Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2016, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.11.2016, Qupperneq 15
LÆKNAblaðið 2016/102 487 R A N N S Ó K N listanum. Þónokkrar rannsóknir hafa metið lífsgæði sjúklinga sem hafa þurft að fara í ristilbrottnám vegna sáraristilbólgu.13,14,16,19,21,25-31 Mun fleiri rannsóknir fjalla um sjúklingahóp með innri garnapoka en garnarauf. Rannsókn Camilleri-Brennan á meðal sjúklinga með garnarauf sýndi fram á lífsgæði sambærileg og meðal almenn- ings.13 Líkt og rannsókn okkar gátu tvær erlendar rannsóknir sem báru saman lífsgæði sjúklinga með garnarauf og innri garnapoka ekki sýnt fram á mun á milli hópa.16,25 Rannsókn Muir bar saman lífsgæði sjúklingahóps fyrir og eftir aðgerð þar sem búinn var til innri garnapoki og sýndi fram á meiri lífsgæði eftir aðgerð.28 Í yf- irlitsgrein um lífsgæði sjúklinga eftir innri garnapokaaðgerð voru skoðaðar 33 greinar þess efnis og komist að þeirri niðurstöðu að lífsgæði þessa sjúklingahóps séu sambærileg og hjá heilbrigðum einstaklingum.26 Aldurstengd lífsgæði voru svipuð og meðal al- menns þýðis að undanskildum 45-54 ára aldurshópnum sem lá einu staðalfráviki undir almennu þýði. EORTC-niðurstöður fyrir þennan aldurshóp sýndi mild líkamleg einkenni líkt og hjá hinum hópunum. Hins vegar hafði þessi hópur minnstan áhuga á kyn- lífi og þegar litið var á niðurstöður starfræna listans var nokkuð hátt hlutfall svarenda með neikvæða breytingu á kynlífi í þessum aldurshópi (8 af 24 einstaklingum). Fáir einstaklingar voru í hverj- um aldursflokki (8-17 einstaklingar) og vega niðurstöður hvers sjúklings þungt. Fyrrgreindar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á kyn- eða aldursbundinn mun lífsgæða. Samkvæmt EORTC-spurningalistanum höfðu þátttakendur í rannsókn okkar ekki miklar áhyggjur af heilsu sinni, líkams- ímynd eða þyngd. Í heildina höfðu sjúklingar lítil einkenni og enginn marktækur munur milli þeirra sem höfðu garnarauf og þeirra sem ekki höfðu garnarauf. Konur höfðu minni áhuga á kynlífi en karlar. Hugsanlegt er að það geti endurspeglast í því að ristilbrottnámsaðgerð geti haft neikvæð áhrif á kynlíf kvenna í meira mæli en karla eins og kemur fram í okkar rannsókn að konur höfðu meiri einkenni taugaskaða og verki við samfarir líkt og ein rannsókn benti til.23 Sýnt var fram á aukin lífsgæði með- al 83% þátttakenda í rannsókn þar sem sjúklingar undirgengust innri garnapokaaðgerð (IPAA). Lífsgæði þeirra eftir aðgerð voru nánast eðlileg og einkenni lítil. Þau einkenni sem jukust eftir að- gerð voru aðallega tíðni hægðalosunar.32 Önnur rannsókn sýndi engan marktækan mun lífsgæða og einkenna (að undanskilinni tíðni hægðalosunar) milli sjúklinga sem farið höfðu í innri garna- pokaaðgerð og sjúklinga á lyfjameðferð.19 Af þessu má draga þær ályktanir að einkenni sjúklinga batna til muna eftir aðgerð en Tafla III. EORTC-niðurstöður út frá aldurshópum. Virkniskali 25-34 (n=11) 35-44 (n=14) 45-54 (n=17) 55-64 (n=15) 65-74 (n=15) 75- (n=8) Líkamsímynd 67 (42-88) 88 (39-97) 88 (44-100) 88 (53-100) 88 (58-100) 100 (84-100) Kvíði 67 (67-100) 67 (42-100) 67 (33-100) 67 (67-100) 100 (67-100) 83 (67-100) Þyngd 100 (100) 100 (67-100) 67 (33-100) 67 (67-100) 100 (67-100) 100 (67-100) Kynlíf kk 17 (0-33) 33 (0-33) 33 (33-67) 33 (0-67) 33 (33-50) 33 (33) Kynlíf kvk 67 (0-33) 67 (67) 67 (50-100) 50 (33-67) 67 (58-75) 100 (100) Einkennaskali Tíðni þvagláta 17 (0-25) 25 (0-50) 0 (0-33) 17 (0-17) 8 (0-17) 25 (0-50) Blóð og slím í hægðum 0 (0-25) 0 (0-13) 0 (0-21) 0 (0) 0 (0) 0 (0-21) Tíðni hægðalosunar 33 (8-58) 50 (17-67) 33 (0-38) 0 (0-46) 0 (0-17) 33 (8-50) Þvagleki 0 (0) 0 (0) 0 (0-33) 0 (0) 0 (0) 0 (0) Sársauki við þvaglát 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) Kviðverkur 0 (0-33) 33 (0-33) 0 (0-33) 0 (0) 0 (0-33) 0 (0-33) Verkur í rasskinnum 33 (0-33) 33 (8-33) 0 (0-33) 0 (0) 0 (0) 17 (0-42) Kviðþensla 33 (0-50) 33 (0-33) 17 (0-67) 0 (0) 0 (0-33) 33 (0-33) Munnþurrkur 0 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) 17 (0-67) 0 (0-33) 33 (0-42) Hárlos 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) Bragðskyn 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) Vindlosun 0 (0-33) 0 (0-33) 33 (0-33) 33 (0-67) 33 (0-67) 17 (0-33) Hægðaleki 0 (0-33) 0 (0-25) 0 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) 33 (0-33) Húðeymsli 33 (0-33) 33 (33-67) 33 (0-33) 33 (33-50) 33 (0-33) 33 (33-50) Blygðun 33 (0-33) 17 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-67) 17 (0-33) Umönnun garnaraufar 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 17 (0-33) Risvandamál 0 (0-25) 0 (0-33) 0 (0-33) 50 (0-92) 33 (17-50) 0 (0) Verkir við samfarir 0 (0) 17 (8-25) 33 (0-33) 17 (0-50) 17 (8-50) 0 (0) KVK=kvenkyn; KK=karlkyn; EORTC = European Organization for Research and Treatment of Cancer. x = á ekki við.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.