Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 fordæmalaust á heimsvísu í ljósi þeirra fjárhæða sem um er að ræða með hliðsjón af stærð íslenska hag­ kerfisins. Heildareignir búanna nema í dag um 2.100 milljörðum króna – til samanburðar er árleg landsframleiðsla Íslands um 1.970 milljarðar – og eiga erlendir aðilar um 94% allra krafna á hendur gömlu bönkunum. Í meira en tvö ár hafa slitastjórnir Kaupþings og Glitnis, ásamt ýmsum fulltrúum þeirra og kröfuhafa, sóst eftir því að ljúka upp­ gjöri búanna með nauðasamningi sem felur í sér sérstaka undanþága frá höftum til útgreiðslu hundruð milljarða króna til almennra kröfu­ hafa. Lengi hefur verið ljóst að til­ lögur fulltrúa kröfuhafa í þeim efn­ um hafa verið fjarri því að vera í samræmi við þá heildstæðu áætlun um afnám fjármagnshafta sem nú er unnið að því að leggja lokahönd á innan stjórnkerfisins og á meðal ráðgjafa stjórnvalda. Þeir gríðarlegu hagsmunir sem eru í húfi fyrir erlenda kröfuhafa endurspeglast meðal annars í þeim stóra ráðgjafahópi sem gætir hags­ muna þeirra hérlendis með ólíkum hætti. Þannig er fylgst náið með allri umfjöllun sem snertir málefni slita­ búanna og helstu leikendur á Ís­ landi hafa jafnframt verið kortlagðir af ráðgjöfum kröfuhafa með tilliti til þess hver afstaða þeirra er gagnvart hagsmunum erlendra kröfu hafa. Til marks um þau vinnubrögð kröfuhafa, sem upplýst var um í um­ fjöllun DV í síðustu viku, þá sögðu helstu lögmenn þeirra í minnisblaði sem var sent á hóp stærstu kröfuhafa slitabúanna undir lok síðasta árs að þeir ættu að vera „varkárir í öllum samskiptum“ sínum við Geir H. Ha­ arde, fyrrverandi forsætisráðherra, ef þeir hefðu uppi áform um að hitta hann eftir að Geir tók við stöðu sendiherra Íslands í Bandaríkjun­ um. Voru kröfuhafar upplýstir um það í minnisblaðinu, sem var sent hinn 23. nóvember í fyrra, að vitað sé að sumir þeirra sem standi Geir nærri séu „fjandsamlegir gagnvart hagsmunum alþjóð­ legra kröfuhafa“ gömlu bankanna á Íslandi. Óþreyjufullir kröfuhafar Miklum fjármunum hefur verið var­ ið í margvíslega aðkeypta ráðgjafar­ þjónustu af hálfu föllnu bankanna og nemur sá kostnaður frá árinu 2009 nærri 80 milljörðum króna. Sé aðeins litið til kostnaðar vegna ráðgjafarvinnu íslenskra félaga og einstaklinga þá hafa slíkir aðilar fengið greitt yfir 18 milljarða frá slitabúunum á síðustu árum. Allt frá árinu 2012 hefur sá kostnaður eink­ um tengst vinnu við gerð nauða­ samnings og síðar að afla stuðnings stjórnvalda við að slíkir samningar verði samþykktir. Að stórum hluta er um að ræða greiðslur til lögmanns­ stofa og endurskoðunarfyrirtækja en sömuleiðis fjármálaráðgjafa, al­ mannatengla og pólitískra ráðgjafa sem hafa verið fengnir til starfa fyrir föllnu bankana og erlenda kröfu­ hafa. Vaxandi óþreyju hefur gætt á meðal kröfuhafa slitabúanna vegna þeirra takmörkuðu upplýsinga sem þeir hafa fengið í tengslum við vinnu stjórnvalda að uppfærðri áætlun um losun hafta og að ekki hafi fengist skýr svör af hálfu Seðla­ bankans vegna umsóknar Glitnis og Kaupþings um undanþágu frá höft­ um. Slitastjórnum bankanna hefur þó oft gefist færi á að eiga fundi með ráðgjöfum stjórnvalda til að ræða hugmyndir sem þær kunna að hafa um uppgjör föllnu bankanna og losun hafta. Þannig var slitastjórn­ um föllnu bankana þriggja, ásamt fulltrúum þeirra, boðið að eiga fund samtímis með ráðgjöfum íslenskra yfirvalda hinn 9. desember á síðasta ári. Sá fundur var haldinn í kjölfar beiðni slitastjórna um að þær fengu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stjórnvöld. Fundarboð í bjálkakofa Ráðgjafar erlendra kröfuhafa hafa á síðustu misserum reynt ýms­ ar leiðir með það fyrir augum að ná tali af helstu ráðamönnum ís­ lenskra stjórnvalda – forsætisráð­ herra, fjármálaráðherra og seðla­ bankastjóra. Slíkar tilraunir hafa einkum og sér lagi átt sér stað sam­ tímis því að ráðamenn hafa þurft að fara utan í ýmsum erindagjörðum. Þannig hefur DV heimildir fyrir að minnsta kosti tveimur tilfellum þar sem reynt var að fá Sigmund Dav­ íð Gunnlaugsson forsætisráðherra til að eiga fundi með ráðgjöfum er­ lendra kröfuhafa þegar hann átti er­ indi til annars vegar Kanada og hins vegar Bretlands. Á sama tíma og forsætisráðherra var viðstaddur Íslendingahátíðina í Mountain í Norður­Dakóta í ágúst 2013 var þeim skilaboðum komið áleiðis til hans að ráðgjafi erlendra kröfuhafa væri einnig staddur þar á sömu slóðum. Var forsætisráðherra því boðið að eiga með honum fund í bjálkakofa til að ræða mál­ efni slitabúa föllnu bankanna og afnám hafta. Því fundar­ boði, ásamt öðrum sem kröfuhafar og ráðgjafar þeirra hafa falast eftir, var hafnað. Allt frá upphafi hefur það verið einbeittur vilji erlendra kröfuhafa að fá íslenska ríkið og Seðlabank­ ann í beinar samningaviðræður til að ræða þær víðtæku undanþágur frá höftum sem þeir hafa óskað eft­ ir. Þannig greindi DV frá því hinn 6. febrúar síðastliðinn að slitastjórn Glitnis hefði farið fram á það haustið 2013 í bréfi til forsætisráðherra að ríkisstjórn Íslands, Seðlabankinn og slitabúið myndu „miðla sín á milli upplýsingum um stefnumið sín varðandi uppgjör á slitameð­ ferð“ Glitnis. Jafnframt að allir við­ komandi aðilar myndu samþykkja þann „sameigin­ lega skilning á því að viðræður [yrðu] í trún­ aði“ og að þeim yrði unnið „saman í góðri trú til þess að tryggja gagn­ kvæman skilning á hinum ýmsu mögulegu uppgjörskostum“. Vildi slitastjórnin einnig að ríkisstjórn­ in „gæfi út opinbera yfirlýsingu um rammaskipulagið sem hún hygðist fylgja“ í slíkum viðræðum við Glitni. Ekki til samninga um aðlögun Tillögurnar fengu engan hljóm­ grunn af hálfu stjórnvalda. Fram hefur komið í máli Bjarna Bene­ diktssonar fjármálaráðherra, síðast í umræðum á Alþingi í lok janúar síðastliðinn, að ekki komi til greina að íslensk stjórnvöld „fari í einhvers konar samningaferli [við kröfuhafa] um það hvers konar aðlögun þarf að eiga sér stað eftir nám hafta. Það verður ekki samið um það.“ Stjórn­ völd ætluðu að mynda sér „eigin skoðun á því hvað þurfi að gerast til þess að hægt sé að hleypa eignum slitabúanna og öðrum eign­ um út fyrir höft, hvort sem það eru aflandskrónur eða aðrar krónur sem vilja komast út úr íslenska hag­ kerfinu. Þegar við höfum komist að niðurstöðu um það erum við ekki til samninga um það.“ Vonir standa til að stefna stjórn­ valda við áætlun um afnám hafta muni líta dagsins ljós í næsta mánuði, samkvæmt heimildum DV. Sú stefna sem þar verður mörk­ uð mun gera ráð fyrir því að hægt verði að stíga fyrstu skref við tilslök­ un hafta, óháð því hvort slitastjórnir búanna og erlendir kröfuhafar fall­ ist á þau þjóðhagslegu skilyrði sem þar verða sett, til dæmis um 35% út­ göngugjald á fjármagnshreyfingar úr landi. n Kröfuhafar reyndu að komast yfir trúnaðargögn stjórnvalda R áðgjafar erlendra kröfuhafa á Íslandi hafa í þrígang reynt að komast yfir upplýsingar og trúnaðargögn fulltrúa stjórnvalda og Seðlabanka Íslands í tengslum við vinnu þeirra að áætlun um losun hafta. Slíkum beiðnum um aðgang að viðkvæmum og mikilvægum upplýsingum var ávallt hafnað um leið af stjórn­ völdum. Í nýlegum úrskurðum sem hafa verið birtir á vef úrskurðarnefndar um upplýsingamál er greint frá kærum sem bárust nefndinni 27. maí 2014 vegna ákvörðunar Seðlabankans og forsætisráðuneytisins um að synja beiðnum um aðgang að annars vegar greiðslujafnaðargreiningu bankans og hins vegar tillögum ráðgjafahóps um aðferðir við losun hafta. Í úrskurðunum kemur ekki fram hvaða aðili hafi farið fram á aðgang að gögnun­ um en samkvæmt öruggum heimildum DV var um að ræða lögmenn LOGOS lögfræðistofunnar sem hafa unnið náið með erlendum kröfuhöfum slitabúanna. DV hefur einnig upplýsingar um að lögmenn kröfuhafa hér á landi hafi óskað eftir aðgangi að gögnum í tengslum við þær tillögur sem framkvæmdastjórn stjórnvalda skilaði til sérstakrar stýrinefndar um losun hafta í byrjun desembermánaðar á síðasta ári. Þeirri beiðni var sömuleiðis hafnað. Í kjölfarið var sú synjun kærð til úr­ skurðarnefndar um upplýsingarmál en nefndin hefur ekki tekið afstöðu til þeirrar kæru lögmanna kröfuhafa. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir í svari til DV að slíkar tilraunir fulltrúa kröfuhafa sýni „auðvitað að menn reyna ýmislegt til að komast yfir upplýsingar um þessi mál og það jafnvel þótt menn viti að birting upplýsinga sem varða vinnu stjórnvalda við að afnema fjármagnshöft geti orðið til þess að skaða hags­ muni almennings og íslenskra fyrirtækja. Stjórnvöld leggja ofurkapp á að standa vörð um þá hagsmuni og hluti af því er að tryggja eins vel og hægt er öryggi þeirra gagna sem unnið er með.“ Í ársbyrjun 2014 hófst Seðlabankinn handa við að útbúa sérstaka greiðslujafnaðargreiningu, að beiðni ríkis­ stjórnarinnar, vegna vinnu við að uppfæra áætlun um afnám hafta. Niðurstaða hennar var fyrst kynnt leiðtogum ríkisstjórnarinnar á kvöldfundi í forsætisráðuneytinu þann 5. mars sama ár. Í þeirri greiningu voru framkvæmd­ ar ólíkar sviðsmyndir um hvaða áhrif það hefði á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins og gjaldeyrisforða Seðlabankans ef losað yrði um höft á krónueignir erlendra aðila hér á landi. Fram kemur í úrskurðinum, sem var birtur 17. nóvember í fyrra, að vinnuhópur Seðlabankans hafi kynnt niðurstöður sína í formi glærukynningar, sem taldi 32 blaðsíður, einstaka ráðherr­ um, ráðgjafanefnd um afnám hafta og stýrinefnd um losun hafta. Auk þessi hafi full­ trúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fengið kynningu á efninu. Greining Seðlabankans var byggð á trúnaðargögnum um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu íslenska þjóðarbúsins. Í beiðni lögmanna kröfuhafa er farið fram á að fá aðgang að glærukynningu vinnu­ hóps Seðlabankans – í heild eða að hluta til. Staðfesti úrskurðarnefndin ákvörðun Seðlabankans um að hafna beiðni kröfuhafa þar sem meðal annars sé um að ræða upplýsingar sem eru undanþegnar upplýsingarétti og á grundvelli lagaákvæða um þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans. Úrskurðarnefndin komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu hinn 21. janúar sl. að hafna bæri beiðni lögmanna kröfuhafa um að fá aðgang að tillögum sex manna ráð­ gjafahóps, sem var skipaður af stjórnvöldum í lok nóvember 2013, um aðferðir við losun fjármagnshafta sem var kynnt ráðherranefnd um efnahagsmál á fundi í ráðherrabústaðnum í byrjun apríl í fyrra. Tekur nefndin undir með forsætisráðuneytinu að um sé að ræða upplýsingar um mögulegar aðgerðir, sem „kynnu að verða þýð­ ingarlausar, eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, yrðu þær á almannavitorði.“ Í glærukynningu ráðgjafahópsins sé þannig „fjallað um mismunandi ráðstafanir, sem íslenska ríkið kann að grípa til vegna þeirrar stöðu sem uppi er [vegna áforma um losun hafta], og afstöðu höfunda til þeirra.“ Eignir slitabúa föllnu bankanna Lands- framleiðsla Íslands 1.970 milljarðar 2.107 milljarðar Íslenskar 358 milljarðar Erlendar 603 milljarðar Íslenskar 210 milljarðar Erlendar 533 milljarðar Erlendar 362 milljarðar Íslenskar 41 milljarður Gam li La nds ban kinn „Menn reyna ýmis- legt til að komast yfir upplýsingar um þessi mál. – Sigmundur Davíð Óttar Pálsson Lögmaður LOGOS og helsti ráðgjafi kröfuhafa á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.