Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 51
Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Menning 51
Tveggja
borga raf
Raftónlistarhátíðin Berlin x
Reykjavík Festival fer fram í borg-
unum tveimur á næstu vikum: í
Reykjavík frá 26. til 28. febrúar og
á tónleikastaðnum Neu Heimat
í Berlín frá 5. til 7. mars. Það eru
Exteme Chill Festival og Berlin
XJAZZ sem standa fyrir hátiðinni.
Sami miðinn gildir og nokr-
ir sömu listamenn munu koma
fram í báðum borgunum. Reykja-
víkurhluti hátíðarinnar fer fram
á KEX hostel og Húrra en meðal
listamanna sem koma fram eru
Emilíana Torrini ásamt Ensemble
X frá Berlín, Claudio Puntin, Skúli
Sverrisson, Jazzanova, Christi-
an Prommer, Studnitzky Trio &
Strings, Epic Rain, Qeaux Qeaux
Joans og fleiri.
Ein skærasta stjarna Svíþjóðar
n Sverrir Guðnason leikur aðalhlutverkið í Flugparken sem var frumsýnd á Stockfish festival n Hlaut kvikmyndaverðlaun Svíþjóðar annað árið í röð
Á
lfareiðin, sýning Lárus-
ar H. List, verður opnuð í
vestursal Listasafnsins á
Akureyri á laugardag, 21.
febrúar klukkan 15. Lárus hefur
haldið yfir 20 einkasýningar og
tekið þátt í fjölmörgum samsýn-
ingum á Íslandi og erlendis. Lár-
us vinnur aðallega með olíu og
akríl á striga en líka önnur form
eins og ljósmyndir, ritlist, víd-
eólist og hljóðlist. Hann hefur
einnig samið klassískar tónsmíð-
ar og gefið út skáldsögur. Eins og
nafnið gefur til kynna eru sam-
skipti manna við álfa og huldu-
fólk í brennidepli á sýningunni
sem er hluti af röð 8 vikulangra
sýninga sem hófst 10. janúar og
mun standa til 8. mars. n
kristjan@dv.is
Álfareið á Akureyri
Lárus H. List sýnir í Listasafni Akureyrar
Starf Jónasar
Hallgrímssonar
í ritlist
Sigurður Pálsson, rithöfund-
ur og þýðandi, verður fyrstur til
að gegna starfi kenndu við Jónas
Hallgrímsson við hugvísinda-
svið Háskóla Íslands. Starfið er
ætlað rithöfundum sem taka að
sér að vinna með nemum í ritlist
eitt eða tvö misseri í senn. Sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá hug-
vísindasviði er tilgangurinn með
stöðunni að heiðra minningu
Jónasar Hallgrímssonar og að efla
ritlistarnám við Háskóla Íslands.
Ritlist hefur verið kennd við
Háskóla Íslands frá 1987 en varð
fyrst að fullgildri aðalgrein árið
2008. Ritlist er nú boðin sem
meistaranám og sem aukagrein
í grunnnámi. Sigurður hefur um
árabil komið að kennslu í rit-
list við Háskóla Íslands, einkum
ljóðagerð.
bjölluna fyrir frammistöðuna heldur
einnig verðlaun sem besti leikarinn
á kvikmyndahátíðinni í Thessaloniki
í Grikklandi fyrir leik sinn.
„Ég hitti leikstjórann, Jens Öst-
berg, yfir kaffibolla en í staðinn fyr-
ir að láta mig fá handrit og segja mér
að fara heim og lesa, sat hann og
sagði mér alla myndina eins og sögu,
senu fyrir senu og setningu fyrir setn-
ingu. Þegar hann hafði sagt mér alla
söguna var ég búinn að drekka mitt
kaffi en hann hafði ekki fengið sér
sopa af sínu og drakk það bara kalt.
Þetta gerði það að verkum að við vor-
um alveg á sömu línu með hvern-
ig við vildum gera þetta, ég vissi hver
sýn hans var á myndina. Við ræddum
líka um þær myndir sem okkur fannst
góðar, það var til dæmis Gerry, sem
hann fílar mjög vel. Ég fann bara ein-
hvern veginn að við vorum á sömu
línu.“
Taxi Driver, eftir Martin Scorcese,
er önnur mynd sem kemur upp í
hugann, en þar er það sálrænt óstöð-
ugi leigubílstjórinn og fyrrverandi
hermaðurinn Travis Bickle sem of-
býður spilling og úrkynjun samfé-
lagsins og ákveður að grípa til of-
beldis. „Það er líklega ein þeirra
mynda sem hefur haft áhrif á Jens.
En kannski ekki beint hjá mér, þetta
var meira skrifað inn í handritinu. En
margt í myndinni unnum við saman
og byggðum karakterinn upp í sam-
einingu. Það gerðist að stórum hluta
eftir að tökur hófust.“
Leikstjórinn Jens Östberg hóf fer-
ilinn sem ballettdansari og danshöf-
undur. Hann vann aðalverðlaunin
á einum helstu danshöfundaverð-
launum heims, Rencontres choré-
graphiques internationales de Seine-
Saint-Denis, aðeins 23 ára gamall.
Sverrir segir þetta hafa nokkur áhrif
á það hvernig hann nálgast leik-
stjórnina. „Ekki þannig að við séum
að dansa einhver spor, en það hef-
ur auðvitað áhrif að hann kemur úr
dansheiminum og líka að áður en
hann varð dansari þá var hann raun-
ar í fótbolta og var kominn langt með
það að verða atvinnumaður. Þú þarft
að vera sérstök týpa til að meika það.
Maður finnur það þegar hann er að
vinna í handritinu og myndinni, þá
hefur hann rosalega orku til að halda
áfram. Hann er algjör hestur og það
hlýtur að vera þetta hugarfar sem
kemur úr þessum tveimur heimum
sem hefur áhrif.“
ABBA og mamma Svarthöfða
Sverrir er þriggja barna faðir, af-
kvæmin eru tíu, átta og tveggja ára.
Hann segir það ganga vel að sam-
tvinna ferilinn og fjölskyldulífið.
„Þegar ég er í leikhúsinu er þetta
eiginlega erfiðara. Þá er maður svo
rosalega lengi að vinna á daginn og
kvöldin. Það er eiginlega þess vegna
sem ég hef valið að vera meira í kvik-
myndum. Þá ert þú „intensíft“ í tök-
um í nokkrar vikur og alveg brjálað
að gera en svo er maður í fríi á milli.
En fólk heldur náttúrlega að ég sé
rosalega mikið að vinna af því að það
komu út þrjár myndir á síðasta ári,“
segir Sverrir.
Og það eru enn fleiri verkefni í
pípunum hjá Sverri. „Á mánudag var
frumsýning á Cirkeln, mynd byggðri
á sænskri unglingafantasíubók eft-
ir Mats Strandberg. Hún er fram-
leidd af Benny Anderson sem var í
ABBA. Ég er svo byrjaður á næstu
mynd sem byggð er á bókinni Alvar-
legi leikurinn, Den allvarsamma
leken, en það er Pernilla August –
sem lék mömmu Anakin Skywalker,
Svarthöfða – sem leikstýrir.“ n
Einhyrningar og loftfimleikar
Sló í gegn á Gullbjöllunni
Sverrir hlaut viðurkenningu sem besti karlleikarinn í aðalhlutverki á sænsku
kvikmyndaverðlaunahátíðinni, Gullbjöllunni, í janúar. Það sem vakti þó ekki minni
hrifningu gesta á verðlaunaafhendingunni var þátttaka hans í óvæntu atriði ásamt kynni
verðlaunanna, sjónvarpskonunni og grínistanum Petru Mede. Petra spjallaði við Sverri í
beinni útsendingu þar sem hann sat úti í sal. Hann reyndist tregur til að svara spurningum
Petru um drauma sína en varpaði spurningunni til baka. Eftir að hún hafði upplýst um
ævintýralega drauma sína stóð Sverrir upp og hvatti hana til að láta þá rætast núna. Því
næst brast hann í söng og inn á sviðið töltu einhyrningar og strengjahljóðfæraleikarar og
Sverrir klifraði upp í rólu og sýndi óvænta hæfileika í loftfimleikum.
„Nú er þetta far-
ið að breytast
og miklu fleiri farnir
að vita hver ég er
LEIKURINN OKKAR
P OT T U R I N N S T E F N I R Í 6 5 M I L L J Ó N I R
L A U GA R DA G I N N 2 1 . F E B R Ú A R
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
7
4
8
2