Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Síða 60
Helgarblað 20.–23. febrúar 201560 Fólk  Alltaf flottur Óskarsverðlaunaleikarinn Matthew McCon- aughey spilaði bæði golf og tennis þegar hann var í námi við Longview-fram- haldsskólann í Texas. Matthew hélt iðkuninni áfram í háskólanum í Texas og vann þar til verðlauna sem besti golfari í Delta Tau Delta-bræðralaginu. Íþróttaafrek stjarnanna Margar frægustu stjörnurnar áttu sér drauma um frægð og frama í sportinu Þ að kemur ef til vill einhverj- um á óvart að heyra að hótelerfinginn Paris Hilton spilaði einu sinni íshokkí. Samkvæmt fyrrverandi liðsfélaga hennar úr Canterbury-heimavist- arskólanum í Connect- icut var Hilton þó ekki á meðal bestu spilaranna. n  Keppti í sundi Poppstjarnan Gwen Stefani var virkur meðlimur í sundliði Loara-skólans í Anaheim í Kali- forníu. Stefani hefur látið hafa eftir sér að hún hafi byrjað að æfa sund í von um að léttast.  Ávallt svalur Hasarmyndaleikarinn Jason Statham keppti í kappakstri á sínum yngri árum. Leikarinn keyrði til að mynda fyrir England árið 1990 í Commonwealth-leikunum. Eftir akstursferilinn lá leiðin í fyrirsætustörfin og þaðan í kvikmyndirnar.  Góður í öllu Brad Pitt var einn af þeim nemendum sem voru allt í öllu. Leikarinn tók þátt í uppsetningum á söngleikjum, var meðlimur í ræðuliði skólans og í golfliðinu, sundliðinu og tennisliðinu í Kickapoo-skólanum í Springfield í Missouri í Bandaríkjunum.  Hestakona Sport Illustrated-fyrirsætan Kate Upton keppti í hestaíþróttum á sínum yngri árum og að sögn þeirra sem til hennar þekkja var hún efnilegur reiðmaður.  Körfu- boltastjarna Það var meðal annars stjórnmála- konunni Söruh Palin að þakka að körfuboltaliðið í Wasilla-skólanum sigraði á landsmóti í Alaska árið 1982.  Bolta-George Leikarinn og leikstjórinn George Clooney spilaði bæði hafnarbolta og körfubolta með framhaldsskólaliði sínu í Augusta í Kentucky. Árið 1977 reyndi hann að komast inn í atvinnumannadeildina en mistókst. Sem betur fer kannski.  Elskar tennis Grínist- inn og sjónvarpskonan Ellen DeGeneres spilaði og keppti í tennis þegar hún var í Atland High School í Texas. Ellen er mikill aðdáandi íþróttarinnar og mætir reglulega á stærstu mótin.  Prinsinn á vellinum Vilhjálmur Bretaprins þótti afar góður knattspyrnu- og vatnspóló- leikmaður þegar hann gekk í Eton-skólann á Englandi. Svo hefur hann einnig spilað póló á hestbaki eins og sönnum bresk- um heiðursmanni sæmir.  Fyndin í tennis SNL-leikkonan og 30 Rock-stjarnan Tina Fey spilaði tennis fyrir lið sitt í Upper Darby- skólanum í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.  Kann þetta Leikarinn Jamie Foxx spilaði bæði körfubolta og fótbolta í Terrell í Texas á sínum yngri árum. Sú reynsla hefur án efa hjálpað honum að takast á við hlutverk sitt sem „Steamin“ Willie Beamon í kvikmyndinni Any Given Sunday.  Þjálfaði lið Leikarinn Ashton Kutcher spilaði amerískan fótbolta þegar hann bjó í Homestead í Iowa. Árið 2008 var hann aðstoðarþjálfari fyrir North Hollywood's Harvard-Westlake-liðið.  Hokkí og tennis Harry Potter-stjarn- an, Emma Watson, ólst upp á hokkí- og tennisvöllum. Leikkonan gekk í Brown-háskólann þar sem hún keppti með hokkíliðinu.  Íþróttakappi Leikarinn Jon Hamm var stórtækur í íþróttalífinu þegar hann var í skóla en Hamm ólst upp í Ladue í Missouri. Mad Men-stjarnan spilaði bæði fótbolta og hafnarbolta auk þess sem hann keppti í sundi fyrir skólann.  Númer 25 Allir vita að Britney Spears var ein af Mouseketeers þegar hún var yngri. Færri vita líklega að söngkonan þótt einnig efnilegur körfu- boltaspilari en Britney keppti með liði sínu í McComb-skólanum í Mississippi.  Meiðsl bundu enda á ferilinn Leikar- inn Forrest Whitaker komst inn í Cal Poly Pomana-skólann á fótboltaskólastyrk. Þegar íþróttaferilinn endaði sökum meiðsla ein- beitti hann sér að leiklistinni en fyrsta hlut- verkið var einmitt í Fast Times at Ridgemont High þar sem hann lék fótboltamann.  Sk8er Söngkonan Avril Lavigne er ekkert ólík löndum sínum þegar kemur að íshokkí. Kanadíska stjarnan steig fyrst á skauta þegar hún var aðeins tveggja ára og átti farsælan feril á svellinu. Sagan segir að Avril taki með sér rúlluskauta þegar hún ferðast um heiminn svo hún geti tekið smá æfingu á malbikinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.