Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Síða 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Síða 11
eins hluti af lækningunni, sem er megrun, en ekki er óal- gengt, að það haldi, að hægt sé að flá af því spikið eins og rengi af hval, og þar með séu vandkvæði þess leyst. Um stað- bundna fitusöfnun gegnir nokk- uð öðru máli, en hún er oftast vansköpun, sem fyrst kemur fram kringum kynþroskaskeið. Sjúklingur, sem leitar læknis vegna offitu, þarf gaumgæfi- legrar athugunar við, áður en skurðaðgerðir eru ákveðnar. Reyna þarf að grafast fyrir um orsakir offitunnar, andlegar eða líkamlegar, en jafnframt þarf að gera sér grein fyrir andlegu ástandi sjúklingsins og viðhorfi hans til ástands síns. Þá þarf og að framkvæma ná- kvæma líkamlega skoðun og at- huga sérstaklega, hvort sjúkl- ingur er blóðlítill, haldinn syk- ursýki eða hjartasjúkdómi, því að skurðaðgerðir við offitu geta í fæstum tilfellum talizt lífs- nauðsynlegar og mega því ekki hafa í för með sér áhættu, sem er meiri en af aðgerðinni sjálfri leiðir. Ef undan er skilin stað- bundin fitusöfnun, er fyrsta skrefið í undirbúningi að skurð- aðgerð við offitu megrun undir eftirliti læknis. Oftast fer und- irbúningur þannig fram, að stefnt er að því, að sjúklingur léttist um ákveðinn kílóafjölda, áður en aðgerð fari fram, og ei-u þá sett tímamörk. (Þessu hefur verið mjög erfitt að fram- fylgja hér á landi, bæði vegna skorts á sjúkrarúmum og einn- skipulagsleysis á inntöku sjúklinga á sjúkrahús). Hafi sjúklingnum tekizt að ná af sér tilskildum kílóafjölda eða því sem næst, er skurðað- gerðin ákveðin, og þá er æski- legt, að hann fái eðlilegt fæði í Urn það bil eina viku, áður en uðgerðin fer fram, einkum ef bann hefur verið á mjög strangri megrun. Að lokinni að- gei'ð þarf sjúklingur að sjálf- sögðu að draga við sig átið. Oft 1. mynd: Myndin sýnir mjög stór og sigin brjóst og auk þess misstór. 2. mynd: Útlit brjósta eftir brottnám á mestum hluta þeirra og flutning geirvórtu sem frítt „fullhúðar-trans- plantat". 3. mynd: Brjóstin merkt fyrir aðgerð eftir aðferð Strömbecks. Húðin á rúðu- strikaða svæðinu numin burt. í.—5. mynd: Miðlungi sigin og nokkuð þung brjóst fyrir og eftir aðgerð. nægir sú andlega hvatning, sem náðst hefur með megruninni og skurðaðgerðinni, til þess að halda matarlystinni í skefjum, en að sjáifsögðu sækir í sama horfið hjá sumum. BRJÓSTAlMiEllMIt: Óþægindi af of stórum brjóst- um eru fyrst og fremst óþæg- indi af þyngd þeirra, sem gerir það að verkum, að erfitt er fyr- ir viðkomandi að fá brjósta- höld við hæfi og hlýrar vilja skerast niður í húðina á herð- unum og gera þar djúp för. Þá valda þungu brjóstin oft vöðva- bólgum í hnakka og herðum og jafnvel í efri bakvöðvum, og kemur þetta sérstaklega fram hjá konum, sem þurfa við vinnu sína að standa mikið bognar og beygja sig og rétta oft á dag. Séu brjóstin mjög þung og síð, eru erfiðleikar á að viðhalda hreinlæti, sviti og húðfita safnast undir brjóstun- um, og þar sem húð nuddast TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 5

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.