Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Kynlíf án smokks n Strákar fíla ekki smokka n Stelpur fíla ekki klamidíu H æ Ragga Ég svaf hjá strák um daginn og komst að því hálfum mánuði síðar að hann hafði smitað mig af klamidíu. Ég veit að smitið kom frá honum því ég var nýlega búin að fara í tékk og svaf ekki hjá fleirum á þessu tímabili. Þegar við sváfum saman vildi ég nota smokk en hann ekki. Hann náði að sannfæra mig um að slá af kröfunum en annað kom líka til – með öðrum orðum náði dóm­ greindarleysi yfirhöndinni hjá mér bæði vegna áfengis og greddu. Þegar ég hringdi í hann til að láta vita var ég frekar fúl og sagði „þarna sérðu, við hefðum átt að nota smokk og vonandi læturðu þetta þér að kenningu verða“, eða eitthvað álíka. Hann fór auðvitað í vörn og sagði að smokkar væru svo óþægilegir að það væri ekki þess virði að nota þá. Ég varð svo reið, eiginlega kjaftstopp, og nennti ekki að ræða þetta við hann. Ég hef hins vegar rætt þetta heilmikið við vinkonur mínar og komist að því að mjög margar þeirra hafa lent í svipuðum aðstæðum – að strák­ ar hafi ekki viljað nota smokk með þeim. Við höfum allar lent í miklu nöldri og væli af hálfu karlmanna yfir smokkanotkun – þeir segja að smokkar séu óþægilegir, dýrir, skapi vesen og eru með alls konar afsakanir. Okkur stelpunum finnst líka talsvert óréttlæti í því að við skulum bera kostnað af hormóna­ getnaðarvörnum og svo geri þeir örfáu sem sættast á að nota smokk líka ráð fyrir að við kaupum þá. Viltu vera svo væn að fjalla um þetta og gefa okkur góð ráð til að berjast gegn þessu og standa á okk­ ar rétti. Bestu kveðjur, Nína Hæ Nína. Þetta væl yfir óþægindum og fjárút­ látum er auðvitað BARA VÆL. Það stenst einfaldlega ekki að smokk­ ar séu svo rosalega óþægileg­ ir að þeir komi í veg fyrir að karl­ menn njóti kynlífs. Ef riðið er með smokk og hann dettur af, virðast þeir að minnsta kosti ekki taka eft­ ir neinu, svo munurinn getur vart verið mikill. Þeir mættu líka hug­ leiða að það getur verið frekar óþægilegt að smitast af klamidíu og enn óþægilegra af klamidían leið­ ir til ófrjósemi – en það getur gerst ef konur smitast af klamidíu en eru einkennalausar og ómeðhöndlaðar. Misjafn smekkur Mér finnst stóra málið hér snú­ ast um drengi og karla sem þrýsta á konur að gera eitthvað sem þær eru ósáttar við. Það gild­ ir einu hvort rætt er um smokk­ lausar samfarir, endaþarmsmök, bindingar, vélindakynlíf eða ann­ að sem kann að falla að smekk einhvers en ekki allra. Kynlíf er að stórum hluta línudans tveggja, og ef vel á að fara þurfa báðir aðilar að leggja sig fram til að jafnvægi náist. Smokklausar samfarir hafa samt þá sérstöðu að geta haft talsverð­ ar afleiðingar bæði fyrir heilsu og framtíð þeirra sem þær kjósa – af­ leiðingarnar geta verið allt frá auð­ veldlega meðhöndluðu bakteríu­ smiti, upp í 18 ára skyldu gagnvart afkvæmi. Í öllum kynferðislegum samskiptum þurfum við að hlusta á þarfir og mörk mótaðilans og á sama tíma tjá okkur um það sem lýtur að okkur sjálfum. Það gildir um notkun getnaðarvarna. Samförum fórnað Ef þú og vinkonur þínar eruð ákveðnar í að hafa ekki smokklaus­ ar samfarir er um að gera að standa fast í fæturna. Strákarnir sem þið sofið hjá verða svo bara að meta fyrir sig hvort notkun smokka sé of sársaukafullur og mikill fórn­ arkostnaður fyrir að fá að stinga typpinu inn í ykkur. Öðrum konum gæti þótt mikilvægara að fá inn í sig typpi, og þess vegna valið að hafa smokklausar samfarir, sé annað ekki í boði. Mig grunar þó að fæst­ ir kynferðislega virkir karlmenn mundu fórna samförum á altari smokkleysis ef notkun smokks væri eina leiðin inn í píku. Gangi þér og vinkonunum vel, Ragga n „Við höfum allar lent í miklu nöldri og væli af hálfu karl­ manna yfir smokka­ notkun – þeir segja að smokkar séu óþægilegir, dýrir, skapi vesen og eru með alls konar afsakanir. Eitt stykki Einn smokkur kostar á bilinu 100–130 krónur. Er það of mikið fyrir drátt? Kynlífsorða- bankinn Skeggblindur einhyrningur sem kann að meta loðtaco Einhyrningur ­ tvíkynhneigð kona sem tekur þátt í kynlífi með pari en krefst ekki annarrar skuldbindingar. Oft er talað um að þær séu jafn vandfundnar á jörðinni og einhyrningar. Skeggblinda ­ þegar skegg­ sækni einstaklings er á það háu stigi að annað í fari hans, svo sem persónuleiki, hættir að skipta máli. Bjullur ­ brjóst á karlmanni. Hjá sumum karlmönnum safnast fita undir geirvörtur á bringunni svo úr verða brjóst. Fræðiheitið er „gynecomastia“. Stundum er orsökin truflun á hormónastarf­ semi en í öðrum tilfellum er fitu­ dreifingu líkamans um að kenna. Rimma ­ sögnin að rimma vís­ ar til þess þegar tunga er notuð í þeim tilgangi að örva enda­ þarmsop. Tvípoka ­ þegar tveir smokk­ ar eru settir á lim fyrir samfarir. Þess ber að geta að framkvæmd­ in er ekki talin fela í sér aukna vörn gegn þungun eða smiti sjúk­ dóma. Loðtaco ­ píka. Tveir barmar, safaríkt innihald – og hár! Kvensmokkur ­ sérstakur smokkur úr pólýúretan­plast­ efni sem notaður er til að klæða leggöng fyrir samfarir. Á báðum endum er stinnur hringur sem heldur smokknum á sínum stað. Þ essi stelling er ekki fyrir hvaða konu sem er. Ef viss liðleiki er ekki til staðar er raunveruleg hætta á sinar­ drætti eða jafnvel tognun sem gæti tekið margar vikur að jafna sig á. Fyrir konur sem stunda jóga eða fimleika eða voru sjúklega dug­ legar í djassballett á sínum yngri árum er stellingin hins vegar ljóm­ andi skemmtilegur kostur. Með því að vera ofan á með fæturna í sund­ ur og lítið eitt fram, hvílir nánast öll þyngdin á mjöðmum og limur­ inn ætti því að ná allnokkurri dýpt í leggöngunum. Konan getur svo notað handleggina til stuðnings og til að taka við hluta þungans. Meðan á þessu stendur liggur karl­ inn, svo að segja bjargarlaus und­ ir farginu og nýtur þéttra samfara. Stellingin veitir konunni þannig ljómandi góða stjórn á aðstæðum og möguleika á að stýra örvuninni með flutningi á þyngdarpunktin­ um. Ef liðleikinn er ekki sem bestur má benda á þann möguleika að skipta milli gleiðu, glöðu konunn­ ar og kúrekastúlkunnar, en í þeirri síðarnefndu er konan ofan á en með hnén bogin og hvílir þannig þungann á bognum fótleggjunum. Kynlífspressan mælir ekki endilega með þessari stellingu fyrir alla. n Gleiða, glaða konan Stelling vikunnar „Meðan á þessu stendur liggur karl­ inn, svo að segja bjargar­ laus undir farginu og nýt­ ur þéttra samfara. Kynlífsgúrú á leið til landsins Íslenskir kynlífsnördar gleðjast þessa dagana yfir fregnum um að sjálf Betty Dodson sé á leiðinni til landsins. Dagana 1.–4. október næstkomandi verður 37. ráðstefna Norrænu kynfræðisamtakanna, NACS (The Nordic Association of Clinical Sexology) haldin í Reykjavík en það er Kynís, Kynfræðafé­ lag Íslands, sem sér um skipulagið. Betty er að­ alfyrirlesari á ráðstefnunni en hún kemur til landsins með sam­ starfskonu sinni Carlin Ross. Betty er þekkt fyrir skrif sín, list og fræðimennsku á sviði kynfræða síðustu áratugina og hefur unnið mikið brautryðjendastarf bæði á heimavelli í Bandaríkjunum og á heimsvísu. Betty og Carlin lýsa sér sem kynlífsjákvæðum femínistum ­ þær halda úti vefsíðunni www. dodsonandross.com en þar má nálgast ýmiss konar fræðslu, myndbönd og upplýsingar um störf þeirra. Allir geta skráð sig á ráðstefnu NACS ­ meira um það og annað í starfi Kynís á síðu félagsins á Face­ book. Litríkir úr latex Allir ættu að geta fundið sinn uppáhaldslit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.