Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 20
Helgarblað 20.–23. febrúar 201520 Fréttir „Íslenska þjóðin á heiður skilinn“ n Skelfir bandarískra fjársvikara í viðtali n Al-Thani málið: Upplogið gervifjármagn og bókhaldssvik W illiam K. Black fagnar Al-Thani dómi Hæsta- réttar og kallar hann sig- ur fyrir dómstólinn og íslensku þjóðina. Í við- tali við DV segir hann að þrátt fyrir margvíslega erfiðleika standi Ísland nú öðrum framar í heiminum við að kalla stjórnendur banka til ábyrgðar fyrir fjársvik sem höfðu alvarlegar af- leiðingar fyrir heilu þjóðirnar. Ein helsti skelfir fjársvikara Í fyrirlestri í Háskóla Íslands snemma í maí 2010 lagði William K. Black, einn helsti skelfir fjársvikara í Bandaríkjunum á síðari árum, með- al annars áherslu á þörfina á sér- hæfðu fólki sem hefði kunnáttu, en ekki síður kjark, til þess að takast á við og rannsaka fjársvikamál. William er prófessor við háskól- ann Missouri í Kansas City, sér- fræðingur í efnahagsbrotum og hef- ur unnið við fjármálaeftirlit. Stjörnu hans skaut upp á himininn við rann- sókn á Savings and Loans, fjársvika- máli bandarískra sparisjóða, sem náði hæðum snemma á níunda ára- tug síðustu aldar. Það leiddi um síð- ir til þess að um 600 bankamenn og tugir lögfræðinga hlutu dóm fyr- ir fjársvik af ýmsum toga. Hann er höfundur bókarinnar The Best Way to Rob a Bank is to Own One (Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann). Hann kom til Íslands í tvígang, fyrst árið 2009 og aftur árið 2010, flutti fyrirlestra og kom fram í fjölmiðlum, meðal annars í Silfri Egils. Upplogið gervifjármagn „Banka- og fjármálakreppan á Ís- landi var sígilt dæmi um fjársvik þar sem stjórnendur bankanna notuðu þá líkt og „vopn“ til að hafa af þeim fé,“ segir William. „Tækið sem þeir völdu var dæmigert; þeir notuðu bókhaldið. Markmiðið var að sýna arðsemi vel fjármagnaðra banka þannig að þeir gætu vaxið afar hratt með því að blekkja innstæðueigend- ur, aðra lánveitendur og hluthafa með því að veita þeim æ greiðari að- gang að sjóðum sem þeir gætu haft sem herfang og notað til þess að greiða upp eldri skuldir í þeim til- gangi að fresta óumflýjanlegu falli. Hæstiréttur Íslands hefur nú dæmt í einu af þessum forhertu tilvik- um bókhaldsblekk- inga þar sem lán bankans voru notuð til að búa til upplog- ið gervifjármagn innan bankans. Þetta eru gamaldags fjársvik sem urðu fræg við skyndi- legt fall Savings and Loans sparisjóðanna í Bandaríkjunum. Dóm- ur Hæstaréttar er sigur fyrir dóm- stólinn og íslensku þjóðina.“ Kunningjaþjóðfélagið er hindrun „Alræmt er að látið var undir höfuð leggjast að saksækja fyrir bankasvik sem leiddu til kreppunnar í Banda- ríkjunum, Bretlandi og á Írlandi. Ís- land var líklegt til þess að fara á þann lista,“ segir William og heldur áfram: „Áður fyrr voru dómstólarnir treg- ir til þess að dæma úrvalsliðið í fjár- málalífinu. Í fyrstu skorti Ísland sér- hæft fólk sambærilegt þeirri deild innan FBI sem rannsakar og sak- sækir fyrir hvítflibbabrot í Banda- ríkjunum. Starfsmenn íslenskra eft- irlitsstofnana voru klappstýrur hjá bönkunum. Árangursríkustu málin, sem höfðuð voru gegn úrvalsdeildinni á fjármálamarkaði í Bandaríkjun- um á undanförnum áratugum, voru sótt vegna ábendinga um efnahags- brot og vitnisburðar öflugra eft- irlitsmanna. Íslenska þjóðin er svo fámenn að í hvaða hæfa hópi rann- sakenda og saksóknara, sem er nægilega stór, eru miklar líkur á að einhver innan hans sé skyldmenni, skólafélagi eða í sama klúbbi og ein- hver þeirra sem sætir rannsókn.“ Sigrast á erfiðleikum William K. Black segir að þrátt fyrir þessa erfiðleika gangi Ísland fremst í flokki í veröldinni við að gera fjár- málaelítuna ábyrga fyrir fjársvikum sínum. „Enn er eftir að saksækja í mörgum málum í framtíðinni en margt hefur til þessa verið gert rétt. Hæsti- réttur á heið- ur skilinn þar sem almenn skynsemi og réttarfar- ið hafði bet- ur gegn kald- rifjaðri vörn byggðri á þeirri blekkingu að fjársvik valdi engum skaða. Rannsakend- ur og saksóknarar eiga heiður skil- inn sem og hið nýja eftirlit með fjár- málamarkaðnum sem komið var á fót strax eftir hrunið. Og við skyldum aldrei gleyma því að íslenska þjóð- in á einnig heiður skilinn sem hefur farið út á göturnar, inn í kjörklefana og í fjölmiðlana til þess að krefjast endurreisnar réttarríkisins.“ Gamalgrónar dyggðir „Þegar ég flutti fyrirlestra á Íslandi hvatti ég fólk til þess að fleygja goð- sögninni um „víkinga með MBA- gráður“ sem áttu að hafa umbylt fjármálalífinu og búið til þrjá banka í heimsklassa. Ég hvatti menn til að byggja upp þjóðfélag sem börn þeirra gætu verið stolt af. Fjársvikin sem urðu Íslandi að falli voru gam- aldags fjársvik. Dyggðirnar, sem Ís- lendingar styðjast við þegar þeir kalla menn til ábyrgðar á fjársvikum og byggja upp raunverulegt hagkerfi sem ekki er reist á bókhaldssvikum, eru gamalgrónar dyggðir. En svona til varnaðar: Barátt- an gegn efna- hagsbrotum auðmanna er ekki „stríð“ þar sem hægt er að vinna „af- dráttar- lausan sigur“ sem bindur enda á fjársvik þeirra í eitt skipti fyrir öll. Þið þurfið réttarríki, öflugar eftirlits- stofnanir og saksóknara sem trúa ekki öllu sem að þeim er rétt og al- menning sem lætur sig málin varða og er eilíflega á varðbergi,“ segir William. Tortryggilegt Hér má bæta við að William held- ur því fram að hneigðin í flestum fjársvikamálum, sem stuðluðu að falli banka og annarra fjármála- stofnana, sé sú að æðstu stjórnend- ur bankanna verðlauni þá sem fylgi þeim að málum, hækki við þá laun- in, rétti þeim ýmsa kaupauka og kaupi þá til verka, en reki hins vegar þá sem reyna að segja sannleikann. William telur með öðrum orðum að brottrekstur gefi til kynna að ekki sé allt með felldu og að ráða þurfi fólk til þess að þegja um svikamylluna. Að svíkjast aftan að viðskipta- vinum Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Bill Moyers ræddi við William Black í þætti sínum í lok apríl 2010. Moyers hafði hrifist af kjarki hans til að segja umbúðalaust að athæfi bankastjórn- endanna í aðdraganda lánsfjár- kreppunnar 2008 hefði í raun ver- ið hreinræktuð fjársvik. „Þetta orð kemur æ oftar upp eftir því sem dýpra er grafist fyrir um orsakir bankakreppunnar,“ sagði Moyers og vitnaði til eftirfarandi orða Blacks í fjölmiðlum 2009: „Fjársvik byggjast á því að framkalla traust viðskiptavin- ar og svíkjast síðan aftan að honum.“ Þess má geta að í fyrirlestri á veg- um Háskóla Íslands árið 2010 sagði Black að eitt mikilvægasta verkefni saksóknara og rannsakenda efna- hagsbrota væri að finna og ein- angra alvarlegustu brotin, sía þau frá smælkinu og leggja þau með ein- földum og skýrum hætti fyrir dóm- stóla. n Jóhann Hauksson johannh@dv.is „Baráttan gegn efnahagsbrotum auðmanna er ekki „stríð“ þar sem hægt er að vinna „afdráttarlausan sigur“ Skelfirinn William K. Black segir í viðtali við DV að Hæstiréttur og sak- sóknari eigi heiður skilinn fyrir að ganga veginn til enda og kalla stjórnendur og eigendur föllnu bank- anna til ábyrgðar. Sjálfur hefur hann komið hundruð bankamanna bak við lás og slá í Bandaríkjunum. Dæmdir Sakfelling Hæstaréttar í Al-Thani málinu vekur athygli út fyrir landsteinana. William K. Black fordæmir linkind Bandaríkjamanna, Breta og Íra gagnvart fjársvikum bankamanna sem bitnuðu á almenningi í kreppunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.