Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 20.–23. febrúar 201538 Neytendur Karamellubrúnn krabbameinsvaldur n Algengasta litarefnið í gosdrykkjum er afar umdeilt n Þarftu að drekka þúsund dósir á dag? E f þú drekkur gosdrykki í óhófi þá ertu ekki aðeins að neyta meiri sykurs en ráðlagt er, með tilheyrandi hættu á ofþyngd og sjúk- dómum sem því fylgir, heldur gæt- ir líka verið að auka líkurnar á að fá krabbamein. Sökudólgurinn er efni sem heitir 4-methylimidazole, eða 4-Mel, og fyrirfinnst í ákveðn- um tegundum litarefna, sem notuð eru til að gefa kóladrykkjum og öðrum gosdrykkjum þeirra ómót- stæðilegan karamellubrúnan lit. Þetta efni, sem hefur þann eina til- gang að lita gosdrykki og fleiri mat- væli, er álitinn krabbameinsvaldur. En eins og alltaf með meint krabba- meinsvaldandi efni þá eru fjarri því allir sammála um skaðsemi 4-Mel í því magni sem það birtist í gos- drykkjum. Íslendingar drekka mikið gos Samkvæmt rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga 2012, sem byggist á viðamikilli rannsókn sem send var ríflega tíu þúsund Íslending- um í október 2012, drekka 32,5 pró- sent karla á aldrinum 18–44 ára gos fjórum sinnum í viku eða oftar. 17,4 prósent kvenna drekka gos fjórum sinnum í viku eða oftar. Samkvæmt niðurstöðu grein- ingar á gosneyslu Bandaríkja- manna, sem framkvæmd var af vís- indamönnum neytendatímaritsins Consumer Reports og Center for a Liveable Future við John Hopkins Bloomberg School of Public Health, neytir ríflega helmingur Banda- ríkjamanna á aldrinum 6–64 ára nægjanlegs magns af gosdrykkjum með 4-Mel til að auka hugsanlegar líkur á krabbameini. Niðurstöðurn- ar voru birtar í vefvísindatímaritinu PLOS ONE á miðvikudag. Greiningin var eftirfylgni á rann- sókn sem Consumer Reports gerði árið 2013 á magni 4-Mel í 110 sýnum gosdrykkja sem keyptir voru í Kali- forníu og New York. Niðurstaða þeirr- ar rannsóknar sýndi að magn 4-Mel í sýnunum sem prófuð voru reyndist á bilinu 3,4 til 352,5 míkrógrömm í hverri 350 millilítra dós. Í Bandaríkjunum eru engin alríkistakmörk til fyrir leyfi- legt hámarksmagn 4-Mel í mat- vælum en í Kaliforníu er þess krafist að framleiðendur merki umbúðir með krabbameinsvið- vörun ef varan inniheldur meira en 29 míkrógrömm í dagskammti. Consumer Reports sendi niður- stöður sínar til ríkissaksóknara Kaliforníu auk þess sem skorað hefur verið á alríkisstjórnina að setja takmörk á leyfilegt hámarks- innihald 4-Mel. Þúsund dósir á dag? Þrátt fyrir að yfirvöld í Kaliforníu hafi árið 2011 bætt 4-Mel á lista yfir líklega krabbameinsvalda þá er ekki þar með sagt að allir séu sam- mála. Lyfja- og matvælaeftirlit Banda- ríkjanna (FDA) hefur gefið það út að engin ástæða sé til að ætla að nokk- ur yfirvofandi hætta sé vegna tilvist 4-Mel í því magni sem búast má við í matvælum. FDA hefur gagnrýnt niðurstöður rannsókna National Toxicology Program (NTP), sem sýndu fram á krabbameinsmyndun í músum og rottum við neyslu á ákveðnu magni 4-Mel í tiltekinn tíma. FDA segir að þær rannsóknir hafi miðast við skammta langt um- fram það sem áætlað er að meðal- manneskjan kunni að neyta af efn- inu í mat og drykk. Þá hefur talsmaður FDA brugð- ist við yfirlýsingum Miðstöðvar vísinda í almannaþágu (e. Center for Science in the Public Interest) um að magn 4-Mel í gosdrykkjum væri slíkt að verið væri að setja fólk í óþarfa hættu á krabbameini. „Manneskja þyrfti að drekka rúm- lega þúsund dósir af gosi á dag til að ná fram sambærilegu magni og í rannsóknum sem sýna fram á tengsl við krabbamein í nagdýrum,“ sagði talsmaðurinn af því tilefni. FDA hefur þó gefið út að það muni endurmeta viðmið sín en í nóvember 2014 gat það ekki mælt með því að neytendur breyttu mataræði sínu út af tilvist 4-Mel. Pepsi og Coke breyttu uppskriftum Matvælaöryggisstofnun Evrópu gaf þá út árið 2011 við endurskoðun á öryggisviðmiðum sínum varðandi karamellulitarefni í matvælum að ekki þyrfti að hafa teljandi áhyggj- ur af magni 4-Mel í því magni sem þau fyrirfinnist í matvælum. Heilbrigðis yfirvöld í Kanada hafa sömuleiðis gefið það út að magn 4-Mel í matvælum sé ekki skaðlegt. Vegna ákvörðunar stjórnvalda í Kaliforníu gerðu bæði Coca-Cola og Pepsi birgjum sínum að breyta uppskriftum til að standast kröfur í ríkinu. Uppskriftum var hins vegar ekki breytt í Evrópu þannig að magn 4-Mel verður óbreytt þar. n Um nokkurra ára skeið hafa hugsanleg krabbameinsvaldandi áhrif karamellu- litarefnisins 4-Mel verið áhyggjuefni. Karamellulitur er mest notaða litarefnið í mat og drykk og er vanalega að finna í magni á bilinu 50–700 milljónarhlutum (e. Ppm.) Í dökkum bjór og algengum kóladrykkjum getur magnið verið rúmlega 100 míkrógrömm í hverjum 350 millilítrum (e. 12 únsa dós). Eldri rannsóknir hafa sýnt að í stórum skömmtum, 360 míkrógrömmum fyrir hvert kíló líkamsþyngdar, valdi 4-Mel flog- um hjá kanínum, músum og kjúklingum. Árið 2007 gerði National Toxicology Program (NTP) rannsókn á krabba- meinsvaldandi áhrifum efnisins í músum og rottum. Þegar mýs fengu daglega skammta frá 40, 80 eða 170 míkrógrömmum á hvert kíló líkams- þyngdar í tvö ár jókst tíðni góðkynja lungnaæxla hjá kvendýrum í öllum þessum skammtastærðum. Á sama tíma jókst tíðni illkynja lungnakrabbameins hjá karldýrum í hæstu skammastærðinni. Tíðni góð- og illkynja æxla jókst einnig hjá karldýrum við hæstu skammtastærð og hjá kvendýrum við tvær hæstu skammta- stærðirnar. Þegar rottur fengu daglega skammta af 4-Mel frá 30, 55 og 115 míkrógrömmum á hvert kíló líkamsþyngdar í tvö ár jókst tíðni hvítblæðis hjá kvendýrum í hæstu skammtastærðinni. Um þessa rannsókn sagði talsmaður FDA í Bandaríkjunum að fólk þyrfti að drekka þúsund dósir af gosi til að ná sömu skammtastærð. Æxlamyndun í tilraunadýrum Sýnt fram á tengsl við krabbamein í nagdýrum Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Saklaust? Pepsi og Coca-Cola hafa þurft að breyta uppskriftum sínum með tilliti til magns 4-Mel í drykkjum fyrirtækjanna til að halda sig innan löglegra marka í Kaliforníu. Annars staðar í Banda- ríkjunum og Evrópu hefur ekki þótt ástæða til að gera ráðstafanir vegna efnisins. Mynd 123RF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.