Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 20.–23. febrúar 201510 Fréttir L eiðtogar íslensku ríkisstjórn­ arinnar, ásamt ráðgjöfum þeirra við vinnu að afnámi fjármagnshafta, hafa í vaxandi mæli haft áhyggjur af því að farsímar þeirra kunni að vera hlerað­ ir af erlendum kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna. Nánast útilokað hefur þó reynst að komast að því með fullri vissu hvort slíkar símhler­ anir eigi – eða hafi átt – sér stað. Samkvæmt öruggum heimildum DV hafa stjórnvöld af þessu tilefni séð ástæðu til að kalla til sérfræðinga frá rannsóknardeild lögreglunnar í því skyni að láta kanna hvort mögu­ lega sé fylgst með samskiptum þeirra í gegnum farsíma og tölvupóst. Út­ tekt sérfræðinga lögreglunnar, sem var framkvæmd undir lok síðasta árs, laut annars vegar að því skoða farsíma ráðgjafa stjórnvalda og hins vegar hvort búið væri að koma upp hlerunarbúnaði á tilteknum stöð­ um þar sem vinna við að móta fram­ kvæmd stefnu um losun fjármagns­ hafta hefur átt sér stað. Ekki fannst þó neinn hlerunar­ búnaður í þeirri úttekt. Stjórnvöld voru engu að síður upplýst um það af sérfræðingum lögreglunnar að mjög erfitt væri að fá úr því skorið hvort ein­ hverjir farsímar væru hleraðir. Tiltölu­ lega auðvelt væri að koma upp búnaði fyrir símhleranir án þess að nokkurn tíma væri hægt að komast að því. Takmarka farsímanotkun Ástæða þótti til að fá lögregluna til að framkvæma slíka rannsókn vegna margvíslegra vísbendinga um að ýmsar viðkvæmar upplýsingar í tengslum við vinnu að losun hafta virtust oftar en ekki vera jafnóðum á vitorði erlendra kröfuhafa og ráð­ gjafa þeirra. Mikilvægt hefur verið talið að allar upplýsingar um þær mögulegu ráðstafanir sem stjórnvöld munu grípa til samhliða losun hafta, sem er líklega stærsta og flóknasta hagsmunamál sem íslensk yfirvöld hafa staðið frammi fyrir í lýðveldis­ sögunni, yrðu ekki á almannavitorði. Að öðrum kosti kynnu þær aðgerðir ekki að skila þeim árangri sem stefnt væri að. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir aðspurður um öryggisráðstafanir stjórnvalda samhliða vinnu að losun hafta að það sé „auðvitað alltaf í gangi vinna við að tryggja öryggi gagna hjá ríkis­ stjórn og símtæki ráðherra eru þar ekki undanskilin. Eins og komið hefur fram áður hefur í nokkurn tíma verið í gildi sú regla að farsímar eru ekki leyfðir á ríkisstjórnarfundum og sama gildir um ýmsa aðra fundi ráð­ herra þar sem viðkvæmar eða mikil­ vægar upplýsingar eru til meðferðar.“ „Gerið ráð fyrir því“ Þrátt fyrir að ekki hafi fundist hler­ unarbúnaður á þeim stöðum sem leitað var á þá voru skilaboð sér­ fræðinga lögreglunnar, samkvæmt upplýsingum DV, til stjórnvalda og ráðgjafa þeirra hins vegar skýr: Gera ætti ráð fyrir því, með hliðsjón af þeim gríðarlegu hagsmunum sem erlendir kröfuhafar ættu undir á Íslandi, að símar þeirra einstaklinga sem kæmu að vinnu við losun fjármagnshafta gætu verið hleraðir. Skynsamlegt væri því að forðast öll samskipti í gegnum farsíma til að ræða málefni sem mik­ ill trúnaður þyrfti að ríkja um. Þá ætti að sama skapi að fylgja þeirri reglu að leiðtogar ríkisstjórnarinnar og ráðgjafar stjórnvalda í haftamálum slökkvi á farsímum sínum og taki þá ekki með á fundi þar sem ræða þarf trúnaðarmál í tengslum við vinnu að losun hafta. Slíkar ráðstafanir hafa sem fyrr segir verið í gildi á ríkisstjórnarfund­ um í meira en eitt ár en sagt var frá því í fjölmiðlum undir árslok 2013 að ráðherrar þyrftu nú að skilja farsíma sína eftir í lokuðu umslagi áður en fundir ríkisstjórnarinnar hefjast. Ótti við hleranir var á meðal ástæðna fyrir þessu breytta fyrirkomulagi en óprúttnir aðilar geta látið farsímann taka upp öll samskipti án þess að eig­ andi hans verði þess var eða afritað gögn sem eru á símanum. Fjármagn og miklir hagsmunir Sigmundur nefnir að það verði ekki of varlega farið í þessum málum. „ Slíkar njósnaaðferðir eru nær okkur en við höldum eins og nýlegar fréttir frá Noregi hafa sýnt. Afbrot af þessu tagi virðast því miður vera orðin tiltölu­ lega auðveld fyrir þá sem hafa fjár­ magn og mikilla hagsmuna að gæta.“ Ólafur Sigurvinsson, sérfræðingur í upplýsingatæknimálum, segir að það hafi í mörg ár verið fremur auð­ velt og ódýrt að komast yfir búnað í því skyni hlera farsímasamskipti. „Ef það eru miklir hagsmunir í húfi þá má að sjálfsögðu gera ráð fyrir því að fylgst sé með farsímanotkun. Því er skynsamlegast að forðast að ræða viðkvæm trúnaðarmál, sem mega ekki líta dagsins ljós, í farsíma – og hið sama gildir um tölvupóstsamskipti.“ Ólafur, sem hefur einnig tengst Wikileaks­samtökunum og sinnt tækniráðgjöf fyrir DV undanfarna mánuði, segir aftur á móti að það sé ekki hægur leikur að komast að því hvort verið sé að hlera síma fólks. „Á meðal þeirra atriða sem fylgjast ætti með ef grunur leikur á að símar séu hleraðir er til dæmis ending og hitn­ un á rafhlöðu, hvort síminn sé lengi að slökkva á sér og ef einkennileg hljóð eða truflanir eru í samskiptum.“ Fordæmalaust uppgjör Uppgjör á eignum íslensku slitabúa föllnu bankanna er í raun Óttast símhleranir erlendra kröfuhafa n Sérfræðingar lögreglunnar fengnir til að leita að hlerunarbúnaði n Fannst ekki en stjórnvöldum sagt að gera ráð fyrir hlerunum n Reyndu að þvinga fram trúnaðargögn Hörður Ægisson hordur@dv.is „Slíkar njósna­ aðferðir eru nær okkur en við höldum eins og nýlegar fréttir frá Noregi hafa sýnt. – Sigmundur Davíð Farsímanotkun takmörkuð Leiðtogar ríkisstjórnarinnar og ráð- gjafar þeirra hafa óttast að farsímar þeirra kunni að vera hleraðir vegna vinnu að losun hafta. MynD SiGTryGGur Ari rannsókn Leitað var að hlerunar- búnaði á stöðum þar sem ráðgjafar hafa unnið að losun hafta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.