Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Síða 16

Læknablaðið - 01.11.2016, Síða 16
488 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N sömuleiðis geta einkenni verið lítil á lyfjameðferð ef sjúkdómur- inn svarar henni. Styrkur þessarar rannsóknar er að hún byggir á gögnum heill- ar þjóðar um sjúklinga með sáraristilbólgu frá umræddu tímabili. Þessi sjúklingahópur leitar á sjúkrahús ef eitthvað alvarlegt kemur upp á og því er auðvelt að fylgja þeim eftir. Svarhlutfall var hátt (78%). Ekki er hægt að fullyrða um hvort lífsgæði þeirra sem ekki svöruðu séu minni en hinna sem svöruðu. Þetta gæti hafa skekkt niðurstöðurnar að einhverju leyti. Niðurstöður SF-36v2-listans voru bornar saman við almennt bandarískt þýði sem kann að vera ólíkt almennu íslensku þýði. Það hefði styrkt rannsóknina enn frekar að hafa samanburðarhóp, með sjúklingum með sáraristilbólgu á lyfjameðferð sem ekki hafa farið í aðgerð. Hugsanlega væri réttara að spyrja hvort lífsgæði þeirra séu meiri en þau voru fyrir aðgerð. Það að við höfum ekki rannsakað með tilliti til truflandi þátta veikir rannsóknina því ekki er hægt að leiðrétta fyrir þeim. Hugs- anlegt er að þættir eins og offita, reykingar, áfengisneysla og aðrir sjúkdómar hafi áhrif á niðurstöður. Starfræni listinn sem notaður var í þessari rannsókn er búinn til af rannsóknaraðilum og þar er ekki um staðlaðan lista að ræða. Þrátt fyrir hátt svarhlutfall (78%) dregur það úr öryggi niður- staðna að það svöruðu ekki allir og hve lítið þýðið er. Hugsanlegt er að þeir sem eru með lítil einkenni hafi takmarkaðan áhuga á að taka þátt. Ef til vill taka einstaklingar sem glíma við andleg vandamál síður þátt. Aldraðir einstaklingar eiga hugsanlega erfitt með að svara spurningunum (til dæmis elliglöp, sjóndepra). Ákveðin bjögun liggur í sjúklingavali þar sem einungis þeir sem voru á lífi gátu tekið þátt. Hugsanlegt er að stöðluðu spurn- ingalistarnir sjálfir séu ekki nógu góðir til rannsóknar á þessum sjúklingahópi þar sem þeir voru hannaðir fyrir krabbameinssjúk- linga. Í rannsókn okkar hefur komið í ljós að hluti sjúklinga óskar eftir bættri fræðslu fyrir aðgerð og aukinni eftirfylgd eftir aðgerð. Hvort tveggja er nokkuð sem auðvelt er að bæta. Fræðsla sjúklinga um okkar niðurstöður getur hjálpað þeim við ákvarðanatöku fyrir aðgerð. Segja má að algengt sé að breytingar verði á þvaglátum og kyn- lífi eftir aðgerð þegar endaþarmur er fjarlægður. Hægðaleki hjá þeim sem höfðu innri garnapoka var mun algengari en búist var við. Þó var ekki sýnt fram á marktækan mun á lífsgæðum þeirra sem höfðu farið í aðgerð og almenns þýðis. Þar að auki var ekki marktækur munur á lífsgæðum þeirra sem voru með garnarauf og hinna sem höfðu innri garnatengingu (IRA og IPAA). Niður- stöður rannsóknarinnar eru því mikilvægar þegar verið er að upplýsa sjúklinga um aðgerðarmöguleika. Við getum óhrædd ráðlagt sjúklingum að fara í ristilbrottnám með garnarauf, en það er heldur ekkert sem mælir gegn því að framkvæma innri garna- tengingu hvað lífsgæði varðar ef sjúklingur vill það frekar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.