Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 41
Skrýtið Sakamál 41Helgarblað 20.–23. febrúar 2015
Tryggið ykkur miða
565 5900
midi.is
www.gaaraleikhusid.is
Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu
þrjár leiksýningar = þrjú hlátursköst
Farsi fyrir alla ölskylduna
Svo..fyndið og svo..satt
Frumsýning 21. febrúar
Sunnudagur 22. febrúar kl 13.00
Sunnudagur 1. mars kl. 13.00
Sunnudagur 8. mars kl 13.00
Sunnudagur 22. febrúar kl 20.00 Aukasýning
Fimmtudagur 26. febrúar kl. 20.00 Uppselt
Fimmtudagur 12.mars kl 20.00
Laugardagur 14. mars kl 20.00 Uppselt
Föstudagur 27. febrúar kl 20.00
Föstudagur 6. mars kl 20.00
Föstudagur 13.mars kl 20.00
Laugardagur 14. mars Uppselt
Stórt læk ..ógeðslega fyndin
Víkingastræti 2 Hafnarörður
Umferðarofsi kostar
konU lífið í las vegas
Í
spilavítaborginni Las Veg-
as í Bandaríkjunum fékk ýkt
myndbirting umferðarofsa
hörmulegar málalyktir. Upp-
haf málsins má rekja til kvölds
fimmtudagsins 12. febrúar. Þá var
Tammy Meyers, 44 ára móðir og
hjúkrunarfræðingur, á leið með
15 ára dóttur sína í ökukennslu.
Á leið í ökuskólann ók fram úr
þeim mæðgum óþekktur náungi
og gerði það, að sögn, með helst
til frekjulegum og ónærgætnum
hætti. Dóttir Tammy brást við með
því að þeyta flautuna.
Kom til orðaskipta
Samkvæmt umfjöllun Los Angeles
Times var það eins og við mann-
inn mælt að umræddur ökuþór
stöðvaði bifreið sína á punktinum,
eins og stundum er sagt. Upp hófst
rifrildi og ljóst frá upphafi að í því
stæði enginn uppi sem sigurvegari.
Sennilega varð Tammy það ljóst
– í það minnsta völdu mæðgurnar
þann kost að aka á brott. En ekki
voru öll kurl komin til grafar eins
og síðar kom í ljós.
Leitaði bílstjórans
Leiða má líkur að því að Tammy hafi
ekki verið sátt við málalok því þegar
heim var komið sendi hún dóttur
sína inn í hús og kallaði son sinn út
í bíl.
Sér til halds og trausts greip son-
urinn, að sjálfsögðu mundu sumir
segja, skammbyssu sína og saman
fóru mæðginin á rúntinn í von um
að finna hinn arga ökuþór. Heppnin
var ekki með Tammy og syni hennar,
í það minnsta ekki fyrr en þau stöðv-
uðu bílinn fyrir framan heimili sitt að
mislukkaðri leit lokinni.
Hafði einnig leitað
Tammy og sonur hennar voru ekki
þau einu sem fóru í leitir því það hafði
hinn bráði bílstjóri einnig gert. Í nán-
ast sömu andrá og mæðginin stöðv-
uðu fyrir framan heimili sitt renndi
bílstjórinn í hlað. Hafði hann greini-
lega verið jafn ósáttur og Tammy og
hugsað henni þegjandi þörfina.
Hann beið ekki boðanna og sendi
kúlnahríð í átt að móður og syni og
sonurinn svaraði í sömu mynt.
Tammy fékk skot í höfuðið og um
síðustu helgi tók fjölskylda hennar
þá ákvörðun að slökkva á öndunar-
vélinni sem hún var tengd við.
Ófundinn byssubrandur
„Ég myndi aldrei segja að einhver
hafi beðið um þetta,“ hafði L.A.
Times eftir Ray Steiber, lögreglu-
stjóra í Los Angeles, „en því miður
get ég ekki spurt Tammy hvað hún
var að hugsa.“
Hvort hinn bílstjórinn varð fyrir
skotum fylgir ekki sögunni en þegar
þetta er skrifað leitar lögreglan hans
logandi ljósi. n
„Því miður
get ég ekki
spurt Tammy
hvað hún var að
hugsa
n Tammy sinnaðist við annan bílstjóra n Leituðu hvort að öðru Skyssa af þeim grunaða Málið
sýnir að fólk á það
til að gera úlfalda
úr mýflugu.