Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2016, Page 39

Læknablaðið - 01.11.2016, Page 39
LÆKNAblaðið 2016/102 511 Úllendúllendoffaði þetta bara Og um hvað snerist svo námskeiðið sjálft? „Þetta voru fyrirlestrar og rannsóknar- kynningar sem geðlæknar og sálfræðingar við deildina fluttu og einnig voru sér- námslæknarnir með kynningar á sínum rannsóknum. Þetta var mjög fjölbreytt, til dæmis áhrif mótefna í tengslum við geðrofssjúkdóma, áhrif þarmaflórunnar á andlega líðan, öldrun heilans og nýjustu rannsóknir á verkan þunglyndislyfja og fleira. Síðan var boðið upp á umræðuhópa, bæði með sérnámslæknunum og sér- fræðingunum og það var mjög áhugavert og mikill innblástur. Loks var boðið upp á val um heimsóknir á ýmsar deildir og þar vandaðist málið fyrir mig því mig langaði að velja allt! En það var því mið- ur ekki hægt svo ég úllendúllendoffaði þetta bara og endaði á því að heimsækja Oxford Centre for Human Brain Activity eða OHBA sem notar nýjustu myndgrein- ingartækni til að rannsaka starfsemi heil- ans. Auk þess heimsótti ég rannsóknar- stofu þar sem meðal annars var verið var að rannsaka hvernig hægt er að hafa áhrif á bakteríubúskap þarmanna og áhrif þess á þunglyndi. Annað sem var í boði var að kynnast betur núvitund, ketamíngjöfum, genarannsóknum og „virtual lab”, en ég fékk að heyra frá hinum hvernig þær stöðvar höfðu verið og greinilegt að það eru spennandi tímar framundan.“ Anna Kristín segir að það sem hafi samt haft mest áhrif á hana hafi verið alúðlegt viðmót allra sem stóðu að nám- skeiðinu. „Maður átti kannski von á því að svona færir sérfræðingar væru svolítið fjarlægir en annað kom á daginn. Þau vildu allt fyrir okkur gera og sýndu mik- inn áhuga á að aðstoða okkur í framtíð- inni. Þetta var því afskaplega jákvæð upp- lifun. Ég hélt nefnilega að geðlæknarnir hér heima væru sér á báti hvað þetta varð- ar því að þau sem ég hef kynnst hvað best eru alveg einstaklega flottar fyrirmyndir og hafa vakið hjá mér mikinn áhuga á faginu. Mér finnst þess vegna alltaf jafn- furðulegt þegar ég heyri að geðlæknar séu almennt skrítnir og þá oft á neikvæðan hátt. Þetta eru töffarar sem sýna sjúk- lingunum samt mikla virðingu og eru ferlega skemmtileg í þokkabót. Svo ef starfsandi og fyrirmyndir myndu ráða vali mínu á sérgrein ætti ég ekki í erfiðleikum með að velja en ég er samt alls ekki búin að ákveða mig, það er svo margt annað sem mig langar að kynnast betur,“ segir hún og bætir við hlæjandi að geðlækn- ingar og skurðlækningar hafi sennilega verið það sem hún ætlaði sér alls ekki að leggja fyrir sig þegar hún byrjaði í lækna- náminu. „En eftir að hafa kynnst faginu betur sá ég þetta í algjörlega nýju ljósi og verð að viðurkenna að geðið er núna mjög ofarlega á topplistanum.“ Borða, anda og dansa Dansinn er svo hin hliðin á Önnu Krist- ínu Gunnarsdóttur en hún æfði ballett frá barnsaldri en segist seinni árin hafa stundað nútímadans. En dansinn á hug hennar, kannski ekki allan, en stóran hluta greinilega. „Já, ég borða, anda og dansa, annað er ekki í boði. Ég stóð á krossgötum þegar ég kláraði menntaskólann, hvort ég ætti að leggja dansinn fyrir mig. Meirihluti bekkjarins fór í inntökuprófið í læknis- fræðinni…“ ….Þú hefur semsagt verið í MR? „Já, veistu, ég hafði samt ekki hugmynd um að ég væri í litlu læknadeildinni, læknisfræði var í rauninni aldrei planið og ég fór því ekki með þeim í prófið. Ég ákvað að einbeita mér að dansinum eftir stúdentsprófin og æfði stíft það ár. En ég fann svo að það var eitthvað við læknisfræðina sem togaði í mig og ákvað á endanum að undirbúa mig fyrir inntökuprófið og varð mjög glöð en þó mjög hissa þegar ég komst inn. Síðan þá hef ég eiginlega verið tvístígandi hvora leiðina ég ætti að fara og árlega velt því fyrir mér hvort ég ætti að taka mér hlé frá náminu og fara út í prufur en það var alltaf eitthvað sem hélt í mig. Ég kenndi ballett meðfram náminu en kvaddi hópinn minn í haust þegar ég byrjaði að taka vaktir á Landspítala. Þetta Impulstanz, alþjóðleg nútímadanshátíð í Vínarborg, ljósmynd: Karolina Miernik. Unglist í Borgarleikhúsinu, ljósmynd: Hafsteinn Snær

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.