Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 37
Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Fólk Viðtal 37 ég tekinn af fréttavöktum og látinn vinna í útvarpinu og á netinu. Þetta stigmagnaðist. Þegar ég var settur á vefinn þá var ég meira að segja færð­ ur úr íþróttadeildinni og látinn sitja annars staðar. Samt sem áður tilheyrði ég deildinni og átti að vinna með þeim.“ Adolf segir þó að þetta fyrir­ komulag hafi ekki gengið upp og eftir nokkra mánuði var hann aftur færður. Þá var hins vegar búið að úthluta skrif­ borðinu hans sem hann hafði setið við í fjölda ára. „Ég var borðlaus og hafði enga starfsstöð og þannig gekk það í nokkra mánuði. Eftir 20 ára starf þarna var ég hoppandi á milli borða eftir því hvar var laust hverju sinni. Þetta var mjög niðurlægjandi.“ Þá lenti Adolf í því að ekki var stað­ ið við samkomulag um laun, en hann átti að fá greidd sömu laun þrátt fyrir að vinnufyrirkomulagi hans hefði verið breytt. „Kristín og mannauðs­ stjórinn hreinlega lugu í því máli. Þær sögðu að aldrei hefði verið samið um neitt. Sem betur fer hafði ég hins vegar vitni að þessu samkomulagi og þegar mér var sagt upp þá var þetta gert upp.“ En Adolf hafði þá í heilt ár reynt að fá samkomulagið efnt og Fé­ lag fréttamanna var komið með putt­ ana í málið. Kveið fyrir því að mæta Þrátt fyrir að hafa upplifað niður­ lægjandi framkomu á vinnustað í langan tíma, vill hann ekki meina að hann hafi verið feginn að losna. Hann viðurkennir þó að gleðin í starfinu hafi að miklu leyti verið horfin. „Ég hafði vissulega hugsað að þetta gæti ekki haldið svona áfram og að eitthvað yrði að gerast, fyrr en seinna. En þegar maður er orðinn þetta gamall og bú­ inn að vera lengi í einhverju þá þarf svolítið til að maður ákveði að breyta til. En satt að segja þá var ég aðeins farinn að líta í kringum mig. Þetta var starf sem ég hafði mjög gaman af. Ég var formaður Samtaka íþróttafrétta­ manna í sjö ár, ég er eini Íslendingur­ inn sem hefur verið kosinn í stjórn Al­ þjóðasamtaka íþróttafréttamanna og hef unnið talsvert fyrir þau. En auð­ vitað var þetta orðið óþolandi ástand fyrir mig. Ég var kominn í þá stöðu að mér leið ekki vel í vinnunni og hrein­ lega kveið fyrir því að mæta. Gamanið var því svolítið farið úr þessu og upp­ sögnin var eflaust miklu minna sjokk fyrir mig en marga aðra.“ Skömm fyrirtækisins Adolf segir það eiginlega hafa verið óþægilegast við þetta allt saman þegar utanaðkomandi aðilar voru að spyrja út í það af hverju hann væri hættur á skjánum, þar sem hann hafði átt fastan sess í fjölda ára. Það var erfitt fyrir hann að segjast hafa verið færður til eða útskýra stöðuna. „Ég var í raun kominn í mjög erf­ iða aðstöðu þarna inni á íþrótta­ deildinni vegna persónulegrar óvild­ ar yfirmanns í minn garð. Það er vitað mál og margir hafa tjáð sig um það innan Ríkisútvarpsins að það var ekki nógu vel staðið að svona málum,“ segir Adolf og bendir á að fleiri hafi talið sig orðið fyrir einelti án þess að tekið hafi verið á því. „Stóri vandinn í þessu máli er sá að þegar ég leitaði til Óðins Jóns­ sonar, þáverandi fréttastjóra, og kvart­ aði undan einelti, þá vísaði hann því til mannauðsstjóra sem klúðraði því algjörlega. Það var aldrei tekið eðlilega á málinu. Það er auðvitað bara skömm fyrirtækisins að hafa staðið svona að þessu og fleiri svona málum.“ Adolf segist hafa átt í góðum sam­ skiptum við þrjá forvera Kristínar yfir íþróttadeildinni og aldrei hafi neitt bent til þess að hann væri erfiður í samstarfi. „Ég held ég þyki ekki mjög erfiður í umgengni. Þetta var bara einstakt tilfelli. Við pössuðum bara ekki saman og því miður var hún í að­ stöðu til að misnota það.“ Eftir að ný stjórn tók við á RÚV í byrjun síðasta árs gerði Adolf til­ raunir til að fá úrlausn sinna mála hjá stofnuninni, án þess að þurfa að fara dómstólaleiðina, en það gekk ekki sem skyldi. „Þar var þetta kallað samstarfsörðugleikar. En það orð nær ekkert yfir það þegar yfirmað­ ur misnotar vald sitt til þess að níð­ ast á undirmönnum. Það hefur ekk­ ert með samstarfsörðugleika að gera. Yfirstjórnin hafði ekki manndóm í sér að taka á því,“ segir hann hrein­ skilinn. Sviptur biðlaunarétti Þótt Adolf hafi horfið á braut af RÚV þá hefur hann ekki sagt sitt síðasta í samskiptum við stofnunina. „Það eru tvö dómsmál í gangi gegn Ríkis­ útvarpinu. Annars vegar vegna kröfu um biðlaunarétt, sem BHM ætlar að sækja sem prófmál, en hitt málið er svokallað eineltismál,“ útskýrir Adolf. Samkvæmt lögum BHM á starfsmað­ ur sem hefur verið samfellt í þjón­ ustu ríkisins frá því fyrir júní 1996, rétt á biðlaunum í 12 mánuði ef staða hans er lögð niður. Þetta ákvæði ætti að eiga við í tilfelli Adolfs, en RÚV ber fyrir sig að með OHF­væðingunni 2007 hafi það fallið úr gildi. „Þeir vilja meina að ég eigi ekki rétt á meiru en þriggja mánaða uppsagnarfresti, eft­ ir allan þennan tíma. Samt sem áður hafa ýmsir fengið greidd biðlaun eft­ ir 2007. Í einni niðurskurðarhrinunni, árið 2010, þá var starfsfólki sem átti rétt á biðlaunum boðið upp á það að hætta gegn því að fá biðlaunin. Það var meira að segja einn starfsmaður sem þáði biðlaunin en kom svo bara aftur og starfar á RÚV í dag. Svo veit ég til þess að gerðir voru starfslokasamn­ ingar við einstaklinga sem sagt var upp á sama tíma og mér.“ Fólki virð­ ist því hafa verið mismunað varðandi uppsagnarfrest. Adolf segir bæði dómsmálin hafa verið í biðstöðu í svolítinn tíma, en hann vildi bíða eftir svari frá BHM varðandi hvort þeir vildu reka málið áður en hann héldi áfram. Svarið kom í janúar og þá fóru hlutirnir að gerast. Eineltismálið mun hann reka sjálfur, en það verður væntanlega samhang­ andi við biðlaunamálið. „BHM vill meina að þrátt fyrir að rekstrarforminu hafi verið breytt þá geti þeir ekki tekið samningsbundinn rétt af starfsfólki. Hvorki ég né aðrir skrifuðum upp á nýjan ráðningar­ samning við þessa formbreytingu.“ Þannig í raun er þetta einungis spurn­ ing um túlkun á lagatexta. Eineltismál­ ið er hins vegar töluvert flóknara en biðlaunamálið og jafnvel getur komið til vitnaleiðsla. Látinn skrifa undir betrunarskjal Dómafordæmi eru til í sambærilegum eineltismálum, en árið 2009 var ríkið dæmt til að greiða starfsmanni Veður stofunnar bætur vegna eineltis á vinnustað sem ekki var brugðist við, þrátt fyrir kvartanir. Adolf telur þetta nokkuð líkt því sem gerðist á RÚV. „Það var alþekkt og altalað, bæði innan fyrirtækisins og utan, að mannauðsstjórinn kóaði með yfir­ mönnum. Þegar ekki er brugðist við kvörtunum er þetta orðið sök fyrir­ tækisins. Ég kunni ekkert á svona mál. Mannauðsstjórinn hóaði í mig og Kristínu á fund. Mér var ekki boð­ ið upp á að vera með trúnaðarmann hjá mér og gerði mér ekki grein fyr­ ir því að ég ætti rétt á því. Ég sat þarna einn á móti þeim tveimur og þetta snerist upp í það að gagnrýna mín störf. Þetta endaði með því að þær tvær, sem hvorug hafði nokkurn tíma skrifað frétt, gagnrýndu frétta­ mat mitt, hvernig ég vann fréttir og vinnubrögð almennt. Fyrir utan framkomu mína við starfsmenn, sem þeim þótti ekki góð. Ég var meira að segja látinn skrifa upp á yf­ irlýsingu um að ég ætlaði að bæta mig, bæði vinnubrögð og framkomu, annars yrði mér sagt upp. Ég sá ekki aðra leið til að halda vinnunni en að skrifa undir, eins og asni, auðvitað átti ég að fara með þetta í stéttarfé­ lagið. Þetta var afgreiðsla fyrirtækis­ ins á þessari kvörtun og varð til þess að Kristínu fannst hún hafa leyfi til að halda þessari framkomu áfram. Þannig að ekki skánaði ástandið. Ég hef meira að segja vitni að því að hún hreytti í mig, skömmu áður en mér var sagt upp; „þú ferð ekki aftur í sjónvarp“.“ Á ekki von á frávísunum Adolf er feginn að sjá loksins fyrir endann á málinu. Hann vill klára samskipti sín við RÚV. „Ég er orðinn leiður á því að bíða og vil að gengið sé frá þessu, en auðvitað tekur þetta ein­ hvern tíma í réttarkerfinu. Ég er sein­ þreyttur til vandræða en þegar ég bít eitthvað í mig þá get ég verið þrjóskur. Ég ætla ekki að láta RÚV komast upp með þetta, það er alveg á tæru.“ Hann á ekki von á öðru en þegar málin fari loksins fyrir dómstóla þá renni þau nokkuð fumlaust í gegn­ um réttarkerfið. „Sem betur fer eru þetta ekki stórmál og ég á ekki von á mörgum frávísunarkröfum, eða að lögfræðingar segi sig frá mál­ inu til að tefja. Ég vona allavega að Ríkisútvarpið fari ekki að grípa til slíkra örþrifaráða,“ segir hann glott­ andi og vísar þar til sögu Al­Thani málsins fyrir dómstólum sem dróst á langinn vegna ýmissa uppátækja lögmanna. „Ég er búinn að sýna mikla biðlund og gaf nýrri stjórn RÚV nokkra mánuði til að reyna að ná einhverri sátt. Þeir töluðu enda­ laust um að þeir vildu það en svo kom í ljós þegar á reyndi að það til­ boð var út í hött. Það átti að bjóða mér að koma inn í lausamennsku að vinna einhverja þætti, eftir að hafa verið þarna í 22 ár,“ segir Adolf og hlær kaldhæðnislega að framkom­ unni í sinn garð. „En það kom nátt­ úrlega ekki til greina af minni hálfu.“ Konan hans Adolfs, hún Systa, stingur allt í einu nefinu inn í stofuna. Hún hafði skotist aðeins frá og var að koma aftur heim. Systa er hálf hissa yfir því að blaðamaður sitji enn þá í stofunni og hefur orð á því að það hljóti að koma út aukablað um eigin­ manninn með helgarblaðinu. Hún tekur það samt fram hlæjandi að hún sé ekki að vísa blaðamanni á dyr, síður en svo. Hún veit að maðurinn hennar getur talað mikið og segist einmitt elska það við hann, að hann hafi alltaf eitthvað skemmtilegt að segja. Stoltur af kvennaboltanum Eftir uppsögnina á RÚV var Adolf í nokkra mánuði í lausamennsku, eða þangað til síðasta sumar þegar hann fór að leggja drög að Radio Iceland. „Það er ótrúlega margt sem hefur þurft að gera. Ég hef kannski farið lengri leiðina í mörgu en maður þarf að læra hluti. Ég hef hvorki stofn­ að né stjórnað fyrirtæki áður þannig ég rak mig á veggi og hindranir hér og þar. Maður áttar sig heldur ekki á í hvaða röð er best að gera hluti, sækja um alls konar leyfi, láta setja upp dreifikerfi og búa til svokallaða viðskipta áætlun til að reyna að sann­ færa bankann. Það er mjög margt nýtt sem ég hef þurft að takast á við. Það er náttúrlega algjör geggjun að vera að fara út í fjölmiðlarekstur, en þetta er það sem maður hefur unnið við lengi, hefur gaman af og þykist kunna eitthvað í,“ segir Adolf. Aðspurður segist hann þó vissu­ lega sakna þess að vera í öllum æs­ ingnum í íþróttafréttamennskunni. En hann fær smá útrás í lausa­ mennsku hjá Sport TV, sem hefur sýnt frá körfubolta og fyrstu deild karla og kvenna í knattspyrnu. „Mér finnst mjög gaman að fjalla um kvennaleikina og styðja við bakið á þeim. Fyrrverandi yfirmaður minn, Samúel Örn Erlingsson, var braut­ ryðjandi í því að fjalla um kvenna­ boltann. Ég ætla nú engan veginn að þakka okkur á Ríkisútvarpinu frá­ bæran árangur kvennalandsliðsins í fótbolta, en ég held að við höfum hjálpað þeim mjög mikið. Það var ákvörðun Samma á sínum tíma að við myndum fjalla um kvennabolt­ ann á sama grundvelli og karlabolt­ ann. Þær fengu meiri athygli en áður og á sama tíma var það hvatning fyr­ ir ungar stelpur að fara í fótbolta. Við stóðum mjög vel að þessu og öðrum kvennaíþróttum,“ segir Adolf sem er mjög stoltur af starfi sínu á RÚV. „Ég vil meina að þetta sé hlutverk Ríkis­ útvarpsins,“ bætir hann við. Allt varð vitlaust Í kjölfarið rifjar Adolf upp frétt sem hann sagði af mismunun karla­ og kvennaliða í Landsbankadeildinni, sem hristi aðeins upp í fólki. „Það kom í ljós að liðin tvö sem myndu falla úr úrvalsdeild karla áttu að fá hærra verðlaunafé heldur en Íslands­ meistarar í kvennadeildinni. Ég gerði frétt um þetta og það varð allt vitlaust. Það endaði með því að nokkrum dög­ um síðar steig Björgólfur Guðmunds­ son fram og tilkynnti að þetta yrði leiðrétt, að konurnar myndu fá sömu upphæð og karlarnir. Við getum haft áhrif,“ segir hann. Adolf notar oft söguna af þessari frétt þegar hann er að kenna á nám­ skeiðum fyrir unga íþróttafréttamenn hjá Alþjóðasamtökum íþróttafrétta­ manna. Um er að ræða fólk á milli tvítugs og þrítugs sem kemur úr ólík­ um menningarheimum. „Í heima­ löndum margra þeirra eiga kvennaí­ þróttir mjög erfitt uppdráttar. Þú þarft ekki að fara lengra en til Grikklands. En það skapast oft skemmtilegar umræður um það hvort við höfum ákveðnu hlutverki að gegna eða hvort við eigum bara að hugsa um mark­ aðinn og gefa fólkinu það sem það vill. Þegar ég var að segja krökkunum þessa sögu á sínum tíma þá sagðist ég búa í landi þar sem forsætisráðherr­ ann væri sjötug lesbía og svona mis­ munun væri bara ekki í boði,“ segir hann og hlær. „Mér þykir vænt um húsið mitt“ Adolf var einmitt með hóp af ungum íþróttafréttamönnum á HM í hand­ bolta sem haldið var í Katar í byrj­ un ársins og lenti í smá ævintýrum sem rötuðu í fréttir heima á Íslandi. Hann lenti í því að öryggisvörður að nafni Abdulla gerði fjölmiðlapassann hans upptækan eftir orðaskak þeirra á milli. Adolf nafnbirti öryggisvörðinn á Facebook og vandaði honum ekki kveðjurnar. Hann hlær þegar blaðamað­ ur fiskar eftir hvað nákvæmlega hafi orðið til þess að Abdulla varð svo reiður að hann tók passann. „Við vor­ um líklega báðir svolítið „grumpy“ og lentum í smá orðaskaki,“ segir Adolf. „Svo er þetta þannig með Katarana að ef þú móðgar einhvern þá er ekk­ ert hægt að bakka með það eða ráða fram úr því. En þetta skipti ekki miklu máli, ég var hvort eð er á leiðinni heim. Ég þurfti að koma þessari út­ varpsstöð á laggirnar. Þetta var leiðinda uppákoma engu að síður.“ Adolf tekur bakföll af hlátri þegar blaðamaður gengur enn frekar á eftir því hvað hann sagði við Abdulla. „Þetta var rifrildi sem gekk á í smá­ stund,“ segir Adolf en það er ómögu­ legt að draga frekari upplýsingar upp úr honum. Áður en blaðamaður kveður óskar hann Adolf góðs geng­ is með útvarpsstöðina. Hann þakkar fyrir og segist vona að þetta fari allt saman vel. „Mér þykir vænt um húsið mitt,“ segir hann og strýkur létt yfir vegginn áður en hann kveður með handabandi og lokar útidyrunum. n Stoltur útvarpsstjóri Adolf Ingi leggur allt undir við stofnun nýrrar útvarpsstöðvar. „Ég var kominn í þá stöðu að mér leið ekki vel í vinnunni og hreinlega kveið fyrir því að mæta Vill úrlausn mála Adolf Ingi segist ekki ætla að láta RÚV komast upp með framkomuna í sinn garð. MyndirSigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.