Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Fólk Viðtal 33 Leggðu rækt við þig og lifðu góðu lífi! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Við höfum um áraraðir boðið konum á öllum aldri fjölbreytta, heilsueflandi líkamsrækt og leggjum metnað í að veita vandaða og örugga þjálfun sem byggir upp og viðheldur líkamshreysti. Æfingakerfi okkar miðast við að skapa vellíðan og leggja þannig grunn að auknum lífsgæðum. E F LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í sk h ön nu n Staðurinn - Ræktin 1-2-3. NÝTT ÞJÁLFUNARKERFI JSB: Mikið úrval af opnum tímum frá morgni til kvölds. Blönduð æfingatækni þar sem rík áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu. Bjóðum sérsniðin kort fyrir þínar þarfir • Hvað má bjóða þér marga mánuði? • Staðgreiðslu eða áskrift? • Kynntu þér málið á jsb.is. LOKAÐIR TÍMAR: Námskeið. Einstaklingsmiðaðri tímar og meira aðhald. Frjáls mæting í opna tíma og tækjasal. TT- Frá toppi til táar • TT3-Taktu þér tak (16 - 25 ára) FIT FORM (50 - 60+) • MÓTUN • YOGA STUTT OG STRANGT • FJÖLÞJÁLFUN Sjá nánari upplýsingar á jsb.is Innritun stendur yfir á öll námskeið Þú getur strax byrjað að æfa Finndu þinn tíma: „Ástríðan teymir okkur áfram“ Þetta varð til þess að við stækkuðum búðina.“ Kjólarnir sem þau hrifust svona af voru eftir Roksanda IIincic: „Við urðum miklir aðdáendur hennar og seinna góðir vinir hennar. Hún er frá Svartfjallalandi og vinnur flíkurn- ar að miklu leyti þar með pabba sín- um. Þetta voru alveg einstakir kjól- ar sem við keyptum og það leiddi til þess að við fluttum úr 20 í 200 fer- metra. Þegar við pöntuðum kjólana vissum við að þeir kæmust aldrei fyr- ir í búðinni en við ákváðum að leysa málið einhvern veginn – og gerðum það. Þetta voru 15 kjólar sem seldust allir, það voru margar sem giftu sig í kjólum frá henni á þessum tíma. Við erum mjög skynsöm og höfum alltaf rekið fyrirtækið vel en á sama tíma erum við ótrúlega ástríðu- full. Ástríðan teymir okkur áfram – ef við værum bara að vinna þetta eftir excel-skjali værum við löngu búin að gefast upp.“ Barn, hrun og fyrsta fatalínan Árið 2007 voru Hugrún og Magni byrjuð að leggja drög að Kron by Kronkron-skónum og þeir komu fyrst á markað í október 2008. Þetta var á sama tíma og efnahagur Ísands hrundi og að auki var parið nýbúið að eignast sitt fyrsta barn, þann 30. ágúst á sama ári: „Þegar hrunið varð voru tvær vikur í að fyrsta pöntunin okk- ar yrði tilbúin. Við vorum auðvitað í rekstri hönnunarverslunar, þá með um 30 hönnuði sem okkur þóttu vera rjóminn af því sem var í boði í tísku- heiminum. Við sofnuðum á kvöldin hönd í hönd og vorum dugleg að hug- hreysta hvort annað. Við vorum sam- mála um að halda okkar striki. Þegar skórnir komu í sölu fengum við strax frábærar viðtökur og ekki varð aftur snúið. Við settum skóna beint í sölu hér og fórum svo strax út til Parísar að kynna línuna fyrir kaup- endum þar. Þetta var stórundarleg- ur tími, hrunið hér heima og við að sýna skóna í París. Við erum auð- vitað innflutningsfyrirtæki líka, og þarna voru allar haustvörur komn- ar inn og við áttum eftir að borga svo að hrun krónunnar olli því að skuldir okkar jukust gífurlega á einum degi. Við komumst samt í gegnum þetta og síðan þá hefur gengið á ýmsu hjá okkur.“ Hugrún hafði lært fatahönnun í París svo það lá beint við að setja fatalínu á markað. Það gerðu þau 2010: „Við höfðum viðskiptahópinn okkar og vorum vön að sýna erlendis og alls staðar var spurt hvort við vær- um ekki að fara að koma með fata- línu. Að framleiða föt og skó er auð- vitað tvennt ólíkt, það er allt annað umstang í kringum fataframleiðsl- una og ferlið ólíkt þó að margt sé líkt með sölu og dreifingu. Við feng- um strax góðar viðtökur og fína út- breiðslu erlendis. Við erum á svo fjölbreyttum mörkuðum – Græn- landi, Kúveit, Asíu, Rússlandi, Afríku, Taílandi, Hong Kong, Japan, svo fátt eitt sé nefnt – virkilega úti um allt.“ Vandræðin byrja Fyrirtækið hafði lengi unnið með verksmiðju á Spáni í samstarfi við mann að nafni Salva, sem hafði milli- göngu um skóframleiðsluna: „Við kynntumst honum 2001 og höfðum verið í miklum viðskiptum og sam- skiptum við hann öll þessi ár. Við byrjuðum strax að vinna með hon- um þegar skórnir okkar fóru í fram- leiðslu. Hann kom alltaf fram eins og hann ætti sjálfur verksmiðjurnar og við héldum það allt til loka. Fram- leiðslan á Spáni var algjörlega óað- finnanleg, ekki eitt par af þúsund var gallað, og vinnubrögð starfsfólksins einstök. Árið 2011 komumst við að því að Salva var búinn að færa fram- leiðslu á skónum okkar yfir í aðra verksmiðju, án okkar vitundar.“ Slæmur frágangur og vörusvik Í kjölfar þessa fóru Hugrún og Magni að taka eftir verri frágangi á skónum. „Ferlið hjá okkur er þannig að er- lendu verslanirnar eru fyrst afgreidd- ar og svo kemur varan til Íslands. Fleiri og fleiri verslanir úti fóru að hafa samband við okkur og fólk var að vonum mjög hissa að gæðin væru ekki þau sömu og fram að þessu. Að auki voru pantanir illa afgreidd- ar, það vantaði stærðir og ýmsu var klúðrað. Okkur fannst þetta algjör- lega óásættanlegt og gerðum okkar besta til að bjarga stöðunni – þurftum að senda mikið af aukapörum, bak- færa og afskrifa. Við höfðum fram að þessu verið þekkt fyrir að selja mikla gæðavöru og þarna varð skyndilega viðsnúningur á því. Þegar sendingin kom loks til Ís- lands um haustið sáum við almenni- lega hvers kyns var. Þá voru 376 pör send til Íslands, öll gölluð. Frágangur- inn á skónum var skelfilegur og alls ekki hægt að selja þá. Við fjarlægðum skóna strax úr verslununum hér og höfðum samband við okkar mann á Spáni. Við vorum beðin um nákvæma skýrslu og sendum hana út ásamt myndum af 80 pörum – í kjölfarið sendum við 50 pör til baka til Spán- ar. Salva viðurkenndi strax að fram- leiðslan væri gölluð og í kjölfarið byrj- aði hann að gera okkur afsláttartilboð. Þá vorum við búin að greiða skóna sem við höfðum fengið í hendur og fengum að vita að búið væri að fram- leiða 260 pör til viðbótar sem við ætt- um að greiða líka. Við sögðum strax að það kæmi ekki til greina og vildum að sjálfsögðu fá að skila og fá endur- greiðslu fyrir gölluðu sendingunni sem við vorum komin með í hend- urnar.“ Seldi Kronkron-skó í leyfisleysi Salva hafði lengi reynt að fá Hug- rúnu og Magna til að veita sér umboð fyrir sölu Kron by Kronkron-skónna á heimsvísu. Þau voru hins vegar aldrei hrifin af þeirri hugmynd, vildu halda sjálfstæðinu og gera hlutina með sín- um hætti: „Við fórum smám saman að heyra útundan okkur á sýningum víða um heim að skórnir okkar hefðu sést á stöðum sem við könnuðu- mst ekkert við, bæði á sýningum og í verslunum. Við komum alltaf af fjöllum og sögðum fólki að það hlyti að vera að ruglast, svörin sem við fengum voru alltaf þau sömu „lítið þið bara á vöruna ykkar, það er ekki hægt að rugla þeim við aðrar.“ Sam- band okkar við Salva var þarna orðið mjög náið, bæði í viðskiptunum og persónulega, við vorum búin að kynnast fjölskyldunni hans og okkur datt ekki í hug að hann mundi segja okkur ósatt. Hann gerði lítið úr þess- um orðrómi og sagði að þetta hlyti að vera misskilningur og við trúðum honum því miður.“ Grunsemdir staðfestar Skömmu síðar hafði einn viðskipta- vina Hugrúnar og Magna, verslun- areigandi sem seldi vörur frá Kron by Kronkron, samband og lét vita að það væri verið að selja skóna þeirra í búðinni beint á móti henni: „Hún var auðvitað hissa á þessum viðskipta- háttum, en aftur komum við af fjöll- um og sögðum að þetta gæti ekki ver- ið. Hún fór yfir götuna og tók myndir inn um gluggana og sendi okkur – það lék enginn vafi á að þetta voru okkar skór. Hún fór samdægurs og keypti eitt par til að við gætum verið alveg viss. Í búðinni var mikil örtröð og greinilega mikil aðsókn í skóna en þeir voru þarna á skuggalega lágu verði, mun lægra verði en eðlilegt var. Í kjölfarið hætti verslunin sem var raunverulega okkar viðskiptavinur að selja okkar vörur, það var að sjálfsögðu ekki hægt að keppa við lága verðið hinum megin við götuna. Við vorum þó komin með sönnur á að einhver væri að selja vöruna í okkar óþökk og bárum það upp á Salva. Hann fór í hnút og lét svo ekkert í sér heyra.“ Lögfræðingur bankar upp á Eftir þetta áfall ákváðu Hugrún og Magni að peningarnir sem þau höfðu greitt fyrir gölluðu skósendinguna væru einfaldlega tapaðir og einbeittu sér að því að vinna aftur traust allra sem höfðu orðið fyrir óþægindum, bæði vegna gallanna og sölunnar framhjá þeim. Ári eftir þetta heyrðu þau næst frá Salva, eða reyndar lög- fræðingi á hans vegum: „Hann sendi okkur rukkun fyrir þessum 260 skópörum sem við höfðum aldrei fengið afhent. Okkur fannst þetta al- veg galið – bæði vegna þess að við höfðum keypt af honum 376 ónýt skópör og að auki hafði hann gerst uppvís að því að selja þá í okkar óþökk. Við fréttum að það væru fleiri sem hefðu orðið illa út úr viðskiptum við þennan mann, hann var búinn að flytja mikið af framleiðslunni til Kína og meðal annars var fólk í okk- ar gömlu verksmiðu á Spáni orðið ósátt við hann. Við fórum og funduð- um með fólki í þeirri verksmiðju og lögðum allt á borðið. Þeim var mik- ið í mun að tryggja að við værum al- veg hætt samstarfi við Salva, það var forsenda frekara samstarfs okkar á milli. Í dag vinnum við með þessari verksmiðju og gengur ljómandi vel.“ Stórkostlegt bakslag Lögfræðibréfið var einungis byrjun á erfiðum málaferlum sem lauk ný- lega með því að fyrirtæki Hugrúnar og Magna var dæmt til að greiða 18 milljónir fyrir ónýtu sendinguna: „Málið snerist okkur algjörlega í óhag fyrir íslenskum dómstólum. Við lit- um svo á að við hefðum verið svikin í bak og fyrir, enda höfðum við alltaf staðið við okkar og vorum að auki með traust sönnunargögn í höndun- um. Þessi áföll voru auðvitað Sviptingar í skóheiminum Hugrún og gallaða skósendingin sem setti allt á annan endann. „… mér finnst þær velja skóna sína meira eins og listaverk og þær spá mikið í hvað hæfir þeirra persónuleika Hugrún Árnadóttir Lærði í París, starfar á Íslandi og sigrar nú Hollywood. myndir SiGtryGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.