Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 18
18 Fréttir Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 F angelsisdómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu setur kaup S- hópsins svonefnda á Búnaðar- bankanum í janúar 2003 í nýtt ljós. Dómurinn varð einnig til þess að ríkisstjórnin lætur nú kanna mögulegar skaðabótakröfur ríkisins á hendur slitabúi Kaupþings vegna 78 milljarða króna láns sem Seðlabank- inn veitti Kaupþingi á ögurstundu. Þess utan er líklegt að dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir önnur mál sem enn hafa ekki verið leidd til lykta. Rannsóknin sem aldrei varð Ýmsir, þeirra á meðal Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, eru þess fullvissir að sameining Búnaðar bankans við Kaupþing hafi verið hönnuð fyrirfram og áformin þar að lútandi hafi verið rædd þegar í október 2002, tveimur til þremur mánuðum fyrir undirritun. Sigurjón var á þeim tíma einn af lykilstjórnend- um Búnaðar bankans en fór skömmu síðar yfir til Landsbankans. Kaupþing og Búnaðarbankinn sameinuðust í maí 2003 fáeinum mánuðum eftir að S-hópurinn keypti Búnaðarbankann og hagnaður eigenda varð gífurlegur. „Þeir sem vissu af fyrirhugaðri sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings bjuggu yfir mjög mikils- verðum innherjaupplýsingum. Hagn- aður sameinaðs banka var gríðarlegur, en eignastaða helstu félaga í S-hópn- um gerbreyttist í kjölfar kaupanna á kjölfestuhlut ríkisins í Búnaðarbank- anum og sér í lagi eftir sameininguna við Kaupþing,“ segir Björn Jón Braga- son sagnfræðingur um einkavæðingu Búnaðarbankans í grein í tímaritinu Sögu árið 2011. Persónur og leikendur í þessari fléttu og kaupum á Búnaðarbankan- um eru að hluta þeir sömu og dæmdir voru í Hæstarétti í síðustu viku; Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson. Margoft hefur Alþingi haft góð orð um að hefja rannsókn á einkavæðingu bankanna. Sú rannsókn hefur ekki enn hafist þrátt fyrir að vilji Alþingis liggi fyrir í samþykktri þingsályktunar- tillögu frá 7. nóvember 2012. Hún var samþykkt af þáverandi stjórnarliðum en þingmenn núverandi stjórnar- flokka ýmist sátu hjá eða voru fjarver- andi við atkvæðagreiðsluna. Al-Thani og Hauck & Aufhäuser Vilhjálmur Bjarnason, þá aðjunkt við Háskóla Íslands, hélt því fram nán- ast frá upphafi að Fjármálaeftirlitið hefði verið blekkt þar sem S-hópur- inn hefði ráðið þeim hlut sem Hauck & Aufhäuser var skráður fyrir í gegn- um meginkaupandann Eglu hf. Vilhjálmur furðaði sig í viðtali við RÚV 9. janúar 2009 á líkindunum á Al- Thani fléttunni og þætti Hauck & Auf- häuser í kaupunum á Búnaðarbank- anum: „Ég er með reikninga bankans hér undir höndum frá þessu tiltekna ári. Það er útilokað að bankinn hafi eignast þetta.“ Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var lykil- stjórnandi hjá Búnaðarbankanum þegar bankinn var seldur, „[…] Síðan er þessi Hauck & Aufhäuser sem tek- ur þátt í þessu og ég man að einhver á okkar vegum fór út, spurði hvort það væri ekki möguleiki að vinna saman en þá kannaðist nú bara enginn við málið, og hvað, við mættir, ætluð- um að vinna saman, því við héldum að þeir væru orðnir stór eigandi. Það virtist enginn kannast við þetta …,“ sagði Sigurjón síðar í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis. Týnd skýrsla Svonefnd áreiðanleikaskýrsla, sem unnin var af endurskoðunarfyrirtæk- inu PricewaterhouseCoopers (síðar PwC) síðustu dagana áður en Bún- aðarbankinn var seldur S- hópnum í ársbyrjun 2003, finnst hvergi þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan og leit. Forsætisráðuneytið, hefur staðfest bréflega að skýrslan finnist ekki í ráðuneytinu. Sama gildir um Arion banka, arftaka KB banka og áður Bún- aðarbankans, en hann hefur staðfest bréflega að umrædda skýrslu sé ekki heldur að finna í fórum bankans. Gögn sem DV hefur undir höndum staðfesta engu að síður að skýrslan var unnin fyrir Búnaðarbankann 6. til 10. janúar árið 2003, aðeins um viku áður en gengið var frá kaupum S-hópsins á bankanum 16. janúar sama ár. Umrædd skýrsla gæti varpað ljósi á efndir samninga og hvort veittur hafi verið afsláttur frá endanlegu kaup- verði og þá hvers vegna, eins og farið er fram á í þingsályktunartillögu Al- þingis um rannsókn á einkavæðingu bankanna. Efnisleg rök eru fyrir því að leitt verði fram í dagsljósið hvert endanlegt kaupverð bankanna var, því fyrirheit um 700 milljóna króna afslátt frá kaupverði voru gefin þegar Samson keypti hlut ríkisins í Lands- bankanum ef tiltekin lán og/eða eign- ir reyndust verðlausar. Björgólfur Thor Björgólfsson hefur í samtali við DV gefið eftirfarandi lýs- ingu á þessu: „Menn voru voðalega mæðulegir yfir þessum kröfum … Ef þau (lánin) reyndust vera í lagi mynd- um við borga fullt verð. Þarna varð til einhver pólitísk hringavitleysa og menn fóru að tala um afslátt. Þetta var ekki spurning um neitt slíkt. Við gát- um ekki tekið mið af því hvað þætti pólitískt óþægilegt. Ég veit ekki hvort svipað átti við um Búnaðarbankann. En það kæmi mér ekki á óvart. Við sát- um fundi og smíðuðum ramma og þá komu hinir [S-hópurinn] og sögðu: Við viljum fá það sama.“ Tilkynningin sem öllu breytti Hæstiréttur vitnar títt í tilkynningu Kaupþings til Kauphallarinnar 22. september 2008 sem öllu breytti. „Hans hátign Sheikh Mohammed er í konungsfjölskyldunni sem verið hefur við völd í Qatar frá því á nítjándu öld. Hans hátign Sheikh Mohammed: „Við höfum fylgst náið með Kaupþingi í nokkurn tíma og teljum þetta góða fjárfestingu“,“ segir þar meðal annars. Framangreind tilkynning Kaup- þings sýnist gríðarlega mikilvæg í dómi Hæstaréttar í Al-Thani mál- inu. Dómendur skilja það svo að Mo- hammed Al-Thani hafi aldrei séð end- anlega gerð tilkynningarinnar: „Má ljóst vera að umrædd fréttatilkynning var aldrei borin undir MAT sjálfan.“ (MAT = Mohammed Al-Thani). Hæstiréttur er ekki í neinum vafa. Með markaðsmisnotkun sé átt við dreifingu upplýsinga, frétta eða orðróms sem gefi eða sé líklegur til að gefa rangar eða misvísandi upp- lýsingar eða vísbendingar um fjár- málagerninga. „Af því sem að framan er rakið um vinnu við gerð fréttatilkynningar sem birt var á vef Kauphallar Íslands ligg- ur fyrir að ákærðu komu allir með ein- hverju móti að gerð tilkynningarinnar. Í niðurstöðu um III. kafla ákæru var talið sannað að ákærðu hefðu gerst sekir um markaðsmisnotkun í tengsl- um við viðskipti með hlutabréf í Kaup- þingi banka hf. Þar var slegið föstu að í viðskiptunum hafi verið fólgin blekking og sýndarmennska af hálfu ákærðu, og látið líta út fyrir að [Mo- hammed Al-Thani] hefði greitt fyrir hlutabréfin … Með framan greindri háttsemi hafa ákærðu allir gerst sekir um markaðsmisnotkun.“ Var það líka markaðsmisnotkun? Í ljósi Al-Thani dóms Hæstaréttar er ekki annað að sjá en að tilkynningin um þátt Hauck & Aufhäuser í kaup- unum á Búnaðarbankanum í ársbyrj- un 2003 hafi einnig falið í sér „rangar eða misvísandi og upplýsingar eða vísbendingar“ og gætu því varðað við ákvæði laga um markaðsmisnotkun. Í tilkynningu til Kauphallar 16. jan- úar 2003 vegna kaupanna á Búnaðar- bankanum segir meðal annars um þýska bankann: „Í fyrsta lagi er Bún- aðarbankinn vænleg fjárfesting en þýski bankinn telur sig einnig hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til BÍ.“ Í tilkynningu sama dag til Kaup- hallar sögðu forsvarsmenn S-hóps- ins eftir kaupin á Búnaðarbankanum: „Það eru mikil tíðindi að traustur, er- lendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. Búnaðar- bankinn kemur til með að njóta þekk- ingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í starfsemi sinni.“ Af virku samstarfi varð aldrei. Til viðbótar virðist augljóst að Hauck & Aufhäuser-bankinn lagði raunveru- lega aldrei krónu í kaupin á Búnaðar- bankanum. „Ríkisbankinn Landsbanki Íslands lánaði S-hópnum til kaupa á hlutun- um í bankanum, alls sjö milljarða krona, sem var næsta fáheyrð fjárhæð á þeim tíma. Upplýsingum um lán- ið var haldið leyndum fyrir almenn- ingi. Ljóst er að persónuleg og pólitísk tengsl réðu för við einkavæðingu Bún- aðarbankans, en viðskiptaleg sjónar- mið máttu sín minna. Margvísleg við- mið sem stjórnvöld höfðu sett voru þverbrotin í ferlinu. S-hópurinn flutti ekkert erlend fjármagn inn í landið, en það var engu að síður talin ein höf- uðforsenda þess að hann var valinn fram yfir Kaldbak [innsk. sem einnig bauð í Búnaðarbankann].“ Eftir er að sjá hvort Al-Thani dómur Hæstaréttar kveiki einhver við- brögð hjá Alþingi sem hefur nú geymt ofan í skúffu samþykkt þingsins um rannsókn á einkavæðingu bankanna í tvö og hálft ár. n Útlendir huldumenn og launung við bankakaup n Hrollvekjandi Al-Thani dómur n Sala Búnaðarbankans: ráðgátan um þýska bankann óleyst Jóhann Hauksson johannh@dv.is Finnur og Halldór Finnur Ingólfsson (t.h.) var eini stjórnandi Eglu ásamt Ólafi Ólafssyni þegar S-hópurinn keypti Búnaðarbankann 2003. „ […] Síðan er þessi Hauck & Auf- häuser... og hvað, við mættir, ætluðum að vinna saman, því við héldum að þeir væru orðnir stór eigandi. Það virtist enginn kannast við þetta … Vilhjálmur Bjarnason Þótti margt furðu líkt með máli Al-Thani og kaupum Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum. Fór frá Búnaðarbanka Sigurjón Þ. Árnason er ekki einn um að telja að sameining Búnaðar- bankans við Kaupþing hafi verið hönnuð. Al Thani „Hans hátign Sheikh Mohammed er í konungsfjölskyldunni sem verið hefur við völd í Qatar frá því á nítjándu öld.“ Peter Gatti „Búnaðarbankinn vænleg fjárfesting en þýski bankinn telur sig einnig hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til BÍ.“ Al-Thani Dómur Hæsta- réttar er þegar farinn að hafa margvísleg áhrif. Ríkisstjórnin hyggst til að mynda kanna skaðabótaskyldu á hendur slitabúi Kaupþings í þágu almannahagsmuna. Kunnugleg andlit F.v. Sólon Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Hjörleifur Jakobsson og Hreiðar Már Sigurðsson árið 2003 þegar Kaupþing og Búnaðarbankinn voru sameinaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.