Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Side 38
Helgarblað 20.–23. febrúar 201538 Neytendur Karamellubrúnn krabbameinsvaldur n Algengasta litarefnið í gosdrykkjum er afar umdeilt n Þarftu að drekka þúsund dósir á dag? E f þú drekkur gosdrykki í óhófi þá ertu ekki aðeins að neyta meiri sykurs en ráðlagt er, með tilheyrandi hættu á ofþyngd og sjúk- dómum sem því fylgir, heldur gæt- ir líka verið að auka líkurnar á að fá krabbamein. Sökudólgurinn er efni sem heitir 4-methylimidazole, eða 4-Mel, og fyrirfinnst í ákveðn- um tegundum litarefna, sem notuð eru til að gefa kóladrykkjum og öðrum gosdrykkjum þeirra ómót- stæðilegan karamellubrúnan lit. Þetta efni, sem hefur þann eina til- gang að lita gosdrykki og fleiri mat- væli, er álitinn krabbameinsvaldur. En eins og alltaf með meint krabba- meinsvaldandi efni þá eru fjarri því allir sammála um skaðsemi 4-Mel í því magni sem það birtist í gos- drykkjum. Íslendingar drekka mikið gos Samkvæmt rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga 2012, sem byggist á viðamikilli rannsókn sem send var ríflega tíu þúsund Íslending- um í október 2012, drekka 32,5 pró- sent karla á aldrinum 18–44 ára gos fjórum sinnum í viku eða oftar. 17,4 prósent kvenna drekka gos fjórum sinnum í viku eða oftar. Samkvæmt niðurstöðu grein- ingar á gosneyslu Bandaríkja- manna, sem framkvæmd var af vís- indamönnum neytendatímaritsins Consumer Reports og Center for a Liveable Future við John Hopkins Bloomberg School of Public Health, neytir ríflega helmingur Banda- ríkjamanna á aldrinum 6–64 ára nægjanlegs magns af gosdrykkjum með 4-Mel til að auka hugsanlegar líkur á krabbameini. Niðurstöðurn- ar voru birtar í vefvísindatímaritinu PLOS ONE á miðvikudag. Greiningin var eftirfylgni á rann- sókn sem Consumer Reports gerði árið 2013 á magni 4-Mel í 110 sýnum gosdrykkja sem keyptir voru í Kali- forníu og New York. Niðurstaða þeirr- ar rannsóknar sýndi að magn 4-Mel í sýnunum sem prófuð voru reyndist á bilinu 3,4 til 352,5 míkrógrömm í hverri 350 millilítra dós. Í Bandaríkjunum eru engin alríkistakmörk til fyrir leyfi- legt hámarksmagn 4-Mel í mat- vælum en í Kaliforníu er þess krafist að framleiðendur merki umbúðir með krabbameinsvið- vörun ef varan inniheldur meira en 29 míkrógrömm í dagskammti. Consumer Reports sendi niður- stöður sínar til ríkissaksóknara Kaliforníu auk þess sem skorað hefur verið á alríkisstjórnina að setja takmörk á leyfilegt hámarks- innihald 4-Mel. Þúsund dósir á dag? Þrátt fyrir að yfirvöld í Kaliforníu hafi árið 2011 bætt 4-Mel á lista yfir líklega krabbameinsvalda þá er ekki þar með sagt að allir séu sam- mála. Lyfja- og matvælaeftirlit Banda- ríkjanna (FDA) hefur gefið það út að engin ástæða sé til að ætla að nokk- ur yfirvofandi hætta sé vegna tilvist 4-Mel í því magni sem búast má við í matvælum. FDA hefur gagnrýnt niðurstöður rannsókna National Toxicology Program (NTP), sem sýndu fram á krabbameinsmyndun í músum og rottum við neyslu á ákveðnu magni 4-Mel í tiltekinn tíma. FDA segir að þær rannsóknir hafi miðast við skammta langt um- fram það sem áætlað er að meðal- manneskjan kunni að neyta af efn- inu í mat og drykk. Þá hefur talsmaður FDA brugð- ist við yfirlýsingum Miðstöðvar vísinda í almannaþágu (e. Center for Science in the Public Interest) um að magn 4-Mel í gosdrykkjum væri slíkt að verið væri að setja fólk í óþarfa hættu á krabbameini. „Manneskja þyrfti að drekka rúm- lega þúsund dósir af gosi á dag til að ná fram sambærilegu magni og í rannsóknum sem sýna fram á tengsl við krabbamein í nagdýrum,“ sagði talsmaðurinn af því tilefni. FDA hefur þó gefið út að það muni endurmeta viðmið sín en í nóvember 2014 gat það ekki mælt með því að neytendur breyttu mataræði sínu út af tilvist 4-Mel. Pepsi og Coke breyttu uppskriftum Matvælaöryggisstofnun Evrópu gaf þá út árið 2011 við endurskoðun á öryggisviðmiðum sínum varðandi karamellulitarefni í matvælum að ekki þyrfti að hafa teljandi áhyggj- ur af magni 4-Mel í því magni sem þau fyrirfinnist í matvælum. Heilbrigðis yfirvöld í Kanada hafa sömuleiðis gefið það út að magn 4-Mel í matvælum sé ekki skaðlegt. Vegna ákvörðunar stjórnvalda í Kaliforníu gerðu bæði Coca-Cola og Pepsi birgjum sínum að breyta uppskriftum til að standast kröfur í ríkinu. Uppskriftum var hins vegar ekki breytt í Evrópu þannig að magn 4-Mel verður óbreytt þar. n Um nokkurra ára skeið hafa hugsanleg krabbameinsvaldandi áhrif karamellu- litarefnisins 4-Mel verið áhyggjuefni. Karamellulitur er mest notaða litarefnið í mat og drykk og er vanalega að finna í magni á bilinu 50–700 milljónarhlutum (e. Ppm.) Í dökkum bjór og algengum kóladrykkjum getur magnið verið rúmlega 100 míkrógrömm í hverjum 350 millilítrum (e. 12 únsa dós). Eldri rannsóknir hafa sýnt að í stórum skömmtum, 360 míkrógrömmum fyrir hvert kíló líkamsþyngdar, valdi 4-Mel flog- um hjá kanínum, músum og kjúklingum. Árið 2007 gerði National Toxicology Program (NTP) rannsókn á krabba- meinsvaldandi áhrifum efnisins í músum og rottum. Þegar mýs fengu daglega skammta frá 40, 80 eða 170 míkrógrömmum á hvert kíló líkams- þyngdar í tvö ár jókst tíðni góðkynja lungnaæxla hjá kvendýrum í öllum þessum skammtastærðum. Á sama tíma jókst tíðni illkynja lungnakrabbameins hjá karldýrum í hæstu skammastærðinni. Tíðni góð- og illkynja æxla jókst einnig hjá karldýrum við hæstu skammtastærð og hjá kvendýrum við tvær hæstu skammta- stærðirnar. Þegar rottur fengu daglega skammta af 4-Mel frá 30, 55 og 115 míkrógrömmum á hvert kíló líkamsþyngdar í tvö ár jókst tíðni hvítblæðis hjá kvendýrum í hæstu skammtastærðinni. Um þessa rannsókn sagði talsmaður FDA í Bandaríkjunum að fólk þyrfti að drekka þúsund dósir af gosi til að ná sömu skammtastærð. Æxlamyndun í tilraunadýrum Sýnt fram á tengsl við krabbamein í nagdýrum Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Saklaust? Pepsi og Coca-Cola hafa þurft að breyta uppskriftum sínum með tilliti til magns 4-Mel í drykkjum fyrirtækjanna til að halda sig innan löglegra marka í Kaliforníu. Annars staðar í Banda- ríkjunum og Evrópu hefur ekki þótt ástæða til að gera ráðstafanir vegna efnisins. Mynd 123RF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.