Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 LEIKURINN OKKAR P OT T U R I N N S T E F N I R Í 6 5 M I L L J Ó N I R L A U GA R DA G I N N 2 1 . F E B R Ú A R E N N E M M / S ÍA / N M 6 7 4 8 2 Albínóadrengur fannst myrtur Árásir gegn albínóum algengar í Tansaníu E ins árs drengur sem þjáðist af albínisma fannst látinn í Afríku­ ríkinu Tansaníu á dögunum. Drengnum, Yohana Bahati, var rænt af hópi manna síðastliðinn laugardag en árásarmennirnir brutust inn á heimili móður hans, veittu henni áverka með sveðju áður en þeir námu drenginn á brott. Illa farið lík hans fannst í skóglendi skammt frá. Fjölmörg atvik hafa komið upp í Tansaníu á undanförnum árum þar sem albínóar eru hundeltir og þeir limlestir eða jafnvel myrtir. Ástæð­ an fyrir þessu er sú að sumir standa í þeirri trú að líkamshlutar albínóa færi þeim aukna heppni, hamingju og hagsæld. Þetta þýðir að sumir eru til­ búnir að leggja mikið á sig og greiða hátt verð fyrir líkamshluta albínóa; hvort sem um er að ræða hendur, fæt­ ur eða allan líkamann. Útlimunum, líkamsleifunum, er svo komið í hend­ ur töfralækna sem búa til mix túrur eða „heilsudrykki“ úr þeim. Talið er að 74 albínóar hafi verið myrtir í Tansaníu frá árinu 2000. „Þeir voru búnir að höggva hendur hans og fætur af,“ segir Joseph Konyo, lögreglustjóri á svæðinu, í samtali við AFP­fréttaveituna á miðvikudag. Móðir drengsins, Ester Jonas, er sögð illa haldin á sjúkrahúsi en hún hlaut djúpa skurði í andliti og höndum í árásinni. Faðir drengsins hefur ver­ ið yfirheyrður af lögreglu en ekki ligg­ ur fyrir hvort hann átti þátt í árásinni. Þess eru dæmi að foreldrar eða aðrir fjölskylduvinir snúist gegn ástvinum sínum, sem þjást af albínisma, í von um skjótan gróða. Það gerðist í tilfelli 38 ára konu sem þjáðist af albínisma. Eiginmaður hennar og fjórir menn réðust á hana með sveðju í febrúar 2014 meðan hún svaf. n Mörg fórnarlömb Talið er að 74 albínóar hafi verið myrtir í Tansaníu frá árinu 2000. Talsvert fleiri hafa komist lífs af úr árásum eins og þessi stúlka sem heitir Pendo Sengerema. Þ að er enginn vafi á því að fangelsið okkar er fallegasta fangelsi í heimi,“ segir Omid, 25 ára íranskur hælis leitandi sem dvelst í Papúa Nýju­Gíneu, en hefur óskað eftir hæli í Ástralíu. Þar sem áströlsk stjórnvöld reka harða innflytjenda­ stefnu hvað varðar hælisleitendur bíður hann enn eftir svörum um framtíð sína eftir átján mánaða bið. Áströlsk stjórnvöld hafa gert samninga við Papúa Nýju­Gíneu um að halda uppi flóttamanna­ búðum auk þess sem samningur er til staðar við Narú, eyríki í Suður­ Kyrrahafi. Hælisleitendum sem hafa komið á Jólaeyju, eyju í Indlands­ hafi sem er undir yfirráðum Ástral­ íu, er flestum vísað til Papúa Nýju­ Gíneu. „Hver sá hælisleitandi sem kemur til Ástralíu með báti mun ekki hafa nein tækifæri til að setjast hér að,“ sagði Kevin Rudd, þáver­ andi forsætisráðherra landsins, árið 2013 þegar stefnan var mótuð. „Ímyndið ykkur stórt búr á einni einangruðustu eyju í heiminum, umkringt hafinu, frumskógi og há­ vöxnum kókóspálmatrjám,“ segir Omid sem dvelur á Manus­eyjunni, lítilli og harðgerðri eyju sem þakin er þykku skóglendi. Um 50 þúsund íbúar eru á eyjunni, en að auki eru um 1.000 hælisleitendur sem ósk­ uðu ekki eftir því að enda þar. Þeir vilja flestir komast hvert á land sem er – nema aftur heim þar sem þeir telja að sér sé bráð hætta búin. Þrátt fyrir fegurð eyjunnar eru aðstæður í búðunum afar bágar og líf hælisleit­ endanna í mikilli hættu. Blaðamaður Omid var blaðamaður í Íran og flúði landið þegar honum var hótað fang­ elsi. Hann greiddi mönnum, sem lofuðu að hann kæmist til Ástralíu, fúlgur fjár. Hann fór frá Indónesíu og líkt og svo margir hælisleitendur stefndi hann á að komast til Jólaeyj­ ar og þaðan til Ástralíu. Þegar þang­ að var komið var hann strax fluttur til Manus­eyjar og hefur verið þar í búðum sem ekki er hægt að kalla annað en flóttamannabúðir. Búðirn­ ar eru gömul herstöð frá Áströlum og eru þar mörg hermannatjöld sem eru full af hælisleitendum frá Íran, Írak, Afganistan og Srí Lanka. Þeir hælisleitendur sem vilja vera áfram í Papúa Nýju­Gíneu geta sótt um það og fá þá dvalarleyfi eða ríkis­ borgararétt verði þeir samþykkt­ ir. Aðrir verða sendir heim. 80 hafa fengið hæli og nokkur hundruð hafa farið heim aftur. Áströlsk stjórnvöld segjast með þessu vera að koma í veg fyrir mansal. Að auki segjast þau telja að þetta sé eina leiðin til að koma í veg fyrir hættulegt ferða­ lag hælisleitendanna. Árið 2013 komu um 400 bátar með 26 þús­ und hælisleitendum og 300 þeirra létust á leiðinni. Árið 2014, árið eftir að umdeildu reglurnar voru settar, kom einn bátur á Jólaey og 15 bátar mættu áströlsku herskipi sem sendi hann til baka. Mikill fjöldi býr í búðunum án þess að hafa sótt um heimild til að vera áfram í Papúa Nýju­Gíneu. Þeir vilja flestir komast til Ástralíu en eru í lausu lofti. Átök Ástandið er alvarlegt í búðunum. Í fyrra urðu átök milli hælisleitenda og varða í búðunum. Einn lést og margir voru sárir eftir átökin. Í jan­ úar síðastliðnum fóru um 700 hæl­ isleitendur í hungurverkfall. Tíu þeirra saumuðu saman varir sínar til mótmæla og nokkrir gleyptu rak­ vélablöð og eiturefni. „Það sem er allra verst er að þeir sem fara í fangelsi vita hvað þeir þurfa að afplána lengi. Það gerum við ekki. Fyrirgefðu, en mér stendur orðið á sama hvað kemur fyrir mig,“ segir Omed. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Fastir á eyjunni sem þeir vildu ekki fara til n Ytra byrði búða hælisleitenda á Manus-eyju minnir á „fallegt fangelsi“ Mikill aðstöðumunur Aðstöðumunurinn milli Ástralíu og Manus er afar mikill. Atvinnuleysi er mikið og heilbrigðis- og menntamál eru í ólestri. Í Papúa Nýju-Gíneu búa að auki 7,2 milljónir manna sem tala 700 ólík tungumál. Margir búa við bágar aðstæð- ur á harðgerðum svæðum. Ástralir eyða árlega um 500.000 áströlskum dölum til að halda uppi búðunum á Manus. Stjórnvöld á Manus hafa sínar efasemdir um stöðuna. „Hælisleitendurnir vilja ekki vera hér, þeir vilja vera í Ástralíu,“ segir Charles Benja- min, borgarstjórinn á Manus. „Ef einhver vill ekki vera hér, og þú neyðir hann til þess er líklegt að það leiði til átaka,“ segir hann. „Er aðstoðin sem við erum að veita þeim jafn mikil og við fáum til baka? Ég held ekki – en kannski eru kröfur mínar meiri,“ segir hann og bendir á að Ástralir hafi eytt um 100 milljónum til að koma upp húsnæði fyrir þá hælisleitendur sem hafa ákveðið að dvelja í Papúa Nýju- Gíneu. Húsnæðið er mun betra en flestir íbúar eyjunnar búa við sem veldur einnig átökum og kergju. „Fyrirgefðu, en mér stendur orðið á sama hvað kemur fyrir mig. Fangelsi Ytra byrði búðanna er fallegt, en hælisleitendurnir segja það minna á fallegt fangelsi. Mynd SkjÁSkot aF veF BBC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.