Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 20.–23. febrúar 201534 Fólk Viðtal stórkostlegt bakslag fyrir okkur, við misstum nánast alla sölu á skóm bæði árið 2011 og 2012, fyrir utan allt álagið á reksturinn, viðskiptasam- böndin og okkur persónulega.“ Vanlíðan og skömm Hugrún segir að dómsmálið hafi valdið þeim mikilli vanlíðan og skömm. „Við vildum ekki að þetta fréttist. En auðvitað þurftum við ekki að skammast okkar því við vorum beitt ótrúlegum órétti.“ Hún bendir líka á að það sé mjög erfitt fyrir lítil íslensk hönnunarfyrirtæki að lenda í svona málum, og að þetta sé hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem það muni gerast: „Hér er enga aðstoð að fá frá yfirvöldum. Ef við værum með fyrirtæki erlendis og hefðum lent í svona stuldi hefðum við ekki þurft að standa í þessu ein og óstudd. Í Bret- landi er til að mynda ráðuneyti sem hefur með skóhönnun og framleiðslu að gera. Hér er ekki neitt bakland, við þurftum að ganga sjálf í málið og redda okkur lögfræðingum og vinna þetta að öllu leyti án stuðnings. Hönnunarmiðstöð hefur ekki bolmagn til að styðja hönnuði sem lenda í svona málum. Við erum búin að reyna að fá Hönnunarmiðstöð til að ræða málið okkar í heilt ár og það er að gerast fyrst núna.“ Hugrún og Magni hafa líka bent á að málið geti haft mikið fordæmisgildi fyrir aðra ís- lenska hönnuði: „Dómarinn tók ekki tillit til okkar hliðar í málinu. Reikn- ingar sem stefnandi lagði fram voru meira að segja rangir. Sannanir okkar voru ekki teknar til greina og dómar- inn vildi að við samþykktum 20 pró- senta afslátt af gölluðu vörunum sem við greiddum fyrir. Því fór sem fór.“ Falsaðar vörur í umferð Vörurnar frá Kron by Kronkron hafa nýlega hlotið þann vafasama virðingarsess að falsaðar útgáfur af þeim eru nú fáanlegar á vefsíðunni Aliexpress sem margir Íslendingar þekkja. Hugrún segir það dálítið kaldhæðnislegt, því þar fáist bæði falsaðar og ekta vörur frá fyrirtæki þeirra: „Við höfum verið að selja dá- lítið í Asíu og vörumerkinu hefur verið vel tekið þar og þetta eru af- leiðingarnar. Til að mynda eru seld- ar sokkabuxur þar í nákvæmlega eins umbúðum og okkar, meira að segja með okkar vefsíðu á pakkanum, en það er ekki hægt að gera nákvæmar eftirlíkingar af sokkabuxunum okkar því munstrin eru handteiknuð. Þær fölsuðu eru þess vegna með alls kon- ar munstrum sem við könnumst ekk- ert við. Svo eru það verslanir sem eru í raun og veru að kaupa af okkur sem selja líka inni á Aliexpress. Þetta er í raun merki um ákveðinn árangur svo við tökum þessu frekar létt. Við þurfum að velja vandamálin sem við ákveðum að kljást við og það er alltaf af nógu að taka í þessum bransa.“ Jákvæð athygli mitt í mótlætinu Þó svo að vandræðin í viðskiptunum hafi verið talsverð á undanförnum árum hefur ýmislegt annað gengið vel, til dæmis innreið þeirra á Banda- ríkjamarkað sem hefur gengið eins og í sögu: „Á sama tíma og allt þetta hræðilega hefur gengið á, eru vörurn- ar okkar að fá endalaust jákvæða athygli og stuðning úr öllum áttum. Það hefur gefið okkur mikinn kraft og verið nánast óraunverulegt ævintýri. Í gegnum árin höfum við fengið mjög mikla og jákvæða pressu erlendis. Við höfum verið í frábærum tímaritum og ítrekað lent á listum yfir bestu skóhönnuði heims. Hins vegar höfum við lítið talað um þessa athygli hér heima. Ekki fyrr en í haust þegar við byrjuðum að nota samfélagsmiðl- ana markvisst – við skráðum okkur á Facebook í ágúst síðastliðnum. Okk- ur fannst kominn tími til að veita fólki innsýn inn í það sem er að gerast varðandi okkar vörur úti í heimi. Fólk er að átta sig á því fyrst núna að við erum í raun stöðugt vinnandi í mark- aðsmálum og kynningu.“ Ævintýrið í Hollywood Í haust var Hugrúnu og Magna í fyrsta sinn boðið að taka þátt í stórum verð- launahátíðum í Hollywood: „Við byrj- uðum á að fara á Emmy- og MTV- hátíðirnar í Los Angeles í ágúst en Hollywood Film Awards-, American Music Awards- og Goldel Globe-há- tíðirnar höfum við sótt í kjölfarið. Við vissum í raun lítið um hvað við vorum að fara út í. Í Bandaríkjunum virðist fólk annaðhvort verða hrifið eða alls ekki – og við lentum réttum megin við strikið. Viðbrögðin hafa verið mjög sterk og fólk virðist vera afdráttarlaust mjög hrifið af vörunum okkar. Þessa dagana er til dæmis verið að fjalla um okkur á hverjum degi á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Ákveðinn stjörnustílisti hafði sam- band við okkur og fékk fullt af vörum sendar frá okkur. Við erum að vinna þetta allt sjálf og stílistinn hafði beint samband við okkur. Við erum samt að átta okkur á því núna hvað það væri frábært að vera með umboðsmann úti og erum að leita að réttu mann- eskjunni til að vinna með. Það væri alveg draumur.“ George Clooney „lækar“ Nú sitja Hugrún og Magni á huggu- legum laugardagskvöldum í Þing- holtunum og taka við sms-skilaboð- um frá Angelu Bassett og öðrum Hollywoodstjörnum, og fylgjast með George Clooney „læka“ tíst frá þeim. Stjörnurnar hafa heldur betur tekið þeim vel og á hátíðunum komast færri að þeim en vilja. „Við mætum á svæðið og setjum upp okkar litla heim til hliðar við salinn þar sem stjörnurnar sitja í kvöldverð. Þetta eru A-lista stjörnur sem eru allar með hóp af starfsfólki í kringum sig. Samskiptin geta verið mjög spes, en við höfum sem betur fer undantekn- ingarlaust mætt jákvæðni.“ Klassísk hönnunarvara Það er ljóst að þrotlaus vinna hefur skilað Kron by Kronkron á þann stað sem fyrirtækið er á í dag, en hvað skyldi Hugrún líta á sem sérstöðu fyrir tækisins? „Við erum ekki beint tískufyrirtæki, frekar hönnunarfyrir- tæki. Við fylgjum ekki straumum og stefnum á hefðbundinn hátt eins og tískufyrirtæki gera. Þau gæta þess að passa inn í ákveðinn ramma en við gerum það ekki og þess vegna eru okkar vörur ekki eins viðkvæmar fyr- ir tísku og tíma. Við höfum alltaf haft þessa hugsun að leiðarljósi – að var- an sé sterk og klassísk. Þess vegna náum við til breiðs hóps, burtséð frá aldri eða starfsstétt. Svona virkar þetta hér á landi og greinilega líka í Banda- ríkjunum.“ Hugrún segir ævintýrið í Bandaríkjunum vera rétt að byrja en það sé með ólíkindum að fá umfjöllun um nýja vefverslun þeirra í morgun- þætti í Houston daginn eftir opnun. „Við erum ekki einu sinni að borga fyrir þessa umfjöllun, við sendum föt- in út og fáum þau svo til baka. Það er að skila sér núna hvað við höfum haft ótrúlega mikla trú á okkur alla tíð og ávallt fylgt sannfæringu okkar.“ Bjartsýn á framtíðina Samhliða sigrum í Hollywood heldur fjölskyldulífið áfram á Íslandi. Syn- ir Hugrúnar og Magna ferðuðust með þeim fram að tveggja ára aldri en nú fá þeir að vera heima á með- an foreldrarnir fara í víking: „Eldri sonur okkar fór út fimm daga gamall og þegar hann var þriggja vikna var hann búinn að koma til allt of margra landa. Ég var hlaupandi um skósýn- ingar og að reyna að finna tíma til að setjast niður og gefa honum brjóst. Við ferðuðumst með báða strákana upp að tveggja ára aldri.“ Hugrún er bjartsýn á framtíðina: „Við erum mjög spennt fyrir þessu ári. Vonandi eru erfiðleikarnir að mestu að baki eftir að þessu dómsmáli lauk. Við ætlum að halda áfram ótrauð og bein í baki og líta á allt þetta ströggl sem reynslu og læra af henni. Sköp- unin er það sem gefur okkur kraft- inn til að halda áfram. Sem betur fer skiptumst við á að fara á bömmer. Þegar ég lyppast niður stendur Magni sterkur og svo öfugt. Stundum hef- ur mig langað til að fara að sofa öll kvöld klukkan sjö, bara til þess að hörmulegir dagar endi. En við styrkj- um hvort annað, reynum að einblína á það góða og læra af hinu,“ segir fatahönnuðurinn Hugrún og það er engan bilbug á henni að finna á þess- um fallega vetrardegi í Reykjavík. n „Frágangurinn á skónum var skelfilegur og alls ekki hægt að selja þá Stendur sterk Þrátt fyrir mótbyr undanfarinna missera er engan bilbug á Hugrúnu að finna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.