Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Page 46
Helgarblað 20.–23. febrúar 201546 Sport A lgjör viðsnúningur þarf að verða hjá Aston Villa í síð- ustu 13 leikjum liðsins, ef það á ekki að falla úr úr- valsdeildinni í fyrsta sinn. Tim Sherwood, sem hefur hálfs árs reynslu sem knattspyrnustjóri í efstu deild, er maðurinn sem félag- ið treystir til þess að snúa við gengi félagsins, sem hefur leikið óslitið í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. En sagan vinnur ekki knattspyrnuleiki. Aston Villa er sem stendur í fallsæti og hefur raunar verið í harðri fallbaráttu þrjár undan- farnar leiktíðir. Félagið, sem er fjórða sigursælasta lið Englands frá upp- hafi, má muna sinn fífil fegurri. Eft- ir nokkuð óvænta en góða byrjun í haust, þar sem liðið fékk 10 stig í fyrstu fjórum umferðunum, hef- ur heldur betur hallað undan fæti. Í 25 deildarleikjum hefur liðið skorað 12 mörk. Ekkert lið í öllum deildar- keppnum Englands hefur skorað færri en 22 deildarmörk (Leicester er það lið) það sem af er tímabilinu. Í því ljósi verður að teljast ótrú- legt að Aston Villa skuli yfirhöfuð eiga möguleika á að forða sér frá falli. Færa má rök fyrir því að lið sem skor- ar 0,48 mörk að meðaltali í leik eigi ekkert gott skilið. 13 leikir til stefnu Um síðustu helgi var Tim Sherwood ráðinn nýr knattspyrnustjóri Aston Villa, þrátt fyrir að blekið á spánnýj- um samningi félagsins við Paul Lambert til ársins 2018 hafi vart verið þornað. Hvorki hefur gengið né rek- ið síðan Lambert stakk niður penna. Liðið hefur smám saman sogast nið- ur í fallbaráttuna. Sherwood hefur 13 leiki til að tryggja liðinu sæti í efstu deild næsta tímabil. Stjórn félagsins þótti Sherwood falla sem flís við rass hvað markmið Aston Villa áhrærði. Hann hefur svolitla reynslu úr úr- valsdeildinni (stýrði Tottenham í hálft tímabil þegar Andre Villas- Boas var rekinn), er vanur að vinna með ungum leikmönnum (hefur leitt unglingaakademíu Tottenham) og hafði bullandi áhuga á að taka við sem knattspyrnustjóri rótgróins knattspyrnufélags í efstu deild. Eiginleikinn að geta unnið með leikmönnum akademíu Aston Villa vó þungt. „Við erum ákveðn- ir í að byggja upp knattspyrnufélag- ið til langs tíma með ungum og upp- rennandi leikmönnum,“ var haft eftir stjórnarformanninum Tom Fox þegar tilkynnt var um ráðningu Sherwoods. „Við höfum bullandi trú á að Tim hafi þá færni sem þarf til að ná því besta út úr leikmannahópi félagsins og byggja upp liðið til frambúðar.“ Umdeildur knattspyrnustjóri Ráðning Tims Sherwood hefur vak- ið misjöfn viðbrögð. Segja má að ein- hugur hafi ríkt á meðal stuðnings- manna félagsins um að Lambert væri kominn á endastöð og að hann yrði að fara. Sherwood er hins vegar um- deildur. Honum er af andstæðingum sínum lýst sem hrokafullum eigin- hagsmunasegg, sem grafi skipulega undan þeim sem fylgja honum ekki að máli. Einn pistlahöfundur á Bret- landseyjum fullyrðir að Sherwood hafi á bak við tjöldin grafið undan Andre Villas-Boas á sínum tíma og lekið skaðlegum upplýsingum í fjöl- miðla. Dálkahöfundur ESPN, Kevin Hughes, bendir á að Sherwood hafi sem stjóri Tottenham á köflum ver- ið gagnrýndur harðlega fyrir skort á leikskipulagi og slæmar ákvarðan- ir þegar á reyndi. Hann bendir líka á að Sherwood vílaði ekki fyrir sér að deila við leikmenn og gagnrýna þá opinberlega. Hann sé því alls ekki allra. En eftir stendur að vinningshlut- fall Tottenham var 59 prósent, þegar hann stýrði liðinu frá desember 2013 til maí 2014. Það getur enginn tek- ið af honum. Hann stýrði unglinga- akademíu Tottenham og þótti gera það vel. Hjá Villa hefur Sherwood samning til 2018. Honum ætti því gefast ráðrúm til að hugsa til framtíð- ar – eitthvað sem hann hafði ekki hjá Tottenham. Hann tekur nú við félagi sem þarf sárlega á leiðsögn og for- ystu að halda. Aston Villa á útsölu Bandaríkjamaðurinn Randy Lerner á Aston Villa og hefur gert undanfar- in níu ár. Hann setti félagið á útsölu og vildi 200 milljónir punda. Ein- hverjar þreifingar voru í gangi í sum- ar, á milli hans og annarra Banda- ríkjamanna, en ekkert kom út úr þeim. Enginn kaupandi fannst en í haust spurðist út að hann væri til- búinn að láta félagið fara fyrir helm- ingi lægri upphæð, eða 100 milljón- ir punda. Lerner er talinn hafa lagt um það bil 250 milljónir punda í félagið, svo fyrir liggur að hann tapar illa á fjár- festingunni. Markmið hans hefur undanfarin misseri verið að reka klúbbinn á núlli, líklega með það að markmiði að gera félagið að fýsileg- um fjárfestingarkosti fyrir aðra. Fyr- ir áhangendur, þýðir það bara að fé- lagið verður áfram í meðalmennsku – í allra besta falli – enda að keppa við félög sem hafa bolmagn til að eyða fúlgum fjár í leikmenn ár eft- ir ár. Ekkert er að sinni í farvatninu sem getur bundið enda á áralanga eyðimerkurgöngu stuðningsmanna Aston Villa. Leikmannahópurinn hefur ekki burði til að berjast í efsta þriðjungi deildarinnar og á meðan Randy Lerner á liðið verður því varla breytt. Örlögin bíða Allt þetta veit Sherwood en spurn- ingin er hvað gerist í vor. Hvað gerist ef liðið fellur? Hvert verð- ur framhaldið ef félagið heldur sér í deildinni? Verður félagið þá selt í sumar? Ljóst er að stuðningsmenn hafa þungar áhyggjur. Leikmanna- hópurinn er þunnskipaður og óreyndur og við blasir að liðið hef- ur ekki náð sér á strik síðan Martin O-Neill var í brúnni og liðið barðist ár frá ári um að spila í Evrópukeppn- um. Síðan hefur heldur betur hallað undan fæti. Örlög félagsins að sinni ráðast í næstu 13 deildarleikjum. n 13 leikja lífróður Tims Sherwood n Þarf að vinna kraftaverk með eitt sigursælasta lið enska boltans n Reynslulítill stjóri Árangurinn í deildinni 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eins og sjá má hefur gengi Aston Villa í úrvalsdeildinni verið sveiflukennt. Fleiri ár en færri hefur liðið hafnað í sætum fjögur til átta en síðustu ár hefur mjög hallað undan færi. Ástæða þess að liðið féll ekki vorið 1995 er sú að þá voru 22 lið í deildinni. Lokastaða Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992 1 Aukið sjálfstraust Fimm tapleikir í röð í deildinni þýða að Villa er í fallsæti. Enginn leikmaður fer varhluta af þessu. Sherwood tekur við þokkalega skip- uðum leikmannahópi en sjálfstraustið er lítið sem ekkert. Hann hefur sterka nærveru og mikinn persónuleika. Hann þarf að nota þá eiginleika til að hjálpa liðinu að vinna leiki. 2 Frelsi til að skora mörk Ekkert félag í ensku deildunum hefur skorað jafn lítið og Villa. 12 mörk í 25 leikjum er hörmulegt fyrir hvaða lið sem er. Liðið virkaði á köflum sem bælt undir stjórn Lamberts. Menn þorðu ekki að sækja. Sherwood verður að gefa mönnum svigrúm til að spila sóknarleik og um leið kveikja vonarneista hjá lang- þreyttum stuðningsmönnum Villa. 3 Virkja Benteke Ef Sherwood tekst að blása lífi í Belgann Christian Benteke, verður lífið á Villa Park miklu léttara. Undir stjórn Lamberts var þessi nautsterki leikmaður kominn á bekkinn. Hann er langbesti sóknarmaður liðsins og hefur sýnt að hann getur skorað mörg mörk. Adebayor blómstraði undir stjórn Sherwoods. Hann þarf að ná því sama út úr Benteke. 4 Gefa Grealish tækifæri Stuðnings- menn Villa hafa lengi farið fram á að vængmanninum Jack Grealish verði gefið tækifæri. Grealish þykir eitthvert mesta efni sem fram hefur komið á Villa Park í áraraðir. Hann hefur enn ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni og raunar ekki verið í hópnum að undanförnu. Grealish gæti fengið lang- þráð tækifæri undir stjórn Sherwoods. 5 Sterkur aðstoðar-maður Þegar Roy Keane gekk út hjá Villa, eftir að hafa sagst eiga í erfiðleikum með að sinna hlutverki sínu hjá liðinu samhliða aðstoðarþjálfarastarfinu hjá írska landsliðinu, tók Lambert þá ákvörðun að ráða ekki mann í hans stað. Sherwood þarf góðan aðstoðar- mann, sem hefur spilað fyrir félagið. Varnarmaðurinn Ugo Ehiogu hefur verið nefndur til sögunnar. Þetta þarf hann að gera strax Að mati Kevins Hughes, dálkahöfundar ESPN Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Mikið undir Tim Sherwood hefur 13 leiki til stefnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.