Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2016, Side 20

Læknablaðið - 01.11.2016, Side 20
492 LÆKNAblaðið 2016/102 og meðaltöl tveggja hópa voru borin saman með t-prófi. Meðalald- ur er sýndur ásamt lægsta og hæsta aldri innan hvers hóps. Þegar bera átti saman hlutfallslegan mun ólíkra hópa var kí-kvaðrat próf notað. Tölfræðileg marktækni var miðuð við p-gildi <0,05. Niðurstöður Nýgengi ásamt aldurs­ og kynjadreifing Á rannsóknartímabilinu fengu alls 233 einstaklingar mænuskaða af völdum áverka. Í töflu I má sjá nýgengi mænuskaða fyrir hvert 5 ára tímabil. Aukning varð á nýgenginu á árunum 2005-2009 en á því árabili var nýgengið hæst, eða 34 á hverja milljón íbúa. Ný- gengið lækkaði svo aftur niður í 16 á hverja milljón íbúa á síðustu 5 árunum. Rannsóknarhópurinn samanstóð af 171 karlmanni (73%) og 62 konum (27%). Meðalaldurinn var 39 ár (4-83) og ekki var marktækur munur á meðalaldri kynjanna (p=0,77). Mynd 1 sýnir fjölda einstaklinga í hverjum aldursflokki en eins og sést þar var aldursflokkurinn 21-30 ára fjölmennastur með 57 einstaklinga. Þegar rannsóknartímabilið var skoðað í heild reyndist meðalaldur mænuskaðaðra hækka marktækt frá upphafi til enda (p=0,002) en þó voru talsverðar sveiflur á meðalaldri milli tímabila (mynd 2). Rúmur helmingur kvennanna slasaðist eftir árið 2000 en þó varð ekki marktæk aukning á hlutfalli kvenna á rannsóknartímabilinu (p=0,667). Í öllum aldursflokkum voru karlmenn í meirihluta að undanskildum aldursflokkinum 1-10 ára en í honum voru tveir drengir og tvær stúlkur. Orsakir Í töflu II má sjá helstu orsakir mænuskaða á rannsóknartímabil- inu ásamt meðalaldri, hlutfalli >60 ára og kynjahlutföllum í hverj- um orsakaflokki. Eins og sést voru umferðarslys algengasta or- sök mænuskaða (40%, n=94). Flest umferðarslys voru bílslys (90%, n=85) en aðrar gerðir umferðarslysa voru vélhjólaslys (9%, n=8) og reiðhjólaslys (1%, n=1). Meðal bílslysa voru bílveltur algengastar (58%, n=49) en árekstur var orsökin í 15 tilfellum (18%) og útaf- keyrsla í 14 (16%). Í 5 bílslysum (6%) var um að ræða slys á gangandi Efniviður og aðferðir Sjúkragögn allra sem greinst höfðu með mænuskaða á árunum 1975-2014 samkvæmt International Classification of Diseases (kóð- ar 806-806.9, 952 og 953 í ICD-9 og S14-S14.6 í ICD-10) voru yfirfarin með tilliti til aldurs, kyns, orsaka og alvarleika mænuskaðans. Þeir einstaklingar sem létust áður en þeir komust á sjúkrahús og þeir sem eingöngu höfðu hlotið áverka á taugarót voru undanskildir úr rannsóknarhópnum. Við flokkun á orsökum mænuskaða var notast við alþjóðlegt flokkunarkerfi, International Spinal Cord Injury Core Data Set, en samkvæmt því skal flokka orsakirnar í íþrótta- og tómstundaslys, líkamsárásir, flutningsslys (svo sem umferðarslys og flugslys), fall og loks aðrar orsakir.13 Flokkunarkerfinu var þó ekki fylgt ná- kvæmlega þar sem líkamsárásir eru mjög sjaldgæf orsök mænu- skaða hér á landi og voru þær því hafðar undir yfirflokknum annað. Einnig ættu flugslys tæknilega séð að flokkast undir flutn- ingsslys en þau voru höfð í yfirflokknum annað af sömu ástæðu. Að auki voru skoðaðir helstu undirflokkar þessara orsaka, svo sem ólíkar gerðir umferðarslysa og íþrótta- og tómstundaslysa. Fall var flokkað í lágt fall (<1 m), hátt fall (1-5 m) og háorkufall (>5 m) og kannað var hvort um væri að ræða vinnuslys. Fyrir þá sem hlutu mænuskaða vegna umferðarslysa var leitað upplýsinga um bílbeltanotkun og athugað hvort slysin hefðu orðið í þéttbýli eða dreifbýli. Við mat á alvarleika mænuskaða var notaður kvarðinn Amer- ican Spinal Injury Association Impairment Scale (AIS) en sam- kvæmt honum er mænuskaði flokkaður frá A til E þar sem A er alskaði á mænu en B, C og D eru misalvarlegar gerðir hlutskaða. Við hlutskaða er skyn varðveitt að hluta til en hreyfigeta er ýmist engin (gerð B), verulega skert (gerð C) eða vægt skert (gerð D).14 Einstaklingar með mænuskaða af gerð A, B og C verða háðir hjóla- stól en hreyfifærni og sjálfsbjargargeta þeirra fer þó eftir umfangi og hæð skaðans. Meirihluti þeirra sem eru með mænuskaða af gerð D endurheimta hæfnina til að geta gengið með eða án hjálp- artækja.15 Þeir sem endurheimta skyn og hreyfigetu að fullu í kjöl- far mænuskaða teljast með gerð E.14 Tölfræðiúrvinnsla Gögnum var safnað í Excel (© 2015 Microsoft) og tölfræðiúr- vinnsla fór fram í tölfræðiforritinu R (© The R Foundation). Notað var stikapróf (parametric tests) til að lýsa normaldreifðum gögnum R A N N S Ó K N Mynd 1. Fjöldi einstaklinga með mænuskaða af völdum áverka í hverjum aldursflokki. Tafla I. Fjöldi einstaklinga og árlegt nýgengi skoðað fyrir hvert 5 ára tímabil. Árabil Fjöldi með mænuskaða (n=233) Árlegt nýgengi á hverja milljón íbúa 1975-1979 33 30 1980-1984 21 18 1984-1985 28 23 1989-1990 26 20 1994-1999 17 13 2000-2004 30 21 2005-2009 52 34 2010-2014 26 16

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.