Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2016, Side 32

Læknablaðið - 01.11.2016, Side 32
504 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Ný viðhorf til streitu hafa verið talsvert til umræðu eftir fjölmennt málþing sem haldið var í september á vegum Forvarna og Streituskólans á Hótel Reykjavík Natura. Þar var Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í stóru hlutverki og í síðasta Læknablaði skrifaði hann ritstjórnargrein þar sem hann gerði grein fyrir því að nú er búið að setja fram nýja sjúkdómsgrein- ingu á alvarlegasta formi þessa útbreidda sjúkdóms, sjúklegri streitu sem á ensku nefnist exhaustion disorder og hefur leyst af hólmi hugtök á borð við kulnun og út- bruna. Meðal fyrirlesara á málþinginu var sænski læknirinn Kristina Glise sem er forstöðulæknir á Institutet för stressmed- icin í Gautaborg. Hún sagði að sænsk stjórnvöld hefðu haft áhyggjur af aukn- um geðrænum sjúkdómum sem rekja mætti til streitu en sú aukning hefur verið merkjanleg um allan heim frá því á 10. áratug síðustu aldar. Í ljósi þessa var „Stressklíníkin“ eins og stofnunin er gjarnan kölluð sett á fót í Gautaborg árið 2004. Þangað er sjúklingum með einkenni sjúklegrar streitu vísað úr heilsugæslunni eða frá vinnuverndinni. Þar er þeim veitt meðhöndlun og/eða þeim vísað áfram til meðferðar hjá sérfræðingum. Vanmat á einkennum torveldar bata Í fyrirlestri sínum sagði Kristina að streituvaldar væru af ýmsum toga en þeir algengustu væru þó vanlíðan á vinnustað, fjárhagsáhyggjur og aðrir erfiðleikar í starfi eða einkalífi. Oft fer þetta allt saman og vindur upp á sig. Fyrstu einkenni streitu eru truflanir á blóðflæði sem valda verkjum hér og þar í líkama fólks. Því fylgir pirringur og skapstyggð og þegar þetta fer að endurtaka sig leynir streitan sér ekki. Það auðveldar oft ekki sjúkdómsgrein- inguna að líkamleg einkenni geta verið af ýmsum toga en þau algengustu eru höfuðverkir, brjóstverkir, ógleði og svimi. Geðræn einkenni á borð við kvíða, depurð og svefntruflanir eru einnig algeng sem og hugræn einkenni, svo sem minnis- truflanir og skortur á einbeitingu. Sé ekki gripið strax inn eykst vanlíðanin og þróast oftar en ekki yfir í síþreytu. Algengt er að sjúklingur fái kvíðakast og þurfi jafnvel að leggjast inn á sjúkrahús. Þegar sjúklingur hefur verið greindur með sjúklega streitu hefst meðferð og hún skilar yfirleitt góðum bata. Hins vegar eru tengsl milli þess hversu lengi sjúkdómur- inn hefur verið að gerjast áður en meðferð hófst og þess tíma sem tekur að ná bata. Því lengur sem sjúkdómseinkennin hafa varað áður en meðferð hefst, þeim mun lengri tíma tekur það viðkomandi að ná bata. Batinn felst í því að endurheimta jafnvægi í lífinu, gera sjúklingnum kleift að losna við einkennin og endurheimta fulla starfsgetu, lifa venjulegu lífi og koma sér upp rútínu. Sagan af Elsu Í fyrirlestri sínum fléttaði Kristina Glise inn sögu af Elsu, 46 ára gömlum hjúkr- unarfræðingi sem hafði fundið fyrir ein- kennum sjúklegrar streitu um alllangan tíma áður en þreytan og kvíðinn yfirbug- uðu hana og hún var send í sjúkraleyfi. Hún kom á Stressklíníkina og þar kom í ljós að ástandið var farið að hamla henni verulega. Þannig lýsti Kristina ástandi hennar: „Hún var illa haldin af síþreytu og þótt hún stundaði ekki vinnu átti hún erfitt með heimilisstörf og hreyfingu. Hún Sjúkleg streita breiðist ört út – segir Kristina Glise forstöðulæknir Institutet för stressmedicin í Gautaborg sem miðlar íslenskum læknum af þekkingu sinni á streitu á Læknadögum í janúar ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson LÍFSREGLUR UM STREITU Kristina Glise lauk máli sínu með eftirfarandi lífsreglum: Fyrir þá sem taka ákvarðanir: Langvarandi streita er hættuleg Geðræna fylgikvilla streitu verður að taka alvarlega Batavonin er góð en tekur sinn tíma Snemmgreining verndar heilsuna og sparar fé Til atvinnurekenda: Langvarandi streituálag er hættulegt Fylgist vel með líðan starfsmanna ykkar Snemmgreining verndar heilsuna og sparar fé Batavonin er góð, jafnvel þegar röskunin er orðin sjúkleg Til lækna: Langvarandi streituálag er hættulegt Streita getur sýnt sig í mörgum ólíkum myndum Snemmgreining er áríðandi Íhlutun er einföld en henni verður að fylgja eftir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.