Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 45
Lífsstíll 45Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir utfyrirkassann@gmail.com Eignaðist 25 nýja vini n Margrét fór í sumarbúðir Mundo n Menningin framandi M argrét Andrésdóttir er ung ævintýrakona sem fór í sumarbúðir Mundo síðastliðið sumar. Mar- grét hafði lokið fyrsta ári í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem hún hafði m.a. stundað spænskunám og fengið nasaþefinn af tungumálinu. Sumarbúðirnar gáfu henni ómetanlega reynslu sem styrkti spænskukunnáttuna til muna auk þess sem hún kynntist spænskri menningu og eignaðist 25 nýja vini. Pabbi kom með hugmyndina „Mig langaði mjög mikið til þess að ferðast til útlanda yfir sumarið og gera eitthvað framandi og nýtt en ég vissi ekki alveg hverju ég var að leita að. Svo kynnti pabbi fyrir mér sum- arbúðirnar og mér leist strax vel á þetta. Mér fannst spænskunámið mjög spennandi en leiðtoganám- skeiðið ekki síður áhugavert. Svo pældi ég ekki meira í þessu heldur ákvað bara að slá til og ég sé sko ekki eftir því!“ Áður hafði Margrét ekki verið jafn lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum og fannst þetta mikið stökk en engu að síður rosalega spennandi. Mesta stressið fannst henni að vita ekkert út í hvað hún var að fara. Aðrar venjur „Við komum til Spánar á föstudags- kvöldi og hefðbundin dagskrá hófst ekki fyrr en á mánudegi. Helgin fór því í að kynnast fjölskyldunni, sem talaði bara spænsku, og nánasta um- hverfi. Ég bjó ásamt annarri íslenskri stelpu heima hjá spænskum tvíbur- um og fjölskyldu þeirra. Ég sá strax hvað menningin var ólík og áttaði mig fljótt á að þarna tíðkuðust aðrar venjur en ég á að venjast heima. Það var til að mynda mjög illa séð að fara úr skónum áður en við gengum inn í hús, við áttum bara að vera í skónum inni. Ég þurfti að hugsa miklu meira út í það hvernig ég hagaði mér og það fannst mér ótrúlega gaman.“ Mælir með sumarbúðunum Margrét segir að hún hafi ekki lent í neinum vandræðum eða óþægind- um í sumarbúðunum en að örlítið hafi bólað á heimþrá fyrsta kvöldið. Eftir það fannst henni bara frábært að vera partur af þessari menningu, kynnast svona mörgum krökkum og borða mikið af skrítnum mat. „Það sem eftir situr eftir þessar þrjár vikur á Spáni er ekki bara dýr- mæt tungumálakunnátta sem er augljós afleiðing heldur svo miklu meira til dæmis varðandi samskipti við annað fólk og hvernig þú nálg- ast framandi menningu. Ég mæli 100 prósent með þessum sumarbúðum og fannst þetta æðisleg og frábær upplifun sem ég bý að alla ævi.“ n Nýir vinir Margrét ásamt hluta þátttak- enda úr sumarbúðum Mundo í Zafra á Spáni sumarið 2014. Hvað eru sumar- búðir Mundo? Ferðaskrifstofan Mundo býður upp á þriggja vikna sumarbúðir fyrir unglinga á aldrinum 14–18 ára á Spáni. Markmið sumarbúðanna er margþætt en íslensku þátttakendurnir búa á spænskum heim- ilum og kynnast hefðbundnu spænsku fjölskyldulífi. Á morgnana eru íslensku unglingarnir í spænskunámi og leiðtoga- þjálfun á meðan spænskir vinir þeirra eru í enskunámi og leiðtogaþjálfun. Síðdegis eru íþróttir, dans, skapandi smiðjur og skoðunarferðir. Nálgast má frekari upp- lýsingar um sumarbúðirnar á mundo.is. Systur Margrét ásamt spænskri fóstursystur sinni. Öðruvísi barnaafmæli F jölmargir fá kvíðahnút í mag- ann við tilhugsunina um að halda skemmtilegt og fallegt barnaafmæli. Slíkir viðburð- ir geta kallað á rúmgott hús- næði, hressan skemmtanastjóra og konditor-lærðan bakara. Kostnað- urinn fer oft fram úr góðu hófi og það getur verið erfitt að skera niður gestalistann. Síðast en ekki síst geta kröfur afmælisbarnsins verið óraun- hæfar og spennustig á heimilinu eft- ir því! Margir leysa þennan vanda með því að leita í bíóhús, keilu eða hin ýmsu ævintýralönd. Slíkt er að sjálfsögðu af hinu góða en það get- ur verið mjög kostnaðarsamt og til- breytingarlaust til lengdar. Þess vegna eru hér nokkrar hugmynd- ir að því hvernig þú getur haldið persónuleg og eftirminnileg barna- afmæli án þess að tæma fjárhirsl- una: 1 Árbæjarsafn býður áhugasöm-um að halda barnaafmæli í leik- fangasýningu safnsins. Þar eru ýmis skemmtileg leikföng og uppstillingar sem börnin hafa ekki séð annars staðar. Þá er boðið upp á veitingar í takt við barnaafmæli fyrri ára. 2 Útiafmæli í góðri laut í Heið-mörk eða annars staðar nálægt borgarmörkunum geta verið æðisleg ef veðrið er ekki of stormasamt. Varðeldur, pylsur á pinna og heitt kakó. Það getur ekki klikkað. 3 Í Breiðholtslaug er lítil og skemmtileg innilaug þar sem hægt er að halda barnaafmæli. Þangað má taka með sér veitingar og skreytingar en gerð er krafa um ákveðið marga fullorðna með ákveðnum fjölda barna. 4 Hefur þú aðgang að hesthúsi? Ef svo er er ekki úr vegi að hengja upp nokkrar blöðrur, taka með sér eina skúffuköku og bjóða börnun- um að kemba hestum, moka skít og jafnvel skella sér á bak góðum barna- hesti. 5 Fimleikafélagið Björkin leigir út lítinn fimleikasal með púða- gryfju og trampólíni fyrir barnaaf- mæli. Þangað má koma með eigin veitingar og krakkarnir geta ærslast um í leik og skemmtun til heiðurs af- mælisbarninu. 6 Nauthólsvík er frábær útivistar-staður þar sem hægt er að leyfa krökkunum að vaða í vaðlauginni, leika í fjörunni og fara í leiki. Þang- að má taka með sér veitingar og oft er hægt að kveikja upp í útigrillinu til þess að grilla pylsur eða sykurpúða. Afmæli barna okkar geta svo sannarlega verið eftirminnileg án þess að við foreldrarnir verðum streitu að bráð. Ríkt ímyndunarafl og smá undirbúningur og málið er leyst! Nokkrar hugmyndir að skemmtilegum útfærslum á afmælum Góð hugmynd Sniðugt getur verið að nýta útivistarsvæðið í Nauthólsvík fyrir afmælisveislur. Njótum þess betur að vera veik! Það var 50 prósenta mæting á öskudaginn á leikskólanum hjá strákunum mínum. Ástæðan: hin ýmsu veikindi. Það er kalt, blautt og hvasst úti og já, flensur gera víða vart við sig á þessum tíma. Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart, en þetta er leiðinlegt. Virki- lega leiðinlegt! Hvað gerum við til þess að láta líkamleg veikindi ekki bitna á andlegri heilsu okkar? Gerum aðstæður okkar heima eins bærilegar og við mögulega getum. Kveikjum á kertum, förum í heitt bað og drekkum flóaða mjólk með hunangi. Höfum ofan af fyrir veikum börnum okkar. Eirðarleysi er ekki á veikindin bætandi og ef þau hafa orku í smá leik, teikna, leira eða lesa bók þá mun það gera daginn miklu skemmtilegri. Borðum hollan og orkumikinn mat. Ekki gleyma að borða stað- góðan morgunmat t.d. næringarríkt búst eða hafragraut með rúsínum og kanil. Sjóðum kjötsúpu eða hrís- grjónagraut með slátri og rjóma. Aðlögum veikindin að hvers- dagsleikanum. Okkur hættir flest- um til að gera okkur ómissandi eða höfum ekki pláss fyrir veikindi í tenglsum við vinnu og önnur ver- kefni. Við veljum okkur því miður ekki veikindadaga og verðum að hafa það á bak við eyrað þegar við skipuleggjum daginn. Safnaðu kröftum! Svefn er ótrú- lega dýrmætur andlegri sem lík- amlegri heilsu. Svefninn getur læknað ýmislegt og það sem virð- ist ómögulegt á kvöldin getur orðið þokkalega viðráðanlegt átta klukkustunda svefni síðar. Getur þú notað veikindatímann við verkefni sem þú hefur annars ekki gefið þér tíma í? Flokka mynd- ir í tölvunni þinni? Senda kveðju á gamla vini sem þú hefur ekki gefið þér tíma til að tala við lengi? Eða heyra í ömmu þinni sem þú ætl- aðir að hafa samband við í síðustu viku? Þessi ráð lækna engan en geta gert veikindi notalegri. Ég var ótrú- lega glöð þegar ég heyrði að leik- skólinn ætli að halda annan ösku- dag í næstu viku þegar fleiri börn eru orðin frísk. Tökum leikskól- ann til fyrirmyndar, tökum því sem að höndum ber og aðlögum lífið að því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.