Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2016, Side 40

Læknablaðið - 01.11.2016, Side 40
512 LÆKNAblaðið 2016/102 hefur ekkert tekið frá mér heldur frekar þroskað mig enn frekar og ég er sannfærð um að það sé mikilvægt að hafa eitthvað annað áhugamál en læknisfræðina, svona einhvers konar búffer. Ég fæ reyndar reglulega að heyra að ég sé eitthvað klikkuð en málið er að ég er svo heppin að ég virka best milli klukkan 22 og 2 á kvöldin og nóttunni. Þá er ég að læra.“ Hvenær sefurðu þá? „Já, ég þarf ekki að sofa mjög mikið svo ef ég þarf fleiri klukkustundir í sólar- hringinn bý ég þær bara til,” segir Anna Kristín og hlær. „Mín skoðun er sú að það er alltaf tími fyrir það sem maður hefur áhuga á að gera, maður lætur það bara ganga upp.“ Hún segir dansinn gefa sér orku og vera gríðarlega góða þjálfun í að temja sér sjálfsaga og að gefast ekki upp. „Síðustu ár hef farið erlendis rúman mánuð á hverju sumri og ég er ekki að ýkja þegar ég segi að þær vikur eru miklu erfiðari en nokkuð sem ég hef fengist við í læknisfræðinni. Þetta er gjörólíkt en á sama tíma svo margt sem er líkt, eins og bara það að geta tekið gagnrýni með þakklæti til að geta tekið framförum. Í sumar sótti ég meðal annars námskeið í Ísrael hja Ohad Naharin og Batsheva-flokknum sem hefur þróað tækni sem hefur haft mikil áhrif á dans- senuna og voru það vikur sem ég á eftir að láta mig dreyma um úr ruggustólnum, þrátt fyrir að hafa nánast sofnað standandi eftir daginn.“ Loks verður að nefna að þessi kraft- mikla unga kona hefur ekki látið sér nægja að dansa og stunda nám í læknisfræði heldur hefur hún verið atkvæðamikil í félagslífi læknanema og setið í stjórn og gegnt formennsku í Lýðheilsufélagi læknanema. „Lýðheilsufélagið hefur vaxið og dafn- að á undanförnum árum og nú sér það um þrjá stóra viðburði. Það er fyrst að nefna Bangsaspítalann sem er orðinn að tveggja daga viðburði í október sem hefur yfirleitt gengið mjög vel. Þó má segja að Bangsaspítalinn hafi sprungið í ár og er þá vægt til orða tekið. Fyrsta árs nemarn- ir stóðu sig vel og sýndu að þau munu tækla álagið á Landspítala með prýði í framtíðinni. Það er virkilega ánægjulegt hvað þetta er vinsælt en það er augljóst að það þarf að leggja höfuðið í bleyti varð- andi skipulagið á næsta ári til að tryggja öryggi á Barnaspítalanum og geðheilsu foreldranna. En síðan skipuleggjum við Blóðgjafamánuð Háskóla Íslands til að hvetja nemendur að gefa blóð og þriðji fasti viðburðurinn er blóðtökunámskeið fyrir læknanema. Fyrir tveimur árum stækkuðum við þann viðburð og fáum nú fagfólk til að vera með fræðslu um handþvott, blóðgös, blóðræktun, blóðtökur og uppsetningu æðaleggja. Til viðbótar reynum við að halda 1-2 málþing á ári. Ég var formaður á 4. ári og veit hreinlega ekki á hverju ég gekk þann vetur en þetta var mjög þroskandi og skemmtilegt þökk sé meðlimum félagsins en við erum dugleg að skipta með okkur verkum og hjálpast að. Ég byrjaði svo núna í sumar að taka þátt í skaðaminnkunarverk efni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, sem hefur verið mjög lærdómsríkt og gefandi. Það hafa svo verið forréttindi að fá að taka þátt í gerð fræðsluefnisins fyrir nýstofnaða geðfræðslufélagið Hugrúnu ásamt hópi læknanema, hjúkrunarnema og sálfræði- nema. Stjórn félagsins hefur unnið að- dáunarvert starf og eiga þau mikið hrós skilið fyrir að hafa komið þessu mikilvæga verkefni á koppinn. En málið er að mér finnst svo ótrúlega mikilvægt að átta sig á því snemma að læknisfræðin er svo miklu meira en að læra námsefnið utanbókar þó að sjálf- sögðu sé mikilvægt að vera á tánum og vel lesinn. Ég hef að minnsta kosti eignast vini fyrir lífstíð í tengslum við félags- störfin og dansinn sem hafa kennt mér svo margt og víkkað sjóndeildarhringinn. Þegar ég hitti læknanema á fyrsta ári nota ég alltaf tækifærið og hvet þau til að fest- ast ekki með nefið í skruddunum, læknis- fræði er svo miklu meira en bara bókin.“ Það er ljóst að verkefnaskortur mun ekki valda Önnu Kristínu Gunnarsdóttur vandræðum á næstunni og Læknablaðið óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Moyo vinkona fyrir framan Radcliffe Camera, bókasafn og lesaðstöðu hennar og nemenda í Oxford. sildenafil 50 mg og 100 mg sildenafil 50 mg og 100 mg Notkunarsvið: Ristruflanir hjá karlmönnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Samhliðanotkun efna sem gefa frá sér köfnunarefnisoxíð (s.s. amýlnítrít) og hvers konar nítrata. Karlmönnum sem ráðið er frá því að stunda kynlíf skal ekki gefa lyfið. Sjúklingar sem tapað hafa sjón á öðru auga vegna framlægs sjóntaugarkvilla vegna blóðþurrðar án slagæðabólgu eiga ekki að nota lyfið. Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfsemi, lágþrýsting, sjúklingar sem nýlega hafa fengið heilablóðfall eða kransæðastíflu eða hafa þekktan arfgengan hrörnunarsjúkdóm í sjónhimnu mega ekki nota lyfið. Skammtar: Ráðlagður skammtur er 50 mg sem tekinn er eftir þörfum um það bil 1 klst. fyrir samfarir. Með hliðsjón af verkun og þoli má auka skammtinn í 100 mg eða minnka hann í 25 mg. Hámarksskammtur er 100 mg. Hámarksskammtatíðni er einu sinni á sólarhring. Skert nýrnastarfssemi: Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi er mælt með notkun 25 mg skammts. Með hliðsjón af verkun og þoli má auka skammtinn í 50 mg eða 100 mg. Skert lifrarstarfsemi: Mælt er með notkun 25 mg skammts. Með hliðsjón af verkun og þoli má auka skammtinn í 50 mg eða 100 mg. Lyfið er ekki ætlað einstaklingum yngri en 18 ára. Önnur lyf: Mælt er með að gefa sjúklingum sem eru samtímis meðhöndlaðir með CYP3A4 hemlum, öðrum en ritonaviri, 25 mg upphafsskammt. Ritonavir á ekki að nota samtímis sildenafili. Til að draga úr líkum á réttstöðuþrýstingsfalli eiga sjúklingar sem nota alfa-blokka að vera í stöðugu ástandi áður en meðferð með sildenafili hefst. Einnig ætti að hugleiða að hefja meðferð með 25 mg skammti af sildenafili. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi er LYFIS ehf. Sími: 534-3500, netfang: lyfis@lyfis.is. Lyfið er lyfseðilsskylt (R) og er ekki með almenna greiðsluþátttöku. Hámarksverð: Sjá verð í lyfjaverðskrá. SmPC: Janúar 2015. 50 mg með deilistriki 9 mm 100 mg 12 mm töflur í pakka 24 NÝJUSTU FRÉTTIR Nú er hver tafla af sildenafili enn ódýrari Sildenafil LYFIS markaðssett í 24 stk. pakkningu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.