Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 52
Helgarblað 20.–23. febrúar 201552 Menning
Skáldatími
Gerðar kriStnýjar
n kennir nemendum í fimmta bekk ritlist n Barnabók væntanleg
Þ
að er hluti af skyldu grunn-
skóla að kenna börnum að
tjá sig skipulega í rituðu máli
og námskeiðið mitt, sem ég
hef kallað Skáldatíma, þjálf-
ar krakka í því,“ segir Gerður Kristný
sem þessar vikurnar kennir fimmtu
bekkingum í Lágafellsskóla ritlist og
hélt fyrir áramót sams konar nám-
skeið fyrir fimmtu bekkinga í Varm-
árskóla. Námskeiðið kenndi Gerður
fyrst í Melaskóla fyrir þremur árum:
„Þá bað skólabókasafnsfræðingur-
inn í Melaskóla mig um að koma
og kenna fimmtubekkingum rit-
list. Fyrirmyndin kemur frá Dan-
mörku en þar var rithöfundur ráð-
inn við skóla nokkurn veturlangt til
að kenna nemendum skrif. Sá höf-
undur virtist hafa fengið heila skóla-
stofu til umráða þar sem sköpuð var
ævintýraveröld með myndum úr
barnabókum og komið fyrir teppum
og púðum svo vel færi um nemend-
ur þegar sögur voru sagðar. Hægt og
rólega voru börnin síðan leidd inn í
eigin sagnagerð.
Ég fékk ekki alveg sömu aðstöðu
og Daninn en það gerði ekki mik-
ið til. Ég var í Melaskóla í nokkrar
vikur og bjó til námsefni fyrir nem-
endur sem ég styðst að miklu leyti
enn við. Ég byrja á að segja börnun-
um sögur og ræði þær við þau. Síðan
yrkja þau ljóð eftir ákveðinni aðferð
sem ég kynntist eitt sinn hjá kolleg-
um mínum í London og virkar á börn
jafnt sem fullorðna. Krakkarnir fræð-
ast líka um hvernig rithöfundar hafa
fengið hugmyndir að verkum sínum
og hvernig hægt er að fá innblástur af
að velta fyrir sér forvitnilegum mál-
verkum. Smám saman fara krakk-
arnir síðan að skrifa sjálfir og hafa þá
ævintýraspjöld og söguteninga sér til
aðstoðar ef þau þurfa.“
Næsti Nóbelsverðlaunahafi úr
Mosfellsbæ?
Gerður Kristný segir Mosfellsbæ
mikinn menningarbæ, enda geti
hann státað af heilum Nóbelsverð-
launahafa. „Menningarmálanefndin
fól mér að bjóða fimmtu bekkingum
í Varmárskóla og Lágafellsskóla upp
á Skáldatíma nú í vetur. Það hefur
verið feikigaman og mér sýnist stutt
í að næsti Nóbelsverðlaunahafi komi
fram í Mosfellssveitinni.“
Að mati Gerðar Kristnýjar er það
sjaldnast mikill vandi að fá 10 ára
nemendur til að skrifa sögur. „Þau
hafa mikið hugmyndaflug en auk
þess að fá þau til að skrifa æfi ég þau í
að lesa upp sögurnar sínar. Það besta
við einmitt þennan aldur er hve já-
kvæðir krakkarnir eru í garð bekkjar-
félaga sinna. Þau njóta þess að hlusta
á sögur hinna. Það er mikils virði fyr-
ir höfunda sem eru að stíga sín fyrstu
skref að fá að lesa upp í slíkum hópi.
Allir virðast krakkarnir líka lesa bæk-
ur og hafa skoðanir á þeim.“
Hvernig gengur að virkja alla
nemendur í þessu verkefni, áhuginn
hjá þeim hlýtur að vera mismikill?
„Ég hef kynnst krökkum sem
hafa aldrei skrifað heila setningu
áður vegna þess að það hefur verið
of erfitt fyrir þá en þegar allir hinir
í bekknum eru byrjaðir að lesa upp
skáldskap eftir sig leggja þeir það
á sig. Innan um eru síðan krakk-
ar með áberandi mikla skáldskap-
arhæfileika sem virðast geta rutt upp
úr sér ævintýrunum.“
Sögupersónur í lífshættu
Eru einhver efni sem eru nemendum
hugleiknari en önnur?
„Margir snúa skemmtilega út úr
hefðbundnum ævintýrum á meðan
aðrir eru raunsærri og senda sögu-
persónurnar á fótboltaæfingu og
síðan í Bónus. Á einn bekkinn rann
síðan hálfgert morðæði. Krakkarnir
voru eflaust að reyna að yfirtrompa
hver annan og ef þeir vilja leggja
sögupersónurnar sínar í lífshættu er
það alveg guðvelkomið. Hverju nám-
skeiði lýkur með upplestrarstund og
þá er jafnvel foreldrunum boðið.“
Gerði Kristnýju finnst ritlistar-
kennslan skemmtileg. „Það er gam-
an að koma inn í bekki og finna
hvað stemningin er mismunandi og
hvernig hún breytist þegar líða tek-
ur á námskeiðið. Krakkarnir þurfa að
venjast mér og ég að venjast þeim.
Það er lærdómsríkt að heyra hvað
þau eru að hugsa og hvað þau eru
að lesa. Síðan er kennslan líka til-
breyting frá því að sitja heima og
skrifa sjálf. Ég hef líka boðið upp á
ritlistarnámskeið fyrir börn á sumr-
in á bókasöfnum bæði í Reykjavík
og á Akranesi og það hefur ekki síð-
ur verið áhugavert. Þá eiga nemend-
ur til að mæta með fullbúin verk að
heiman.“
Og talandi um skriftir, hverju
mega lesendur Gerðar Kristnýjar
búast við frá henni? „Ég er á loka-
metrunum með barnabók með
hrollvekjuívafi,“ segir hún og bæt-
ir við að líklegt sé að hún komi út
næsta haust. n
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Margir snúa
skemmtilega út
úr hefðbundnum ævin-
týrum á meðan aðrir eru
raunsærri og senda sögu-
persónurnar á fótbolta-
æfingu og síðan í Bónus.
Á einn bekkinn rann síðan
hálfgert morðæði.
Gerður Kristný „Það er
hluti af skyldu grunnskóla
að kenna börnum að tjá sig
skipulega í rituðu máli og
námskeiðið mitt, sem ég hef
kallað Skáldatíma, þjálfar
krakka í því.“ MyNd SiGtryGGur Ari
metsölulisti
eymundsson
11.–17. febrúar 2015
Allar bækur
1 AfturganganJo Nesbø
2 Dansað við björninnRoslund & Thunberg
3 Hreint mataræðiDr. Alejandro Junger
4 Öræfi - kiljaÓfeigur Sigurðsson
5 Heimsmetabók Skúla skelfis
Francesca Simon
6 Óvættaför 18Adam Blade
7 Hafnfirðinga-brandarinn
Bryndís Björgvinsdóttir
8 Þekkir þú Línu langsokk ?
Astrid Lindgren
9 Krúttlegt hekl fyrir litlar tásur
Vita Apala
10 NáðarstundHannah Kent
Íslenskar kiljur
1 AfturganganJo Nesbø
2 Dansað við björninnRoslund & Thunberg
3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson
4 AlexPierre Lemaitre
5 Fimmtíu gráir skuggar E. L. James
6 LjónatemjarinnCamilla Läckberg
7 Bonita AvenuePeter Buwalda
8 UndurR.J.Palacio
9 Fimmtíu dekkri skuggar E. L. James
10 Fimmtíu skuggar frelsis E. L. James
Jón Kalman og Þorsteinn tilnefndir
Tilkynnt um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
S
káldsagan Fiskarnir hafa
enga fætur eftir Jón Kalman
Stefánsson og ljóðabókin
Skessukatlar eftir Þorstein
frá Hamri eru tilnefndar til Bók-
menntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs í ár.
Frá Danmörku eru tilnefndar
ljóðabókin Avuncular eftir Piu
Juul og skáldsagan Hvis det er
eftir Helle Helle og frá samíska
tungumálasvæðinu ljóðabókin
amas amas amasmuvvat eftir
Niillas Holmberg. Frá Finnlandi
koma skáldsögurnar Transparente
Blanche eftir Peter Sandström og
Terminaali eftir Hannu Raittila
og frá Færeyjum skáldsögurnar
Hinumegin er mars eftir Sólrúnu
Michelsen og HOMO sapienne
eftir Niviaq Korneliussen. Framlag
Noregs er skáldsagan Bare et
menneske eftir Kristine Næss og
skáldsagan Trilogien: Andvake.
Olavs draumar eftir Jon Fosse
og frá Svíþjóð kemur skáldsagan
Den andra kvinnan eftir Therese
Bohman og ljóðabókin Och natten
viskade Annabel Lee eftir Bruno
K. Öijer. Og frá Álandseyjum er
tilnefnd skáldsagan Minkriket eftir
Karin Erlandsson.
Dómnefnd Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs útnefnir
verðlaunahafann og tilkynnt verð-
ur um úrslit við hátíðlega athöfn í
Reykjavík hinn 27. október. Í verð-
laun eru 350 þúsund danskar
krónur. n
Jón Kalman og Þorsteinn frá Hamri Bækur þeirra eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs og af því tilefni var þeim afhentur blómvöndur í Gunnarshúsi. MyNd SiGtryGGur Ari