Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 47
Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Sport 47
Sömdu
til lengri tíma en
hurfu svo á braut
Luis Suarez
Félög: Liverpool og Barcelona
Nýr samningur: Desember 2013
Seldur: Sumarið 2014
n Daginn áður en Luis Suarez skoraði tvö
mörk í 3-1 sigri Liverpool gegn Cardiff í
desember 2013 skrifaði Úrúgvæinn undir
nýjan langtímasamning við félagið. „Ég
er ánægður með að náð samningum við
Liverpool og nú er framtíð mín hjá félaginu
tryggð til lengri tíma,“ sagði Suarez meðal
annars í yfirlýsingu um félagaskiptin. Innan
við átta mánuðum síðar var búið að selja
Suarez til Barcelona. Því hefur verið haldið
fram að forsvarsmenn Liverpool hafi lofað
Suarez að fá að fara annað þótt hann
framlengdi samning sinn.
Cesc Fabregas
Félög: Arsenal og Barcelona
Nýr samningur: Október 2006
Seldur: 2011
n Cesc Fabregas skrifaði undir stóran átta
ára samning við Arsenal árið 2006 sem átti
að halda honum hjá félaginu til 2014. Þetta
gerðist fimm mánuðum eftir tap Arsenal
gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar-
innar. „Ég vildi endurgjalda Arsene Wenger
traustið. Það sem er mikilvægt núna er að
liðið átti sig á eigin gæðum og fari að vinna
titla,“ sagði Fabregas. Engir titlar unnust og
var Fabregas seldur til Barcelona sumarið
2012.
Cristiano Ronaldo
Félög: Manchester United og Real Madrid
Nýr samningur: Apríl 2007
Seldur: Sumarið 2009
n Það var skrifað í skýin að Cristiano Ron-
aldo myndi einn góðan veðurdag færa sig
um set til Real Madrid. Í apríl 2007 skrifaði
Ronaldo undir nýjan fimm ára samning við
United. „Ég er ánægður. Ég talaði við Sir
Alex og David Gill og allir vissu að hér vildi ég
vera áfram.“ Tímabilið á eftir skoraði hann
42 mörk í öllum keppnum með United en
þá vann United Meistaradeild Evrópu. Ekki
minnkaði áhugi Real Madrid og fór svo að
sumarið 2009 var hann seldur fyrir metfé
til spænsku risanna, tveimur árum eftir
undirritun samningsins við United.
Wilfried Bony
Félög: Swansesa og Manchester City
Nýr samningur: Nóvember 2014
Seldur: Janúar 2015
n Stuðningsmenn Swansea voru
hæstánægðir þegar Wilfried Bony skrifaði
undir nýjan fjögurra ára samning í nóvember
síðastliðnum. Gleðin var skammvinn enda
var Bony seldur tveimur mánuðum síðar
til Manchester City. „Bony er á sömu línu
og við hin hjá félaginu og vill halda áfram í
rétta átt,“ sagði stjóri Swansea, Garry Monk,
eftir undirritun. Þetta voru innantóm orð og
greiddi City tæpa fimm milljarða fyrir fram-
herjann. Sumir halda því fram að samningur-
inn við Swansea hafi verið til málamynda.
Alltaf hafi staðið til að selja hann annað.
Gareth Bale
Félög: Tottenham og Real Madrid
Nýr samningur: Júní 2012
Seldur: Sumarið 2013
n Rétt eins og með Cristiano Ronaldo lá
það lengi í loftinu að Gareth Bale, besti leik-
maður ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið
2012/13, myndi fara til Real Madrid. Í júní
2012 skrifaði hann undir nýjan fjögurra ára
samning við Tottenham sem átti að halda
honum hjá félaginu til 2016. „Ég vil reyna
að koma félaginu aftur í Meistaradeildina
– þar sem það á heima,“ sagði Bale eftir
undirritunina. Ekki gekk það eftir og var Bale
seldur til Real Madrid sumarið 2013 fyrir
metfé.
Angel Di Maria
Félög: Real Madrid og Manchester United
Nýr samningur: Ágúst 2012
Seldur: Sumarið 2014
n Hlutirnir eru fljótir að breytast hjá Real
Madrid. Argentínumaðurinn Angel Di Maria
skrifaði undir sex ára samning við félagið
sumarið 2012 eftir góða frammistöðu hjá
spænska risanum. „Þessi samningur gerir
mér kleift að vera hér um ókomin ár og
halda áfram að vaxa,“ sagði Di Maria um
samninginn. Innan við tveimur árum síðar
var þó búið að selja hann til Manchester
United og varð hann um leið dýrasti leik-
maður ensku knattspyrnunnar.
Wayne Rooney
Félög: Everton og Manchester United
Nýr samningur: Janúar 2003
Seldur: Sumarið 2004
n „Draumur minn er að rætast. Ég vildi aldrei
fara til annars félags,“ sagði Wayne Rooney
í janúar 2003, eða skömmu eftir að hann
skrifaði undir nýjan þriggja og hálfs árs samn-
ing við Everton. Fjölmörg félög sátu þó um
þennan efnilega leikmann og var Manchester
United eitt þeirra. Rúmu ári eftir að Rooney
lét þessi orð falla var hann kominn í nýtt lið.
Manchester United keypti kappann og greiddi
27 milljónir punda fyrir. Þetta reyndust kjara-
kaup hjá United enda hefur Rooney verið einn
af máttarstólpum félagsins síðan þá.
Thierry Henry
Félög: Arsenal og Barcelona
Nýr samningur: Maí 2006
Seldur: Sumarið 2009
n „Ég hef aldrei spilað á Spáni og mun aldrei
gera það. Þetta er síðasti samningurinn
minn,“ sagði Thierry Henry í maí 2006, eða
skömmu eftir tap Arsenal gegn Barcelona í
úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Henry hafði
þá skrifað undir fjögurra ára samning við
Arsenal. Rúmu ári síðar var Henry þó kominn
til Spánar, nánar tiltekið Barcelona. Henry
vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona
vorið 2009 áður en hann hélt til Bandaríkj-
anna árði 2010. Hann lagði skóna á hilluna
í fyrra.
Diego Costa
Félög: Atletico Madrid og Chelsea
Nýr samningur: Ágúst 2013
Seldur: Sumarið 2014
n Liverpool hafði mikinn áhuga á að fá
Diego Costa í sínar raðir sumarið 2013 en 22
milljóna punda tilboði var hafnað. Þess í
stað skrifaði Costa undir þriggja ára fram-
lengingu á samningi sínum við Atletico sem
átti að halda honum hjá félaginu til 2018.
„Ég er mjög ánægður með þennan samning
eftir að hafa gert allt til að vinna stuðnings-
mennina á mitt band,“ sagði Costa. Innan
við ári síðar var hann seldur til Chelsea eftir
að hafa slegið rækilega í gegn hjá Atletico.
Adam Lallana
Félög: Southampton og Liverpool
Nýr samningur: Apríl 2013
Seldur: Sumarið 2014
n „Ég hef verið hér frá tólf ára aldri og – í
fullri hreinskilni – sé ég mig ekki spila fyrir
annað félag,“ sagði Adam Lallana í apríl
2013, eða eftir að hafa skrifað undir fimm
ára samning við Southampton. Eftir góða
frammistöðu tímabilið á eftir var ljóst að
erfitt yrði fyrir Southampton að halda
leikmanninum. Svo fór að sumarið 2014 kom
gott tilboð frá Liverpool sem Southampton
samþykkti. Adam Lallana var farinn til
Liverpool þrátt fyrir fyrirheit um annað
rúmu ári áður.
E
ftir að hafa verið orðaður við nánast öll stórlið Evrópu
skrifaði Marco Reus, einn af eftirsóttari leikmönn-
um Evrópuboltans, undir nýjan langtímasamning við
Borussia Dortmund á dögunum. Margir töldu að þar
með myndi stöðugur orðrómur um yfirvofandi brott-
hvarf hans frá félaginu taka enda. Mýmörg dæmi eru þó til um
leikmenn sem skrifa undir nýja samninga við félagslið sín en
hverfa svo á braut nokkrum mánuðum síðar. Vefritið Bleacher
Report tók saman tíu slík. einar@dv.is
13 leikja lífróður
Tims Sherwood
„Ég hef aldrei
spilað á Spáni
og mun aldrei gera það