Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 30
30 Umræða Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Fiskveiðilýðræði Umsjón: Henry Þór Baldursson É g frétti á dögunum að Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri og fjöl- fræðingur, ætlaði að halda fyrirlestur um rannsóknir sínar á Vínlandsferðum forfeðra okkar fyrir þúsund árum, en um þau mál skrifaði hann gagnmerka bók – Vínlandsgátuna – fyrir tæp- um tveimur áratugum. Ég lét vin minn, sem er eins og ég mikill áhugamaður um úthafssiglingar og þessi mál, vita af fundinum og hann ákvað að slást í för með mér. Ég lét þess þá getið að samkoman væri á vegum eldri borgara, en við sjálfir eigum auðvitað langt í þá kategoríu; ákváðum samt að láta slag standa. Ég var aðeins lengur að bæta því við að fundurinn væri haldinn af „Eldri Vinstri-Græn- um“ – en þótt þessi vinur minn sé íhald og raunar frjálshyggjumaður ákvað hann samt að slást í förina og sýnir það hversu eftirsóknar- vert er að fá að heyra hinn aldna höfðingja Pál Bergþórsson tala. Við komum í salinn í Stangarhyl, lækkuðum reyndar eitthvað með- alaldurinn. Fundurinn hófst á því að salurinn tók lagið, ég hvísl- aði að vini mínum að nú ætti að syngja Nallann og þá fann ég að fór um minn mann. En svo voru bara kyrjuð Frost á Fróni og Hafið bláa hafið, og það bætir auðvitað hvern mann. Það er merkilegt í sjálfu sér að heyra Pál tala, en hann varð níræð- ur í fyrra. En þarna stóð hann, reffi- legur, flottur í tauinu, skýrmæltur og skýr í hugsun. Hann hefur lengi rannsakað heimsóknir forfeðra vorra til meginlands Norður-Am- eríku fimm hundruð árum á und- an Kólumbusi, og fór síðast þangað vestur í fyrra til að skoða aðstæður. Eiríks-saga sem fjársjóðskort Frá Vínlandsferðum Leifs Eiríks- sonar, Þorfinns Karlsefnis og fleiri er mest sagt í Eiríks sögu rauða og líka Grænlendingasögu, og lengi efuðust menn um sannleiksgildi þeirra. Ljóst var auðvitað að það leið langur tími frá því ferðirnar voru farnar og þar til um þær var skrifað, og öllum ljóst að margt gat hafa skolast til. Á fyrri hluta síð- ustu aldar töldu margir að kannski væru frásagnir um þessar ferðir hreinn uppspuni, seinni tíma fólk hefði bara getið sér þess til að það tæki við enn eitt landið fyrir vest- an Grænland. Þannig urðu deilur um svonefnt „Vínlandskort“ harð- vítugar, því að sumir töldu að það gæti skorið úr um sannleiksgildi þessara ferðalaga. Það var svo fyrir 50 árum, 1963 eða svo, að norskur landkönnuður og ævintýramaður, Helge Ingstad, ákvað að leita uppi leifarnar af bækistöðvum Leifs heppna, og nota frásagnir Eiríks sögu sem nokkurs konar leiðarvísi, eða fjársjóðskort. Þetta þótti mörg- um „alvöru vísindamönnum“ al- gerlega fráleitt, enda töldu flestir að þótt einhver fótur kynni að hafa verið fyrir því að sæfarendur hefðu barið umrædda heimsálfu aug- um á árunum í kringum 1000 þá hlytu allar lýsingar á landsháttum að hafa skolast mjög til á þeim kyn- slóðum eða öldum sem liðu þar til menn á Íslandi skráðu frásagnirn- ar á skinn, einhvern tíma á 12. eða 13. öld. Áherslan á minnið En það merkilega gerðist að Helge Ingstad, í samvinnu við Kristján Eldjárn og fleira gott fólk, fann búðir Leifs, hin svokölluðu Leifshús sem er óyggjandi að finna á norðurodda Nýfundnalands, þar sem nú heitir L'Anse aux Meadows. Og það út frá lýsingum Eiríks sögu. Sem merkir auðvitað að þrátt fyrir efasemdir manna um að slíkt geti gerst þá hafði vitnisburður Vínlandsfaranna um staðhætti þar vestra varðveist næsta óbrenglaður frá kynslóð til kynslóðar í tvær aldir eða svo. Þetta þykir okkur undarlegt nú, og menn spyrja sig: hvað myndi nútímafólk vita um það sem gerð- ist fyrir svona tvö hundruð árum ef við hefðum ekki ritaðar heimild- ir? En þarna liggur auðvitað galdur- inn: í samfélagi án ritmáls er allt önnur áhersla lögð á minnið og því beitt á öðruvísi og kerfisbundnari hátt. Ungt fólk lærði um trúarbrögð sín, goðsagnir og bakgrunn af hin- um eldri, og sömuleiðis kvæði og svo lög og reglur samfélagsins. Og þannig hluti urðu menn að muna rétt. Heimildir og frásagnir herma að ungir, skýrir krakkar hafi bein- línis verið uppfræddir af vitrum öldungum; börnin látin læra kór- rétt atriði eins og lög samfélagsins, og frásagnir um til að mynda land- nám; það var ekki síður mikilvægt – það varð að vera ljóst hver átti hvaða landsvæði – það var nokkurs konar veðbók þjóðfélagsins. Og sama gilti auðvitað um uppgötvanir á öðr- um löndum. Mönnum vex kannski í augum hvernig fólk fór að því að læra svona margt, en reynslan sýnir að þeir sem hafa þjálfað minni sitt geta munað ótrúlegasta magn af upplýsingum; í skákklúbbum um allan heim eru menn sem kunna utan að leik fyrir leik mörg þúsund skákir, svo að hvergi skeikar. Og sama gildir um samfélög sem langt fram eftir öldum notuðust lítt við ritmál; hjá nágrönnum okkar í Fær- eyjum lifðu til skamms tíma menn og konur um allar byggðirnar sem kunnu óralöng sagnakvæði, og voru forsöngvarar í færeyska dansinum; sumir kunnu erindi sem skiptu tug- um þúsunda. Gott nýlegt dæmi um hvernig minnið víkur fyrir skráðum heimildum er að fyrir svona tveim- Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Vínlandsævintýri Einar Kárason og Páll Bergþórsson á fyrirlestri þess síðarnefnda „Hann hefur leitað uppi aðra staði vestanhafs sem hinar fornu sagnir greina frá, og fundið þá flesta.“ Mynd Vigdís PÁlsdóttir Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Málflutningur Tryggva Þórs Herbertssonar er á svo lágu plani að hann er vart svara verður – hann er svo sem ekki eini hægri maðurinn sem hefur misst út úr sér eitthvað einkennilegt nú undanfarið um ýmis mál,“ segir Hólmfríður Bjarnadóttir um ummæli Tryggva Þórs Herbertssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Evu Joly. Eva var í viðtali í Kastljósi og virtist það fara fyrir brjóstið á Tryggva. „Af hverju er Kastljós að ýta undir öfga­ skoðanir? Hvað næst, ISIS?“ „Ég sá stúlku í Línu Langsokk búning. Á hana voru málaðar freknur og hún var með rauða hárkollu. Fyrir hönd rauðhærðra freknu­ fésa þótti mér að mér vegið og augljóst að stúlkan var að ráðast að mér og mínum og gera að háði og spotti,“ segir ólafur snædal um mynd sem vakti talsverða athygli á öskudaginn. Hún var af starfsmanni Fríhafnarinnar í Leifsstöð sem brá sér í gervi Tiger Woods. Hafði starfsmaðurinn málað andlit sitt svart og vildu sumir, en þó langt því frá allir, meina að hann hefði gengið of langt. „Eitthvað er dómurinn skrýtinn og rangsnúinn, að skylda fórn­ arlambið að hafa samband við gerandann er ekkert annað en andlegar pyntingar fyrir fórnarlambið og dóm­ stóllinn sem gaf út þennan dóm ætti að fara í endur­ menntun í mannréttindum.“ Héðinn ó. skjaldarson um dóm sem féll í Bretlandi sem vakti talsverða athygli. Hún varðar Natalie Allman, 29 ára móður í Bretlandi, sem er skyldug samkvæmt dómi að hafa samband við barnsföður sinn sem pyntaði og reyndi að drepa hana fyrir framan tveggja ára syni þeirra fyrir þremur árum. „Það þyrfti að ljósrita Helga í Góu, það vantar fleiri einstaklinga eins og hann.“ Jórunn lísa Kjartansdóttir um Helga Vilhjálmsson, oft kenndan við sælgætisframleiðsluna Góu. Helgi vill að bæjaryfirvöld í Hafnar­ firði svari því hvort hann fái að byggja fjölbýlishús á Völlunum. Helgi hefur sagt að hann vilji byggja íbúðir fyrir ungt fólk og bent á að hækkun fasteignaverðs hafi leitt til þess að yngri starfsmenn hans eigi erfitt með að kaupa sína fyrstu eign. 11 16 8 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.