Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 50
Helgarblað 20.–23. febrúar 201550 Menning Stærðfræðingur fer í stríð Ný mynd um Alan Turing og Enigma-vélina er kærkomin viðbót í stríðsmyndasöguna Þ að hefur gengið erfiðlega að festa Enigma-söguna á filmu. Í þeirri fyrstu, U-571 frá árinu 2000, eru það Bandaríkjamenn í stað Breta sem ná vélinni af Þjóð- verjum. Tony Blair kvartaði og Mick Jagger framleiddi í kjölfarið myndina Enigma sem kom út ári seinna. Hér skorti þó aðalspíruna Alan Turing og Pólverjarnir sem útveguðu Bretum vélina voru gerðir að vondu körlun- um. Í þriðju tilraun er Turing kom- inn í aðalhlutverk og minnst er á Pól- verjana í framhjáhlaupi. Allt er eins enskt og hugsast getur og splæst í bæði Benedict Cumberbatch og Keiru Knightley, en af einhverjum ástæðum er leikstjórinn norskur, Morten Tyld- um, sem síðast sást með hina ágætu Nesbö-mynd Headhunters. Myndin er ekki gallalaus. Þegar yf- irmaður Turings er látinn vera á móti honum án sýnilegrar ástæðu og hót- ar að loka deildinni nema málið leys- ist á mánuði er það frekar vegna þess að það vantar vondan karl (annan en þann í Berlín) í söguna heldur en sök- um sögulegrar nákvæmni. Stundum brýst hún þó undan Hollywood-stöðl- um. Ekki verður úr ástarsambandi söguhetjunnar og Keiru af augljós- um ástæðum, og það er framför að sjá myndir um samkynhneigðar hetjur frekar en vandamálamyndir. Ekki er síður léttir að sjá mynd þar sem rökhugsun vegur þyngra en til- finningar. Interstellar reyndi það sama en hélt ekki út til lengdar. Vissulega er um hetjusögu að ræða eins og oftast í stríðsmyndum, en þó ekki alveg hefðbundna. Um 200 manns unnu að því að ráða gátu Enigma-vélarinnar og hér er einblínt á einn mann, en í þessu tilfelli er það stærðfræðingur fremur en herforingi eða stjórnmálamaður. Fyrst og fremst er þetta þó nokkurs konar Revenge of the Nerds-saga, þar sem eineltisfórnarlambið bjargar að lokum heiminum og áhorfandanum líður örlítið betur á eftir, sannsögu- leg að mestu en fylgir þó Hollywood- forminu. Hvað sem því líður er þetta langbesta myndin um Enigma-gát- una hingað til. Seinni heimsstyrjöldin var ekki aðeins háð á vígvöllunum og er þetta því kærkomin viðbót í stríðs- myndasöguna. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmynd The Imitation Game IMDb 8,2 Leikstjóri: Morten Tyldum Aðalhlutverk: Benedict Cumberbatch og Keira Knightley Handrit: Graham Moore 114 mínútur Engin rómantík Benedict Cumberbatch leikur samkynhneigða eineltisfórnarlambið og stærðfræðisnill- inginn Alan Turing Í The Imitation Game. Stórskemmti- legur en ekki hnökralaus Dómur um The Order: 1886 Það sem af er ári og í raun al- veg síðan í nóvember hefur óskaplega lítið verið að frétta í tölvuleikjaútgáfu. Einhverra hluta vegna hrúgast margir af bestu leikjunum inn í nóvem- ber og síðan kemur einn og einn stórleikur út þess á milli. Einn þeirra er The Order: 1886 sem margir hafa beðið með töluverðri eftirvæntingu og það ekki að ástæðulausu. Hér er á ferðinni þriðju persónu skot- og ævintýraleik- ur úr smiðju Ready at Dawn sem kom meðal annars að God of War-leikjunum. Eins og nafnið gefur til kynna gerist leikurinn seint á 19. öld og er sögusviðið London, borg sem er töluvert tæknivæddari en við eigum að þekkja úr heimssögunni. Spilarar fara í hlutverk Sir Galahads sem er meðlimur í fornri riddara- reglu sem spratt upp úr félags- skap riddara hringborðs Artúrs konungs. Galahad og aðrir úr sömu reglu hafa það hlutverk að ráða niðurlögum óargadýra, sem að hluta til eru menn, sem ógna tilvist allra jarðarbúa. Þessi óargadýr eiga rætur sínar að rekja langt aftur í aldir, en í raun er óþarfi að hafa fleiri orð um söguþráðinn sem er býsna marg- slunginn. The Order hefur sína kosti og galla eins og allir leikir. Hann lítur óaðfinnanlega út; grafíkin er stórkostleg, umhverfi þessar- ar útópísku útgáfu af London er óviðjafnanlegt og á pari við það besta sem sést hefur. Mikil vinna hefur verið lögð í söguna og er alltaf sérstaklega ánægjulegt og áhugavert að sjá alvöru persónur úr heimssögunni skjóta upp koll- inum. Í tilviki The Order: 1886 leikur rafmagnsverkfræðingur- inn og frumkvöðullinn Nikola Tesla nokkuð veigamikið auka- hlutverk. Þrátt fyrir frábært útlit eru nokkrir gallar á sjálfri spilun- inni. Frelsið til að ferðast er tak- markað og er spilunin í mjög svo föstum skorðum. Það hefði verið gaman að geta skoðað borgina meira og ferðast meira um. Til- finningin er dálítið eins og að vera sársvangur með safaríka nautalund, „medium-rare“, fyrir framan sig en mega ekki borða hana, bara horfa. Þá eru leikin at- riði, svokölluð „cut-scenes“, mjög áberandi sem gerir það að verk- um að leikurinn minnir stundum á bíómynd. Þessi atriði geta verið nauðsynleg fyrir söguna en verða þreytandi í of miklum mæli. Þegar á heildina er litið er The Order: 1886 mjög góð skemmtun þrátt fyrir áðurnefnda galla. Hann mun væntanlega fara á marga topplista yfir bestu leiki ársins 2015 en mun líklega toppa fáa þeirra. Hann stendur undir nafni sem fyrsti stórleikur ársins og ættu gallharðir PS4-spilarar ekki að láta hann framhjá sér fara. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Tölvuleikur The Order: 1886 Spilast á: PS4 Þ etta er maður sem lifir í mjög hörðum heimi og hef- ur aldrei verið númer eitt, en þegar vinur hans deyr þá opnast möguleikinn fyr- ir hann á að taka það skref og prófa að verða að ágengari persónu,“ seg- ir Sverrir Guðnason um hlutverk sitt í sænsku kvikmyndinni Flugparken, opnunarmynd Stockfish-kvikmynda- hátíðarinnar sem hófst í gær, fimmu- daginn 19. febrúar. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna og var Sverrir valinn besti leikarinn á sænsku kvik- myndaverðlaununum fyrir leik sinn í myndinni. Sverrir hefur hægt og síg- andi verið að klifra upp á stjörnuhim- ininn í sænska leiklistarheiminum og er um þessar mundir einn allra vin- sælasti leikari Svíþjóðar. Orðinn þekkt andlit „Ég er kominn í betri stöðu til að vinna með því fólki sem ég vil vinna með og leika í því sem ég vil leika í. Það er náttúrlega erfitt að vita fyrir- fram hvernig mynd verður. En þetta styrkir möguleikana á því að vera í góðri mynd,“ segir Sverrir. Eftir mörg ár af litlum hlutverkum í ýms- um leikritum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum er Sverrir loks kominn fremst í sviðsljósið. Á dögunum hlaut hann Gullbjölluna, kvikmyndaverð- laun Svíþjóðar, annað árið í röð. Nú sem besti karlleikari í aðalhlutverki, (auk þess að vera tilnefndur sem besti karlleikari í aukahlutverki fyrir hlut- verk í myndinni Gentleman) en í fyrra var hann kosinn bestur í aukahlut- verki fyrir myndina Monika Z. Hann segir að í heimaborginni, Stokkhólmi, sé hann ekki mikið stoppaður úti á götu en með athygl- inni sé það þó smám saman að breyt- ast. „Það var frekar lengi sem mér tókst að leika í myndum og vera að taka þátt í mörgum verkefnum án þess að fólk kannaðist við mig úti á götu – ég hef kannski líka þannig út- lit að fólk þekkir mig ekki endilega. En nú er þetta farið að breytast og miklu fleiri farnir að vita hver ég er.“ Ákvað að gerast leikari eftir Heimsljós Sverrir hefur stefnt á að lifa af leik- listinni allt frá unga aldri, en hann hóf ferilinn á Íslandi. Hann er fæddur í Svíþjóð árið 1978 en ólst upp á Íslandi til 12 ára aldurs og steig sín fyrstu skref í leiklistinni í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins árið 1989 og í Borg- arleikhúsinu. Þar lék hann ungan Ólaf Kárason Ljósvíking í uppsetn- ingu Kjartans Ragnarssonar á Heims- ljósi Halldórs Laxness – allt upp frá því ætlaði hann sér að verða leikari. „Það var svolítið gott að hafa feng- ið að prófa að leika í alvörusýningu á alvörusviði í Borgarleikhúsinu. Við vorum alveg átta mánuði að vinna í þessu. Það gerði það að verkum að ég fattaði hvernig það er að vera leikari í alvörunni. Ég var mjög sáttur við það og vildi halda áfram.“ Sverrir segir foreldrana hafa stutt hann í að gera listina að ævistarfi: „Jú, þau sáu hvað mér fannst þetta gam- an. En þegar maður er svona ungur þá á maður kannski ekki heldur að vera að loka öllum dyrum.“ Fjölskyldan flutti til Stokkhólms í Svíþjóð og var fyrst um sinn erfitt fyr- ir Sverri að sinna leiklistinni á með- an tungumálakunnáttan var af skorn- um skammti. „Það tók eiginlega ekki nema nokkra mánuði að ná hreimn- um og svona, en það tók náttúrlega lengri tíma að fá orðaforða. Jafnvel eftir eitt og hálft ár í Svíþjóð komu stundum einhver orð sem 13 ára krakki ætti að kunna – eins og „stofa“ eða eitthvað – sem ég þekkti ekki.“ Hann segir það þó ekki hafa ver- ið þannig að hann hafi alltaf þurft að leika útlending með bjagaðan talanda. „Þegar ég fór í menntaskóla var ég náttúrlega alveg kominn með sænskuna. Þar fór ég á leiklistarbraut og var svo alltaf að vinna með í sjón- varpinu. Síðan fékk ég vinnu í leik- húsi í Stokkhólmi og fór líka að leika í myndum.“ En hvað með íslenskuna, myndir þú treysta þér til að leika Reykvíking í dag? „Það væri svolítið spennandi,“ segir Sverrir og hlær. „Ég hef náttúr- lega búið svo lengi úti. Maður get- ur leikið hvað sem er – ég hef leik- ið morðingja og hokkíhetju – maður þarf bara að setja sig inn í það. Ég þyrfti kannski að koma og búa í Reykjavík í einhvern tíma.“ Sænskur Taxi Driver Sverrir segir að undirbúningurinn fyrir Flugparken hafi fyrst og fremst verið tilfinningalegur. Hann leik- ur ungan leikskólakennara og fyrr- verandi íshokkíleikmann, Kille, sem verður óbeint valdur að dauða besta vinar síns, bullunnar Alex. Hegðun Kille, sem virkar mjúkur maður á yf- irborðinu, fer smám saman að verða óútreiknanlegri og árásargjarnari. Hann gerir sér grein fyrir eigin undir- lægjuskap, stefnir að því að koma í stað vinarins hjá eiginkonu og syni hans og gerir upp eineltisæskuna með því að siða til vandræðaung- linga þessa kuldalega sænska smá- bæjar. Sverrir hlaut ekki aðeins Gull- Ein skærasta stjarna Svíþjóðar n Sverrir Guðnason leikur aðalhlutverkið í Flugparken sem var frumsýnd á Stockfish festival n Hlaut kvikmyndaverðlaun Svíþjóðar annað árið í röð Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.