Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2016, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.11.2016, Qupperneq 4
476 LÆKNAblaðið 2016/102 F R Æ Ð I G R E I N A R 11. tölublað, 102. árgangur, 2016 479 Jón Atli Benediktsson Fjármögnun Háskóla Íslands Ef ekki verða breytingar á fjármögnun háskólanna þarf að endurskoða starfsemi þeirra og því fylgja miklar neikvæðar afleiðingar fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Ís- lands. 482 Katrín Guðlaugsdóttir, Elsa B. Valsdóttir, Tryggvi B. Stefánsson Lífsgæði eftir ristilbrottnám vegna sáraristilbólgu Nýgengi þarmabólgusjúkdóma í vestrænum löndum hefur verið að aukast frá því um miðja 20. öld og aukningin virðist tengjast umhverfisþáttum. Þó liggja ekki fyrir nákvæmlega hvaða þættir í umhverfinu (lífsstíll, mataræði, aukið hreinlæti eða annað) tengjast þróun sjúkdómanna. Miklar framfarir hafi orðið í lyfjameðferð þarmabólgu- sjúkdóma undanfarin ár en þó er alltaf stór hluti sjúklinga sem á endanum þarf á aðgerð að halda. Lífsgæði sjúklinga með alvarlega sáraristilbólgu batna talsvert eftir brottnám á ristli og eru jafnvel á við lífsgæði almenns þýðis í erlendum rannsóknum. 491 Eyrún Arna Kristinsdóttir, Sigrún Knútsdóttir, Kristinn Sigvaldason, Páll E. Ingvarsson, Halldór Jónsson jr Mænuskaði af völdum slysa á Íslandi á árunum 1975-2014 Á rannsóknartímabilinu hlutu 233 manns mænuskaða af völdum áverka. Karlmenn voru 73% og meðalaldurinn 39 ár. Umferðarslys voru algengasta orsök mænuskaða, oftast bílveltur í dreifbýli og í að minnsta kosti helmingi tilfella höfðu bílbeltin ekki ver- ið notuð. Fall var næst algengasta orsök mænuskaða en þar var meðalaldur hæstur. Reiðmennsku- og vetraríþróttaslys voru algengust af íþróttaslysum. Í um þriðjungi mænuskaðatilfella var um að ræða alskaða á mænu. Við útskrift höfðu 9% náð fullum bata. Mikilvægt er að efla enn forvarnir og fræðslu um bílbeltanotkun og öryggi á vegum landsins. 497 Linda Ó. Árnadóttir, Svanur Sigurbjörnsson, Tómas Guðbjartsson Beriberi áratug eftir magahjáveituaðgerð – sjúkratilfelli Tilfellið sýnir hversu mikilvægt er að fylgjast vel með þeim sem hafa farið í maga- hjáveituaðgerð og sjá til þess að þeir taki til viðbótar fæðubótarefni sem frásogast í mjógirni. Einnig ber að hafa í huga aðra þættir eins og misnotkun áfengis sem hafði sitt að segja í þróun sjúkdómsins hjá sjúklingnum. Magahjáveituaðgerðir eru algengar aðgerðir og læknar þurfa því að kannast við helstu fylgikvilla en einnig þá sjaldgæfari eins og beriberi, sérstaklega þegar sjúklingar hafa einkenni fjöltaugakvilla eftir aðgerð. 481 Margrét Helga Ögmundsdóttir Nóbelsverðlaunin í læknavísindum í ár endurspegla mikil- vægi sorphirðu og endurvinnslu Verðlaunin sýna mikilvægi grunnrannsókna. Japaninn Ohsumi hóf rannsóknir á sjálfsáti fyrir tæpum aldar- fjórðungi þegar lítið sem ekkert var vitað um ferlið sem gegnir lykilhlutverki í niðurbroti í frumum. L E I Ð A R A R Læknadagar í Hörpu 16. janúar til 20. janúar

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.