlegum og upp-
byggjandi hætti. Við megum ekki
fara 2007-megin í tilveruna. Þar er
þáttur stjórnenda fyrirtækja og opin-
berra stofnana afar mikilvægur.
Krafan er sanngjörn
Nú ríður á að kjarasamningar sem
fram undan eru verði gerðir af fyr-
irhyggju og skynsemi. Krafan um
að lágmarkslaun verði 300 þúsund
krónur er sanngjörn. Verkalýðshreyf-
ingin mun fara fram með þá kröfu
og vart víkja frá henni. Stjórnend-
ur fyrirtækja og samtök þeirra þurfa
að finna leiðir til að mæta þeirri
kröfu, þannig að ekki komi til verk-
falla. Átök á vinnumarkaði verða
dýru verði keypt, bæði fyrir launþega
og fyrirtæki. VR hefur raunar sett
fram aðrar áherslur og vill semja til
styttri tíma, eða til eins árs, á meðan
meginþorri verkalýðshreyfingarinn-
ar horfir til þriggja ára. Krafa VR er
að lágmarkslaun félagsmanna hækki
í 254 þúsund. Lifir einhver af slíkum
launum?
DV styður kröfuna
Í þessari samningalotu þarf að setja
hag heimila í forgang. DV tekur und-
ir kröfu verkalýðshreyfingarinnar
um 300 þúsunda króna lágmarks-
laun. Sú krafa tekur ekki til munað-
ar af nokkru tagi. Sú krafa kann að
hljóða upp á margar prósentur, en
snýr í raun að því að einstakling-
ur geti framfleytt sér. Það bryður
enginn gull með 300 þúsund krón-
ur á mánuði. Líka er hægt að tryggja
að hækkun lágmarkslauna setji ekki
verðbólguna af stað. Krafa verkalýðs-
hreyfingarinnar er um þriggja ára
samning. Það er langur tími og ættu
að vera hæg heimatökin fyrir fremstu
rekstrarfræðinga Íslands að tryggja
að slíkar hækkanir setji ekki þjóðar-
hag í hættu.
Foringjar standi í lappirnar
Launamenn og heimilin eiga rétt á
sínum skerf nú þegar stefnir í efna-
hagslegan bata í samfélaginu. Það
eru einmitt launamenn og heimilin
sem báru ok kreppunnar undanfar-
in ár. Enginn er að fara í 2007-gírinn
með 300 þúsund krónur á mánuði.
Tryggt þarf að vera að aðilar vinnu-
markaðarins ræði saman af skyn-
semi og mikilvægt er að verkalýðs-
forkólfar standi í lappirnar fyrir sitt
fólk í komandi kjaraviðræðum. n
Ekki í endurkjör
Kunnugir segja að litlar líkur séu
á því að forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, bjóði sig fram til
endurkjörs og að hann hafi tek-
ið þá ákvörðun fyrir þó nokkru.
Atburðir síðustu daga kunna að
hafa gert forsetann enn ákveðn-
ari í þeirri fyrirætlan sinni, en eft-
ir dómana í Al-Thani málinu hafa
samskipti hans við Kaupþings-
menn verið rifjuð upp, og þá sér-
staklega góður kunningsskap-
ur hans og Sigurðar Einarssonar.
Forsetinn nýtur vissulega vin-
sælda meðal þjóðarinnar, en öll
upprifjun á samskiptum hans við
Kaupþingsmenn er óþægileg fyrir
hann og gæti orðið of fyrirferðar-
mikil í kosningabaráttu.
Afmælisfagnaður
Hannesar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
varð 62 ára síðastliðinn
fimmtudag og fagnaði afmælinu
í Brasilíu.
Hannes er afar
vinnusamur
maður en kann
um leið að njóta
lífsins lystisemda.
Á Pressubloggi
hans kemur
fram að á afmælisdaginn hafi
hann borðað hádegisverð
á veitingastað með þremur
kunningjum sem eru mun eldri
en hann „og tveir nálægt því að
vera jafngamlir og ég get gert
vonir um að verða alls samkvæmt
tölum hagstofunnar", segir
Hannes og bætir við: „Þeir eru
hinir hressustu og tala um fátt
annað en mat og drykk og ferðir
sínar á skemmtiferðaskipum um
heimshöfin.“
Þögn Ólafs Arnarsonar
Þótt ýmsum hafi komið á óvart
sá þungi tónn sem birtist í dómi
Hæstaréttar í Al-
Thani málinu
þykir lögfróðum
mönnum almennt
að dómurinn hafi
verið ítarlegur
og vel unninn
– og ljóst að
fordæmisgildi hans er mikið í
öðrum eftirhrunsmálum sem bíða
niðurstöðu dómstóla.
Það vekur hins vegar eftirtekt að
ekki hefur heyrst frá þeim álitsgjafa
sem hefur gagnrýnt hvað mest
málsmeðferðina í Al-Thani málinu.
Þannig hefur Tímarím, málgagn
Ólafs Arnarsonar hagfræðings,
ekkert skrifað um niðurstöðu
Hæstaréttar. Í síðasta pistli Ólafs
um málið, sem birtist 28. janúar
sl. segir að allar aðrar niðurstöður
en að vísa málinu heim í hérað
eða að ákærðu yrðu sýknaðir
myndu „leiða til niðurlægingar
Hæstaréttar og íslenska
réttarríkisins í Strassborg“.
Traust á skattkerfinu er mikilvægt
E
in helsta undirstaða sam-
félagsins er að borgararn-
ir geti treyst því að stofnan-
ir þess séu réttlátar og allir
standi jafnt gagnvart lög-
um og reglu. Þessi undirstaða þarf
að vera traust, annars er hættan sú
að grunnurinn gliðni undan fótum
okkar og glundroði skapist. Þetta
á við um skattkerfið eins og aðrar
stofnanir samfélagsins. Þess vegna
er mikilvægt að hið opinbera tryggi
að þar séu engar glufur á löggjöf
sem geri sumum kleift að komast
hjá því að leggja sanngjarnan skerf
til samfélagsins á meðan lang-
flestir, bæði almenningur og fyrir-
tæki, greiða sína skatta og gjöld án
undanskota.
Upplýsingaskiptasamningar
Einn liður í því að tryggja þetta væri
gerð upplýsingaskiptasamninga
milli landa en fjölmargir slíkir hafa
verið gerðir á undanförnum árum.
Þá er umræðan um kaup á gögn-
um úr skattaskjólum angi af sama
meiði en þar þarf að sjálfsögðu
að meta mikilvægi gagnanna fyr-
ir samfélagið. Séu þau metin mik-
ilvæg hlýtur það að vera í þágu al-
mannahagsmuna að fá slík gögn
enda gætu þau verið vísbending
um að einhverjir aðilar hafi komið
sér hjá því að greiða skatt til sam-
félagsins.
Þunn eiginfjármögnun
Inn í þessa umræðu mætti draga
fleiri þætti, til að mynda þegar al-
þjóðleg fyrirtæki taka lán hjá móð-
urfélögum og flytja svo skatt-
skyldan hagnað úr landi í formi
vaxtagreiðslna til móðurfélags-
ins ef það er staðsett í ríki þar sem
finna má lægra skatthlutfall en hér.
Þannig getur móðurfélagið tek-
ið sér arð í formi þessara vaxta-
greiðslna með því að lána dóttur-
félaginu háar fjárhæðir (í stað til
dæmis að auka hlutafé þess). Þetta
hefur verið kallað þunn eiginfjár-
mögnun. Undirrituð lagði fram
frumvarp ásamt fleiri þingmönn-
um Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs um að tekið yrði á þunnri
eiginfjármögnun og var markmið
þess að tryggja að þær tekjur sem
verða til hér á landi renni til samfé-
lagsins og uppbyggingar þess.
Ljóst er að reglur um þunna eig-
infjármögnun munu aðeins taka
til fárra fyrirtækja á Íslandi. Þeim
er einkum ætlað að taka til stórra
alþjóðlegra félagasamstæðna og
þó svo að fáar slíkar séu starfandi
hér á landi finnast nokkrar slíkar
og eru gríðarlega stórar og starf-
semi þeirra hér á landi veltir mikl-
um fjármunum og skilar töluverð-
um hagnaði. Er því um verulegt
hagsmunamál að ræða fyrir ís-
lenska ríkið. Þunn eiginfjármögn-
un er líka töluvert til umræðu á
alþjóðlegum vettvangi og má þar
nefna skýrslur frá bæði OECD og
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Frumvarpið ekki tilbúið
Skemmst er frá því að segja að
frumvarpið var tekið til umfjöllun-
ar í efnahags- og viðskiptanefnd og
var það niðurstaða nefndarinnar
að meginefnið væri gott og ástæða
væri til að breyta lögum í þessa
veru. Frumvarpinu var vísað til
ríkisstjórnar með þeim tilmælum
að málið yrði unnið áfram og lagt
fram á nýju á haustþingi 2014. Það
hefur hins vegar ekki gengið eftir
og nú liggur fyrir að slíkt frumvarp
verður ekki tilbúið af hálfu ríkis-
stjórnarinnar á þessu þingi. Það
hlýtur að vekja athygli hversu hægt
þessari vinnu hefur miðað og virð-
ist erfitt að draga aðra ályktun en
að hér sé ekki um forgangsmál að
ræða af hálfu ríkisstjórnarinnar. n
Katrín Jakobsdóttir
formaður VG
Kjallari
„Ljóst er að reglur
um þunna eigin-
fjármögnun munu aðeins
taka til fárra fyrirtækja á
Íslandi.
MynD SiGtRyGGUR ARi
Anna Þóra Baldursdóttir stofnar heimili fyrir munaðarlaus börn. - DV tryggvi Þór Herbertsson gagnrýndi viðtal Kastljóss við Evu Joly. - DV
Ég sé alls ekkert eftir því
hvernig ég orðaði hlutina
„Það bryður enginn
gull með 300 þús-
und krónur á mánuði.
Leiðari
Eggert Skúlason
eggert@dv.is