Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 36
Helgarblað 20.–23. febrúar 201536 Fólk Viðtal Þ að er smá erill á heimili Adolfs þegar blaðamann ber að garði, en konan hans og yngsta dóttir eru að undir- búa sig fyrir skíðaferð til Akur eyrar. Húsbóndinn verður eftir í borginni, enda hefur hann í nógu að snúast á nýju útvarpsstöðinni sinni, Radio Icleand, sem send er út á tíðni 89,1 og ætluð erlendum ferða- mönnum hér á landi. Mæðgurnar eru í óðaönn að pakka niður og láta blaðamann ekki trufla sig, en Adolf býður til sætis í huggulegri stofunni. Þegar dóttir hans birtist biður hann hana að koma og gefa sér knús og að sjálfsögðu verður hún við því. Sam- bandið þeirra á milli er augljóslega fallegt og gott. Útvarpsstöðin fór í loftið daginn fyrir viðtalið og hann er nokkuð sáttur við viðtökurnar. Margir hafa haft orð á því af hverju engum hafi dottið í hug fyrr, að reka útvarpsstöð á ensku. Það hlýtur að vera til merkis um að hug- myndin sé nokkuð góð. Að minnsta kosti ekki fráleit. Allar útsendingar verða á ensku, en það ætti ekki að vefjast fyrir Adolf að tala ensku í beinni útsendingu, enda er hann með BA próf í ensku og mikill tungumálamaður. Talar ein sjö tungumál. Sænska er hans ann- að tungumál, en hann bjó um tíma í Svíþjóð sem barn. Þá talar hann norsku og dönsku, er þokkalegur í þýsku og segist geta bjargað sér á frönsku. Systirin átti hugmyndina Það virðist vera mikil gróska í fjöl- miðlaheiminum um þessar mundir og nýir fjölmiðlar spretta upp hægri vinstri. Adolf segir því nauðsynlegt að herja inn á óplægðan akur. „Mað- ur þarf að finna svið þar sem maður er ekki að slást við risana. Við erum að bjóða upp á eitthvað sem hef- ur ekki verið í boði áður, að ná til er- lendra ferðamanna á meðan þeir eru að ferðast um landið,“ segi Adolf og bendir á að meginþorri þeirra ferðist eitthvað um landið á bílaleigubílum á eigin vegum. „Við gerum ráð fyrir að þeir hlusti á útvarp og þannig náum við til þeirra á tungumáli sem þeir skilja. Með fréttir og upplýsingar sem þá varðar.“ Það var systir Adolfs sem átti hug- myndina að útvarpsstöðinni. Eftir að hafa keyrt frá Höfn í Hornafirði til Ak- ureyrar varð hún þess áskynja að það vantaði útvarpsstöð á ensku fyrir er- lenda ferðamenn. „Í kjölfarið fórum við að henda á milli okkar hugmynd- um sem endaði með því að þessi út- varpsstöð fór í loftið.“ Systir Adolfs er þó ekki með honum í rekstrinum, en hann tók alfarið við boltanum eft- ir að hún hafði gaukað að honum hugmyndum. „Ég er ekkert rosalega frumlegur hugmyndasmiður en ég er hins vegar ágætur í að framkvæma,“ segir hann og hlær. Konan bakhjarlinn Eins og er stendur Adolf einn á bak við stöðina en hefur fengið til liðs við sig þrjá starfsmenn. Hann útilokar þó ekki að fleiri komi inn í eigendahóp- inn ef vel gengur. „Eini bakhjarlinn er konan mín. Maður fer ekki langt án þess að hafa góða konu með sér. Hún er eini bakhjarlinn minn í bili en svo sjáum við til hvað gerist. Það má þess vegna vera að einhverjir komi inn í reksturinn þegar fer að líða á,“ segir Adolf og horfir ástúðlega í átt til konunnar sinnar sem er eitthvað að bauka í eldhúsinu. Það kostar sitt að koma á laggirnar fjölmiðli, bæði peninga og mikla vinnu. Adolf viðurkennir að hann taki ansi mikla áhættu með stofnun Radio Iceland. „Ég legg allt undir. Ég ákvað að taka þennan séns. Á vissum tíma- punkti kom upp sú staða að það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Það var annaðhvort að gera þetta ekki og velta fyrir sér hvað ef … eða bara láta á þetta reyna.“ „Þetta skal bara ganga“ Adolf vonar að með jákvæðum fyrstu viðbrögðum sé tónninn sleginn fyrir framhaldið. „Ég vona að það sýni sig í auglýsingasölu því þetta kostar al- veg óhemju mikið. En ég hef trú á því að þetta sé besta leiðin til að ná til erlendra ferðamanna á meðan þeir eru á landinu,“ segir Adolf sem vinnur á vöktum líkt og aðrir starfs- menn útvarpsstöðvarinnar. „Þetta er býsna stíft. Maður er í loftinu í sex tíma á dag þegar maður er á vakt, þrjá tíma í senn. Það er mikið, en tím- inn líður mjög hratt þegar maður er í útsendingu.“ Hann brosir einlægt. Hefur augljóslega gaman af þessu, það fer ekki á milli mála. En hefur Adolf leitt hugann að því hvað hann ætlar að gera ef þetta klikk- ar? „Hann hlær við spurningunni. Hláturinn er smitandi svo blaðamað- ur getur ekki annað en skellt upp úr líka. Kannski er þetta ósanngjörn spurning handa eiganda nýstofnaðs fjölmiðils. Hann hikar aðeins áður en hann svarar. „Að hvaða leyti þá? Áttu við hvað ég ætla að gera eða hvar ég ætla að búa? Það er góð spurning,“ segir Adolf og verður örlítið alvarlegri í bragði. „Auðvitað hef ég velt því fyrir mér, en það eru engin svör. Þetta skal bara ganga og verður að gera það,“ segir hann ákveðinn. Hann hefur trú á verkefninu og það skiptir öllu máli. Ýtt til hliðar innan RÚV Adolf var sagt upp störfum á RÚV í nóvember 2013, eftir 22 ára starf. Þótt uppsögnin hafi ekki komið honum á óvart, enda mikið búið að ganga á, þá viðurkennir hann að það hafi engu að síður verið erfitt að fá uppsagnarbréfið í hendurnar. Íþróttafréttamennskan var honum miklu meira en bara at- vinna, hún var lífsstíllinn hans og áhugamál. Og þarna var komið að kaflaskilum. Aðdragandi uppsagnar- innar var nokkuð langur, þótt hún hafi átt sér stað í skjóli fleiri uppsagna í Efstaleitinu. En að sögn Adolfs virt- ist þáverandi yfirmaður íþróttadeild- ar RÚV, Kristín Hálfdánardóttir, hafa haft horn í síðu hans alveg frá því hún tók við starfinu. Hann kann ekki á því neinar skýringar, en segist strax hafa fundið fyrir því að hún fór að ganga framhjá honum við úthlutun verk- efna. Hægt og rólega fannst honum að sér væri ýtt til hliðar innanhúss, með alls kyns tilfæringum í starfi. Honum sárnaði þessi framkoma og fannst hann niðurlægður. „Þetta byrjaði á mjög skýran hátt fyrir HM í fótbolta 2010, þegar Kristín ákvað að ég kæmi ekki nálægt mótinu. Ég átti bara að taka fréttavaktir á með- an. Þetta kom mjög flatt upp á menn, fleiri en mig. Þá var EM í hand- bolta nýlokið, þar sem Íslendingar höfðu hreppt bronsið, og ég var þar og lýsti öllu mótinu. Fékk mjög mik- ið hrós fyrir frammistöðuna frá mín- um yfir mönnum, öðrum en Kristínu. Ég ákvað að vera ekki með nein læti yfir því að vera haldið frá HM, heldur bara hjálpa til við það sem ég gat gert á bak við tjöldin. Ég fór ekki í neina fýlu. En þetta hélt svona áfram og á tímabilinu frá því 2010 og þangað til mér var sagt upp, fór ég í tvö verkefni á vegum RÚV á meðan kollegar mínir tveir fóru í sjö og níu verkefni. Ég var kominn aftast í goggunarröðina þrátt fyrir að hafa langmesta reynslu. Ég vil samt taka það fram að ég hef aldrei krafist þess að vera númer eitt eða heimtað eitthvað. En hins vegar vill maður smá sanngirni.“ Hraktist á milli borða Ástandið var orðið þannig að sam- starfsfélagar Adolfs á RÚV voru farn- ir að veita breytingum á starfi hans athygli og furða sig á því hvern- ig málum var háttað. „Það komu til mín tveir samstarfsfélagar úr annarri deild og spurðu mig hvað væri í gangi. Af hverju ég virtist hafa verið settur til hliðar og ég sagði þeim frá því hvernig þetta var. Þeir horfðu alvarlegir á mig og sögðu að þetta væri ekkert annað en einelti.“ Það kom flatt upp á Adolf, enda hafði hann ekki gert sér grein fyrir því að um einelti væri að ræða. „Orðið hafði ekki einu sinni hvarflað að mér og ég leit aldrei á mig sem eitthvert fórnarlamb. En þeir opnuðu augun mín og ég fór að hugsa að auð- vitað væri þetta rétt hjá þeim.“ Þrátt fyrir að Adolf hafi kvartað yfir eineltinu þá dró ekki úr því, þvert á móti. „Ég var tekinn af sjónvarpsvökt- um og bara alveg úr sjónvarpinu. Áður hafði Kristín tekið mig úr dagskrár- gerð. Það gerðist eiginlega um leið og hún tók við. Ég fékk því ekki lengur að gera þætti, heldur bara fréttir. Svo var Adolf Ingi Erlingsson haslar sér nú völl í útvarpsrekstri, en á mánu- daginn fór í loftið útvarpsstöð í hans eigu, Radio Iceland. Allt efni er sent út á ensku og stílað er inn á erlenda ferðamenn hér á landi. Adolf hefur fulla trú á verkefninu þótt fjölmiðlaumhverfið sé erfitt. Hann leggur bókstaflega allt undir og segir þetta verða að ganga upp. Þá stendur hann í tveimur dómsmálum gegn RÚV, vegna eineltis og biðlaunaréttar. Fyrrverandi yfirmaður íþróttadeilarinnar hafði horn í síðu hans og ýtti honum smám saman út í horn, að hans sögn, alveg þangað til honum var sagt upp fyrir rúmu ári. Blaðamaður settist niður með Adolf og ræddi nýja verkefnið, eineltið á RÚV, eftirleikinn og framtíðina. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Ég legg allt undir“ „Þetta skal bara ganga og verður að gera það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.