Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17 Meirihlutinn gegn Geir Haarde fallinn B irkir Jón Jónsson, fyrrver- andi þingmaður og varafor- maður Framsóknarflokks- ins, hefur sett sig í samband við Geir H. Haarde og beðið hann afsökunar á sínum hlut í lands- dómsmálinu svokallaða. Birkir Jón er einn þeirra sem greiddu atkvæði með þingsályktunartillögu um að höfða sakamál fyrir landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, á sínum tíma. Fyrir hafði að minnsta kosti einn þingmaður, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, beðið Geir persónu- lega og opinberlega afsökunar vegna málsins. Afar mjótt var á munum þegar atkvæðagreiðsla vegna máls- ins fór fram en 33 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en þrjátíu voru á móti. Því má segja að með kúvendingu Birkis Jóns og Ögmund- ar sé meirihlutinn í málinu fallinn. Pólitísk aðför Eins og kunnugt er lyktaði málinu með þeim hætti að Geir var dæmdur sekur um einn ákærulið í málinu – hann hefði átt að halda fleiri ráð- herrafundi um mikilvæg stjórnar- málefni fyrstu mánuði ársins 2008 þegar bankahrun blasti við. Hann hefur nú kært málið til mann- réttindadómstóls Evrópu. Ekki náð- ist í Geir við vinnslu þessarar fréttar. Geir fór hins vegar hörðum orð- um um þá sem áttu þátt í að leiða hann fyrir landsdóm í sjónvarps- þættinum Eyjunni á Stöð 2 í lok síð- asta árs. „Þetta mál er náttúrlega ömur legt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem að því stóðu. Þetta var pólitísk aðför að mér,“ sagði hann meðal annars. Hann sagði málið frá upphafi til enda hafa verið skipulagt innan Vinstri grænna með stuðningi bæði innan úr Samfylk- ingunni og Framsóknarflokki, en málið vakti ekki síður athygli á sínum tíma fyrir þær sakir að fyrrnefndir stjórnmálaflokkar klofnuðu í afstöðu sinni til málsins. Þá sagðist Geir vita til þess að margir hefðu slæma sam- visku vegna þessa máls og að þeir hafi möguleika á að gera hreint fyrir sínum dyrum opinberlega. Afgreiðsla þingsins ekki rétt „Ég setti mig í samband við Geir nú fyrir nokkru þar sem við fórum yfir landsdómsmálið,“ segir Birkir Jón í samtali við DV. Hann segir samtalið hafa verið mjög gott en vill að öðru leyti ekki tjá sig efnislega um inni- hald þess. „Ég hef sagt það áður við fólk sem mér stendur nærri að það mál þróaðist með ákaflega dapurleg- um hætti og sjálfur þurfti ég að taka ákvörðun um hvort setja ætti fólk fyr- ir rétt. Mín niðurstaða er sú að það hafi verið rangt að Geir H. Haarde ætti að sitja einn á þeim bekk og þótti miður að horfa upp á hvern- ig menn greiddu atkvæði með mun mismunandi hætti í þeirri at- kvæðagreiðslu í þinginu. Enda var niðurstaða landsdóms á endanum sú að Geir var sýknaður í flestum aðalatriðum málsins.“ En kaus Birkir Jón þá samkvæmt eigin sannfæringu á sínum tíma eða lét hann und- an utanað- komandi þrýstingi? „Ég tók ákvörðun sjálfur út frá þeim upplýs- ingum sem ég hafði aðgang að á þeim tíma,“ svarar hann. „En þegar maður horfir yfir allt málið að nokkrum tíma liðn- um þá tel ég að afgreiðsla þingsins, eins og hún varð á endanum, hafi ekki verið rétt.“ Birkir Jón segist enn fremur vilja afnema lög um landsdóm. „Ég tel að það yrði þjóðþrifaverk ef það þing sem nú situr myndi afnema þessi lög og setja málin í einhvern annan farveg en þann sem þingmenn voru settir í á sínum tíma,“ segir hann að lokum. n n Birkir Jón bað Geir afsökunar n Vill að ríkisstjórnin afnemi lög um landsdóm„Það yrði þjóð- þrifaverk ef það þing sem nú situr myndi afnema þessi lög. Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Biðst afsök- unar Birkir Jón Jónsson, fyrrverandi vara- formaður Fram- sóknarflokksins, hefur beðið Geir H. Haarde afsök- unar á sínum hlut í landsdómsmálinu. Pólitísk aðför Geir H. Haarde ásamt verjendum sínum fyrir landsdómi. Hann segir málið hafa verið pólitíska aðför að sér.Færri afbrot til- kynnt lögreglu Segja má að árið 2015 hafi farið betur af stað en síðastliðin þrjú ár hvað fjölda afbrota varðar. Lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 590 tilkynningar um hegn- ingarlagabrot sem áttu sér stað í janúar 2015. Er það um 11 pró- sentum færri tilkynningar sam- anborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Þar kemur einnig fram að til- kynntum þjófnuðum hafi einnig fækkað, en tilkynnt var um 258 þjófnaði í janúar sem eru um 18 prósentum færri tilkynningar en janúarmeðaltal síðastliðinna þriggja ára. Að sama skapi bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu um níu prósentum færri til- kynningar um ofbeldisbrot í jan- úar 2015 miðað við sama tímabil síðastliðin þrjú ár. Einnig fækkar þeim sem grunaðir voru fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða annarra ávana- og fíkniefna. Vilja að gögnin verði keypt Um 75 prósent svarenda í nýrri könnun MMR vilja að skattrann- sóknarstjóri ríkisins kaupi gögn um meint skattaundanskot Ís- lendinga erlendis. Aðeins 9,3 pró- sent sögðust vera því andvíg. Sam- kvæmt niðurstöðunum er yngra fólk ólíklegra til að segjast fylgj- andi því að skattrannsóknarstjóri kaupi gögn um meint skattaund- anskot en þeir sem eldri eru. Þeir sem sögðust styðja ríkisstjórnina voru síður fylgjandi því að kaupa gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis en þeir sem ekki sögðust styðja ríkisstjórnina. Fjögur morð á sex árum „Það er ekki skrítið að maður staldri við,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur R eiknað er með að gæsluvarð- hald yfir konu á sextugsaldri sem er grunuð um að hafa stungið sambýlismann sinn til bana í Hafnarfirði fyrir viku síðan verði framlengt. Gæsluvarðahaldið rennur út á mánudaginn. Að sögn Kristjáns Inga Kristjáns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er rannsókn málsins á frumstigi og gat hann ekki svarað því hvers konar egg- vopni var beitt við verknaðinn. Samanlagt hafa fjögur morðmál komið upp í Hafnarfirði á síðustu sex árum, sem hlýtur að teljast mik- ið fyrir eitt og sama bæjarfélagið. Árið 2009 var Bragi Friðþjófsson myrtur í Dalshrauni, ári síðar var Hannes Þór Helgason stunginn til bana í Háabergi og árið 2012 var Þóra Eyjalín Gísla- dóttir sömuleiðis stungin til bana í Skúlaskeiði. „Það er ekki skrítið að maður staldri við. Fjögur manndráp á síðustu sex árum er eitthvað sem maður tek- ur eftir, án þess að vera með einhverj- ar stórar ályktanir út frá því á þessum stað,“ segir Helgi Gunnlaugsson, af- brotafræðingur og prófessor í félags- fræði við Háskóla Íslands. „Að öðru leyti er Hafnarfjörður frekar rólegur bær. Miðað við önnur ofbeldisbrot og félagsleg vandamál held ég að bærinn standi ekki út úr.“ Sú sem er grunuð um morðið er pólskur ríkisborgari, fædd árið 1959. Hinn látni var einnig pólskur ríkis- borgari, fæddur 1974. Hann fannst látinn að heimili þeirra með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi. „Þetta virðast vera einstaklingar á jaðrinum en ég hef ekki séð nein gögn um að þessi hópur sé fjölmennari í Hafnarfirði en annars staðar,“ segir Helgi. Það að tvö morð hafi verið framin í sömu götu í Hafnarfirði segir hann mjög sérstakt. „Íbúar í þessari sömu götu hljóta að spyrja sig hvort þetta lækki ekki fasteignaverðið en það á ekkert að þurfa að vera þannig. Þetta hefur bara atvikast svona,“ bætir Helgi við. n freyr@dv.is Helgi Gunnlaugsson Afbrotafræðingur- inn og prófessorinn staldrar við varðandi fjölda morða í Hafnarfirði undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.