Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 46
Helgarblað 20.–23. febrúar 201546 Sport A lgjör viðsnúningur þarf að verða hjá Aston Villa í síð- ustu 13 leikjum liðsins, ef það á ekki að falla úr úr- valsdeildinni í fyrsta sinn. Tim Sherwood, sem hefur hálfs árs reynslu sem knattspyrnustjóri í efstu deild, er maðurinn sem félag- ið treystir til þess að snúa við gengi félagsins, sem hefur leikið óslitið í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. En sagan vinnur ekki knattspyrnuleiki. Aston Villa er sem stendur í fallsæti og hefur raunar verið í harðri fallbaráttu þrjár undan- farnar leiktíðir. Félagið, sem er fjórða sigursælasta lið Englands frá upp- hafi, má muna sinn fífil fegurri. Eft- ir nokkuð óvænta en góða byrjun í haust, þar sem liðið fékk 10 stig í fyrstu fjórum umferðunum, hef- ur heldur betur hallað undan fæti. Í 25 deildarleikjum hefur liðið skorað 12 mörk. Ekkert lið í öllum deildar- keppnum Englands hefur skorað færri en 22 deildarmörk (Leicester er það lið) það sem af er tímabilinu. Í því ljósi verður að teljast ótrú- legt að Aston Villa skuli yfirhöfuð eiga möguleika á að forða sér frá falli. Færa má rök fyrir því að lið sem skor- ar 0,48 mörk að meðaltali í leik eigi ekkert gott skilið. 13 leikir til stefnu Um síðustu helgi var Tim Sherwood ráðinn nýr knattspyrnustjóri Aston Villa, þrátt fyrir að blekið á spánnýj- um samningi félagsins við Paul Lambert til ársins 2018 hafi vart verið þornað. Hvorki hefur gengið né rek- ið síðan Lambert stakk niður penna. Liðið hefur smám saman sogast nið- ur í fallbaráttuna. Sherwood hefur 13 leiki til að tryggja liðinu sæti í efstu deild næsta tímabil. Stjórn félagsins þótti Sherwood falla sem flís við rass hvað markmið Aston Villa áhrærði. Hann hefur svolitla reynslu úr úr- valsdeildinni (stýrði Tottenham í hálft tímabil þegar Andre Villas- Boas var rekinn), er vanur að vinna með ungum leikmönnum (hefur leitt unglingaakademíu Tottenham) og hafði bullandi áhuga á að taka við sem knattspyrnustjóri rótgróins knattspyrnufélags í efstu deild. Eiginleikinn að geta unnið með leikmönnum akademíu Aston Villa vó þungt. „Við erum ákveðn- ir í að byggja upp knattspyrnufélag- ið til langs tíma með ungum og upp- rennandi leikmönnum,“ var haft eftir stjórnarformanninum Tom Fox þegar tilkynnt var um ráðningu Sherwoods. „Við höfum bullandi trú á að Tim hafi þá færni sem þarf til að ná því besta út úr leikmannahópi félagsins og byggja upp liðið til frambúðar.“ Umdeildur knattspyrnustjóri Ráðning Tims Sherwood hefur vak- ið misjöfn viðbrögð. Segja má að ein- hugur hafi ríkt á meðal stuðnings- manna félagsins um að Lambert væri kominn á endastöð og að hann yrði að fara. Sherwood er hins vegar um- deildur. Honum er af andstæðingum sínum lýst sem hrokafullum eigin- hagsmunasegg, sem grafi skipulega undan þeim sem fylgja honum ekki að máli. Einn pistlahöfundur á Bret- landseyjum fullyrðir að Sherwood hafi á bak við tjöldin grafið undan Andre Villas-Boas á sínum tíma og lekið skaðlegum upplýsingum í fjöl- miðla. Dálkahöfundur ESPN, Kevin Hughes, bendir á að Sherwood hafi sem stjóri Tottenham á köflum ver- ið gagnrýndur harðlega fyrir skort á leikskipulagi og slæmar ákvarðan- ir þegar á reyndi. Hann bendir líka á að Sherwood vílaði ekki fyrir sér að deila við leikmenn og gagnrýna þá opinberlega. Hann sé því alls ekki allra. En eftir stendur að vinningshlut- fall Tottenham var 59 prósent, þegar hann stýrði liðinu frá desember 2013 til maí 2014. Það getur enginn tek- ið af honum. Hann stýrði unglinga- akademíu Tottenham og þótti gera það vel. Hjá Villa hefur Sherwood samning til 2018. Honum ætti því gefast ráðrúm til að hugsa til framtíð- ar – eitthvað sem hann hafði ekki hjá Tottenham. Hann tekur nú við félagi sem þarf sárlega á leiðsögn og for- ystu að halda. Aston Villa á útsölu Bandaríkjamaðurinn Randy Lerner á Aston Villa og hefur gert undanfar- in níu ár. Hann setti félagið á útsölu og vildi 200 milljónir punda. Ein- hverjar þreifingar voru í gangi í sum- ar, á milli hans og annarra Banda- ríkjamanna, en ekkert kom út úr þeim. Enginn kaupandi fannst en í haust spurðist út að hann væri til- búinn að láta félagið fara fyrir helm- ingi lægri upphæð, eða 100 milljón- ir punda. Lerner er talinn hafa lagt um það bil 250 milljónir punda í félagið, svo fyrir liggur að hann tapar illa á fjár- festingunni. Markmið hans hefur undanfarin misseri verið að reka klúbbinn á núlli, líklega með það að markmiði að gera félagið að fýsileg- um fjárfestingarkosti fyrir aðra. Fyr- ir áhangendur, þýðir það bara að fé- lagið verður áfram í meðalmennsku – í allra besta falli – enda að keppa við félög sem hafa bolmagn til að eyða fúlgum fjár í leikmenn ár eft- ir ár. Ekkert er að sinni í farvatninu sem getur bundið enda á áralanga eyðimerkurgöngu stuðningsmanna Aston Villa. Leikmannahópurinn hefur ekki burði til að berjast í efsta þriðjungi deildarinnar og á meðan Randy Lerner á liðið verður því varla breytt. Örlögin bíða Allt þetta veit Sherwood en spurn- ingin er hvað gerist í vor. Hvað gerist ef liðið fellur? Hvert verð- ur framhaldið ef félagið heldur sér í deildinni? Verður félagið þá selt í sumar? Ljóst er að stuðningsmenn hafa þungar áhyggjur. Leikmanna- hópurinn er þunnskipaður og óreyndur og við blasir að liðið hef- ur ekki náð sér á strik síðan Martin O-Neill var í brúnni og liðið barðist ár frá ári um að spila í Evrópukeppn- um. Síðan hefur heldur betur hallað undan fæti. Örlög félagsins að sinni ráðast í næstu 13 deildarleikjum. n 13 leikja lífróður Tims Sherwood n Þarf að vinna kraftaverk með eitt sigursælasta lið enska boltans n Reynslulítill stjóri Árangurinn í deildinni 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eins og sjá má hefur gengi Aston Villa í úrvalsdeildinni verið sveiflukennt. Fleiri ár en færri hefur liðið hafnað í sætum fjögur til átta en síðustu ár hefur mjög hallað undan færi. Ástæða þess að liðið féll ekki vorið 1995 er sú að þá voru 22 lið í deildinni. Lokastaða Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992 1 Aukið sjálfstraust Fimm tapleikir í röð í deildinni þýða að Villa er í fallsæti. Enginn leikmaður fer varhluta af þessu. Sherwood tekur við þokkalega skip- uðum leikmannahópi en sjálfstraustið er lítið sem ekkert. Hann hefur sterka nærveru og mikinn persónuleika. Hann þarf að nota þá eiginleika til að hjálpa liðinu að vinna leiki. 2 Frelsi til að skora mörk Ekkert félag í ensku deildunum hefur skorað jafn lítið og Villa. 12 mörk í 25 leikjum er hörmulegt fyrir hvaða lið sem er. Liðið virkaði á köflum sem bælt undir stjórn Lamberts. Menn þorðu ekki að sækja. Sherwood verður að gefa mönnum svigrúm til að spila sóknarleik og um leið kveikja vonarneista hjá lang- þreyttum stuðningsmönnum Villa. 3 Virkja Benteke Ef Sherwood tekst að blása lífi í Belgann Christian Benteke, verður lífið á Villa Park miklu léttara. Undir stjórn Lamberts var þessi nautsterki leikmaður kominn á bekkinn. Hann er langbesti sóknarmaður liðsins og hefur sýnt að hann getur skorað mörg mörk. Adebayor blómstraði undir stjórn Sherwoods. Hann þarf að ná því sama út úr Benteke. 4 Gefa Grealish tækifæri Stuðnings- menn Villa hafa lengi farið fram á að vængmanninum Jack Grealish verði gefið tækifæri. Grealish þykir eitthvert mesta efni sem fram hefur komið á Villa Park í áraraðir. Hann hefur enn ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni og raunar ekki verið í hópnum að undanförnu. Grealish gæti fengið lang- þráð tækifæri undir stjórn Sherwoods. 5 Sterkur aðstoðar-maður Þegar Roy Keane gekk út hjá Villa, eftir að hafa sagst eiga í erfiðleikum með að sinna hlutverki sínu hjá liðinu samhliða aðstoðarþjálfarastarfinu hjá írska landsliðinu, tók Lambert þá ákvörðun að ráða ekki mann í hans stað. Sherwood þarf góðan aðstoðar- mann, sem hefur spilað fyrir félagið. Varnarmaðurinn Ugo Ehiogu hefur verið nefndur til sögunnar. Þetta þarf hann að gera strax Að mati Kevins Hughes, dálkahöfundar ESPN Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Mikið undir Tim Sherwood hefur 13 leiki til stefnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.