Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Lífrænt Ríkt af Nitric Oxide og Sulforaphane Rauðrófu- og brokkolíduft ásamt spínati, gulrótum, steinselju og káli Fyrir eða eftir æfingar Mikil orka og næring Bragðgóð blanda 40 skammtar Ein teskeið hrist í vatn eða safa Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Nettó. Umboð: Celsus. Frábært í kúrinn!5:2 Milljón á heimili Meðalyfirdráttarheimild íslensks heimilis er um 1,1 milljón króna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu en þar kemur fram að heildar- upphæð yfirdráttarlána lands- manna hefði í fyrra verið 85,9 milljarðar króna. Miðað við hefð- bundna vexti greiða Íslendingar því árlega 11 milljarða króna í vexti af þessum yfirdráttarlánum. Yfirdráttarlán Íslendinga hafa smám saman farið hækkandi undanfarin ár, en þau voru 800 til 900 þúsund krónur á heimili að jafnaði árið 2011. Gosið á loka- metrum Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að gos- inu í Holuhrauni gæti lokið á nokkrum vikum eða mánuð- um. Ekki sé um stórgos að ræða lengur. Þetta er haft eftir Magn- úsi í Morgunblaðinu. Stöðugt hefur dregið úr gosinu í febrúar og kvikuflæðið er mun minna en áður, auk þess sem jarðskjálftar eru minni og færri. Ljóst var að úr krafti þess dró í janúar en hrað- ar hefur dregið úr virkni þess en spáð var. Sambandi komið á Hervé Falciani og skattrannsóknarstjóri ná saman E va Joly, sérfræðingur í rann- sóknum fjármálaglæpa og fyrr- verandi ráðgjafi sérstaks sak- sóknara, segir að sambandi hafi verið komið á á milli Bryndísar Krist- jánsdóttur skattrannsóknarstjóra og uppljóstrarans Hervés Falciani. „Hervé Falciani mun hafa sam- band við hana,“ sagði Joly, sem í dag er rannsóknardómari og þingmað- ur á Evrópuþinginu, í samtali við DV. Falciani er fransk/ítalskur uppljóstrari sem lak gögnum um skattaundanskot tengd svissneska bankanum HSBC. Hann hefur boðist til að útvega íslenskum skattayfirvöldum ókeypis upplýsingar frá HSBC sem snúa að eigendum reikninga sem tengjast Íslandi. Aðspurð segist Joly ekki vita hvenær von sé á því að almenning- ur fái að vita hvers konar upplýsingar um er að ræða. „Við verðum að gefa þeim smá tíma til að gera það sem þau þurfa að gera.“ Um er að ræða vel á annan tug reikninga og voru um sjö milljónir dollara, rúmlega níu hundruð millj- ónir króna á núverandi gengi, á ein- um þeirra. n freyr@dv.is Eva Joly Segir að sambandi hafi verið komið á á milli skattrannsóknarstjóra og Falcianis. „Væri gaman ef myndin fyndist“ n Stærsti listaverkaþjófnaður Íslandssögunnar enn óupplýstur E kki löngu áður en pabbi dó var hann að segja hvað það væri nú gaman að vita hvað hafi orðið um Manet- myndina. Vegna þess að hún gufaði algjörlega upp,“ segir Hanna Gunnarsdóttir, sem var 22 ára þegar verðmætasta málverki landsins, lítilli mynd eftir franska listmálarann Edouard Manet, var stolið af heimili foreldra henn- ar við Smáragötu í Reykjavík í apr- íl 1964. „Það væri nú bara gaman ef myndin fyndist,“ segir Hanna og hlær, „en ég er ansi hrædd um að það gerist ekki.“ Í grein á síðu 26 í helgarblaði DV rifjar Björn Jón Bragason sagn- fræðingur upp þjófnað á málverk- inu sem faðir Hönnu, Gunnar Guð- jónsson skipamiðlari, hafði keypt í Hamborg í Þýskalandi árið 1947. Hanna segir myndina hafa ver- ið metna á 25 þúsund dollara, en það eru að minnsta kosti 25 millj- ónir íslenskra króna á núverandi verðgildi. Hins vegar hefur verð á listaverkum hækkað umtalsvert á undanförnum 50 árum og því mögulegt að enn meira fengist fyrir myndina í dag. Verk eftir Manet eru með dýrustu málverkum í heimin- um í dag og hafa einstök verk selst fyrir milljarða króna. Sögusagnir um brjálað partí Myndin hvarf af stofuvegg heim- ilisins á meðan Hanna var í skíða- ferðalagi með foreldrum sínum í Noregi. Hún kom heim á und- an foreldrunum því hún þurfti að mæta í vinnu á mánudagsmorgun. „Ég kom heim seint á sunnudegi, herbergið mitt var uppi á lofti þannig að ég fór bara þangað upp og svo beint í vinnuna morguninn eftir – ekki inn í stofuna. Kvöldið eftir bauð ég tveimur vinum í mat. Við vorum eitthvað að tala um myndina og uppgötvuðum þá að hún var horfin,“ en myndin hafði hangið á vegg í stofunni við hliðina á borðstofunni. „Það voru ýmsar getgátur um hver hefði stolið henni,“ segir Hanna og sögur spruttu upp um að myndin hafi horfið í stóru lista- mannapartíi sem hún átti að hafa haldið. „Ég er myndlistarmaður. Það þótti svolítið sérstakt á þess- um árum og myndlistarfólk litið hornauga. Þannig að ég átti að hafa verið með brjálað partí þarna á Smáragötunni. Þar átti allt að hafa verið vitlaust og einhver átti að hafa gengið út með myndina. Þetta var nú allt saman tóm vit- lausa, húsið var mannlaust.“ Engin fingraför Svarthvít mynd af málverkinu hafði birst framan á listtímaritinu Líf og list árið 1951 og var þá til- tekið hver eigandinn væri og hvar hann ætti heima. Þar að auki voru engar öryggisráðstafanir gerðar til að vernda verkið. „Húsin voru meira og minna opin í gamla daga. Það hefur bara verið einhver sem hefur vitað af myndinni og far- ið inn.“ Þótt það hafi ekki verið erfitt að brjótast inn rannsakaði lögreglan húsið: „Það var farið í fingrafaraleit en ekkert fannst.“ Evrópska lögreglan Interpol var í kjölfarið upplýst um málið en talið var líklegt að verkið hefði verið selt á svörtum markaði erlendis. „Ég er ansi hrædd um að ef myndin er einhvers staðar sé hún í einhverju hólfi úti í heimi. Þetta er lítil mynd og auðvelt að skera hana úr rammanum og skella henni í einhverja ferðatösku. En manni verður ansi oft hugsað til þessa atburðar.“ Hún segir föður sinn þó hafa tek- ið þjófnaðinum af rólyndi: „Hann var bisnessmaður og hann græddi og tapaði. Þannig að hann sagði bara „easy come, easy go“. Þetta var nú bara mynd eins og hann sagði. Ef við lentum í árekstri, börnin, þá sagði hann, „bíllinn ónýtur en barnið heilt“. Svona hugsaði hann,“ segir Hanna. n Lítil en verðmæt „Hún var í mjög djúpum litum. Þetta er stúlka sem heldur á blómum og mig minnir að hún hafi verið í purpurarauðri skikkju eða kjól. Þetta var mjög dökk mynd – djúp- ir fallegir litir,“ segir Hanna um verkið sem var mjög lítið, 15 sentimetrar á breidd og 25 á lengd. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Það voru ýmsar getgátur um hver hefði stolið henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.