Læknablaðið - 01.06.2016, Side 20
280 LÆKNAblaðið 2016/102
með mestu nákvæmnina en 18,5% þátttakenda fannst það vera
mikilvægasti þáttur rannsóknarinnar (sjá töflu III).
Aðhvarfsgreining
Í aðhvarfsgreiningunni duttu tvær barnshafandi konur út þar sem
þær svöruðu færri en 50% af valkostaspurningunum. Heildar-
fjöldi þátttakenda meðal barnshafandi kvenna var því 184. Já-
kvæði stuðullinn gefur til kynna að bæði barnshafandi konur
og heilbrigðisstarfsmenn vilji fósturgreiningu sem hefur meiri
nákvæmni, enga hættu á fósturláti og gefi ítarlegar upplýsingar.
Neikvæði stuðullinn fyrir tíma niðurstaðna gefur til kynna að
þátttakendur vilji að fósturgreining sé gerð fyrr á meðgöngunni.
Allir stuðlarnir voru marktækir fyrir báða hópa nema stuðullinn
fyrir ítarlegar upplýsingar hjá heilbrigðisstarfsmönnum (tafla IV).
Þegar niðurstöðurnar úr aðhvarfsgreiningunni eru bornar saman
milli barnshafandi kvenna og heilbrigðisstarfsmanna sést að
marktækur munur er á stuðlunum fyrir tíma niðurstaðna og enga
hættu á fósturláti. Þegar niðurstöðurnar voru skoðaðar eftir aldri
kom í ljós að konur ≥35 ára leggja meiri áherslu á að fá niðurstöður
fyrr á meðgöngunni en yngri konur (p=0,0180), ekki var marktæk-
ur munur eftir aldri á öðrum þáttum (tafla V).
Skoðaðir voru sérstaklega þeir þátttakendur sem skiptu ekki
út vali, það er héldu sig við sama þáttinn í öllum valkostunum
(nontraders). Af þeim völdu 52 (28,2%) barnshafandi konur og þrír
(4,9%) heilbrigðisstarfsmenn greiningu sem fól í sér enga hættu á
fósturláti í öllum valkostunum (tafla VI).
Útreikningur á hlutfalli þátttakenda sem voru tilbúnir til að
skipta út vali (marginal rates of substitution) sýndi fram á sterka til-
hneigingu barnshafandi kvenna til að velja greiningu með engri
hættu á fósturláti. Barnshafandi konur voru tilbúnar til þess að
bíða meira en þrisvar sinnum lengur og sætta sig við 6% minni ná-
kvæmni fyrir greiningu með engri hættu á fósturláti samanborið
við heilbrigðisstarfsmenn (tafla VII).
Umræður
Í mörgum vestrænum löndum eru til leiðbeiningar um fósturskim-
un. Þær byggja á að heilbrigðisstarfsmenn hafi góða þekkingu á
efninu, að upplýsingar til verðandi foreldra séu aðgengilegar og
í reglulegri fagrýni.15 Kostir NIPT eru að þetta er tiltölulega ein-
föld rannsókn sem hægt er að framkvæma snemma á meðgöngu
og felur ekki í sér hættu á fósturláti. Eins og búist var við sýndu
niðurstöðurnar að bæði barnshafandi konur og heilbrigðisstarfs-
menn vilja rannsókn sem er nákvæm og örugg fyrir fóstrið, fram-
kvæmd snemma á meðgöngu og gefur ítarlegar upplýsingar. Aftur
á móti var munur á viðhorfum barnshafandi kvenna og heilbrigð-
isstarfsmanna þegar kom að öryggi, nákvæmni og tíma sem það
tók að fá niðurstöður, en barnshafandi konur voru tilbúnar að bíða
lengur og sætta sig við minni nákvæmni fyrir rannsókn sem hafði
enga hættu á fósturláti í för með sér, samanborið við heilbrigð-
isstarfsmenn. Svarhlutfall heilbrigðisstarfsmanna var hins vegar
mjög lágt og því ekki hægt að gera ráð fyrir að viðhorf þeirra fáu
sem svöruðu endurspegli hóp allra heilbrigðisstarfsmanna sem
sinna barnshafandi konum. Sambærilegar niðurstöður má þó
sjá í nokkrum erlendum rannsóknum. Samkvæmt rannsókn Hill
og fleiri4 var hætta á fósturláti sá þáttur sem hafði mest áhrif á
viðhorf barnshafandi kvenna til fósturgreiningar, hins vegar hafði
nákvæmni greiningarinnar mest áhrif á viðhorf heilbrigðisstarfs-
manna. Í annarri rannsókn14 kom fram að heilbrigðisstarfsmönn-
um fannst mikilvægast að hægt væri að framkvæma greining-
arprófið snemma á meðgöngu en hins vegar voru barnshafandi
konur tilbúnar að bíða lengur eftir niðurstöðum fyrir öruggara og
nákvæmara próf.
Öryggi, það að rannsóknin hefði enga hættu á fósturláti í för
með sér, var sá þáttur rannsóknarinnar sem skipti barnshafandi
R A N N S Ó K N
Tafla VI. Þátttakendur sem skiptu ekki út vali.
Barnshafandi
konur
(n=184) (%)
Heilbrigðis -
starfsmenn
(n=61) (%)
Völdu próf með mestu
nákvæmni í öllum valkostum
3 (1,6) 1 (1,6)
Völdu próf sem var framkvæmt
sem fyrst í öllum valkostum
2 (1,1) 2 (3,3)
Völdu próf með ítarlegum
upplýsingum í öllum valkostum
3 (1,6) 4 (6,6)
Völdu próf með enga áhættu í
öllum valkostum
52 (28,2) 3 (4,9)
Völdu hvorugt prófið í öllum
valkostum
4 (2,2) 1 (1,6)
Samtals 64 (34,8) 11 (18,0)
Tafla VII. Hlutfall þeirra sem voru tilbúnir að skipta út vali.
Fjöldi vikna sem þátttakendur eru tilbúnir til að bíða Minnkun á nákvæmni (%) sem þátttakendur eru tilbúnir að sætta sig við
Barnshafandi konur Heilbrigðisstarfsmenn Barnshafandi konur Heilbrigðisstarfsmenn
Greining með engri hættu á fósturláti 10,30 (1,875/-0,182) 2,94 (0,736/-0,250) 9,66 (1,875/0,194) 3,33 (0,736/0,221)
Greining með ítarlegum upplýsingum 2,31 (0,420/-0,182) 0,83 (0,208/-0,250) 2,16 (0,420/0,194) 0,94 (0,208/0,221)
Greining með 5% meiri nákvæmni 5,33 (0,194/-0,182 x5) 4,42 (0,221/-0,250 x5) - -
Greining sem er framkvæmd snemma - - 0,94 (-0,182/0,194) 1,13 (-0,250/0,221)
Tafla V. Aðhvarfsgreining, samanburður eftir aldri.
Konur <35
(n =145)
Konur ≥35
(n=36)
Mismunur
Eiginleikar Stuðulla Stuðullb p gildi
Nákvæmni 0,199 0,190* 0,8848
Tími niðurstaðna -0,162 -0,277 0,0180
Ítarlegar upplýsingar 0,402 0,549# 0,4678
Engin hætta á fósturláti 1,801 2,250 0,1048
*Stuðull marktækur <0,005
Allir aðrir stuðlar marktækir<0,0001
aFjöldi athugana = 4341; Pseudo-R2 = 0,3770. bFjöldi athugana = 1077; Pseudo-R2 =
0,3901