Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 20.–23. febrúar 201524 Fréttir Erlent É g hélt að framtíð mín yrði betri. Að líf mitt yrði betra en það varð,“ segir Aracley 15 ára, ein­ stæð móðir í Gvatemala. Hún var ellefu ára þegar hún var gefin manni sem var 34 ára. Þegar hún varð barnshafandi 15 ára yfirgaf hann hana og sagði að barnið væri ekki hans. Hún hefur verið ein með son sinn allar götur síðan. „Hann hef­ ur ekki séð drenginn og ég hef engan stuðning af honum,“ segir hún. Aracley er ein af mörgum barna­ brúðum á heimsvísu, en sögu henn­ ar voru gerð skil í New York Times á dögunum. Ein af hverjum níu stúlk­ um í þróunarríkjum mun verða neydd í hjónaband þegar hún er barnung. 50 milljónir brúða Á þessum áratug munu um 50 millj­ ónir ungra stúlkna ganga í hjóna­ barn fyrir 15 ára aldur. Barnabrúð­ kaup eru ein birtingarmynd ofbeldis og hefur víðtæk áhrif á líf barnanna, gagnvart heilsufarslegu, efnahags­ legu og félagslegu tilliti. Takmarkan­ ir verða á tækifærum barnanna til að mennta sig og tryggja velferð afkom­ enda sinna. Á þetta benti til dæmis Irina Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, í viðtali við DV síðastliðið sumar. „Þegar ég sjálf hugsa um hvað skiptir mestu máli og til hvaða ráða við þurf­ um að taka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir fá­ tækt í heiminum þá held ég að okk­ ar helsta verkefni sé að mennta stúlk­ ur. Allar rannsóknir benda til þess að menntun ungra kvenna hafi mik­ il áhrif á velferð þeirra til seinni tíma litið, en ekki aðeins þeirra heldur allr­ ar fjölskyldunnar. Menntuð kona á auðveldara með að koma á legg heil­ brigðri fjölskyldu, hún hugsar bet­ ur um umhverfi sitt og getur sótt sér þá þekkingu sem hún þarf til að vera virkur þátttakandi í hagkerfinu. Hún menntar börn sín og hvetur til þátt­ töku í stjórnmálum. Menntun og jafn­ rétti hefur mikið að segja varðandi lífsgæði fyrir bæði kynin,“ sagði hún. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna gaf á dögunum út skýrsluna „Of ungar fyrir hjónaband. Komum í veg fyrir barnabrúðkaup.“ Í henni kemur fram að með átaki er hægt að draga úr og koma í veg fyrir barna­ brúðkaup. „Þessar venjur geta og þurfa að breytast. Þegar foreldrar og samfélög átta sig á því hversu mikill skaði er af því að börn séu gift geta þau fundið aðrar leiðir,“ segir í skýrsl­ unni. Of margar í Gvatemala Aracley býr í Gvatemala, en þar má fólk ganga í hjónaband frá fjórtán ára aldri með leyfi foreldra. Í Petén, í norðurhluta landsins, er sem lög­ in séu aðeins tillaga og þeim er ekki framfylgt. Gríðarlegur fjöldi ungra stúlkna gengur í hjónaband, eða er neyddur til þess. Ljósmyndarinn Stephanie Sinclair heimsótti tólf þorp í Péten og hitti þar fyrir barnabrúðir fyrir verkefnið „Of ungar fyrir hjónaband.“ Í þorpum í Gvatemala eru um 53 prósent ungra kvenna á aldrinum 20– 24 sem voru gefnar í hjónaband fyrir 15 ára aldur. Fyrir vikið hafa þær hætt í námi, orðið fyrir líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi af hálfu eig­ inmanna sinna og orðið barnshaf­ andi afar ungar – á meðan þær eru sjálfar börn. Margar lýstu því að þær hefðu yfirgefið bernsku sína og henn­ ar í stað orðið þernur fyrir eldri karl­ menn sem hefðu tekið stjórnina á lífi þeirra. Afar algengt er að þær séu ein­ ar með börnin. Þá er það einnig al­ gengt að eiginmenn þeirra yfirgefi þær þegar þær eru barnshafandi eða með ungbörn. Mannfjöldastofnunin áætlar að um 1.500 ungar stúlkur verði gift­ ar daglega í Gvatemala árið 2015. Um 550 þúsund stúlkur verða giftar í ár fyrir 18 ára aldur og það aðeins í þessu eina ríki. „Móðurhlutverkið er erfitt,“ segir Saida, sem er 14 ára. „Þegar börnin eru veik veit ég ekki af hverju. Ég hef enga þekkingu til að takast á við það,“ segir hún. n Hélt að lífið yrði betra n Barnabrúðkaup eru alvarlegur vandi n 550 þúsund ungar stúlkur giftast á Gvatemala í ár Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Þessar venjur geta og þurfa að breytast Mikilvægt að stöðva barnabrúðkaup Brúðkaup í Rio de Janeiro. Mynd ReuteRS Gifti sig 14 ára Þessi mynd er frá 2007, en hún er af Lalita Saini sem þá var 14 ára. Hún giftist 19 ára pilti í þorpinu Alsisa, rétt hjá Jaipur á Indlandi. Reyndi að flýja Maður heldur stúlkunni þegar hún gerir sig líklega til að flýja eftir að hafa fengið þær fréttir að hún eigi að giftast. Stúlkunni, sem býr nærri Marigat í Keníu, var ekki kunnugt um þann ráðahag sem faðir hennar hafði skipulagt vegna þess að fjölskylda hennar var hrædd um að hún reyndi að flýja. Mennirnir komu að heimili hennar með búfé, heiman- mund hennar, 20 geitur, þrjú kameldýr og tíu kýr. Á brúðkaupsdeginum fá foreldrar hennar 10 kýr afhentar. Myndin var tekin í desember 2014. Stúlkan tilheyrir Pokot-fólki, en hjá því er hefðin sú að foreldrar gefa dætur sínar í hjónabarn þegar þær verða kynþroska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.