Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Page 13

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Page 13
6.—7. mynd: Hengibúkur fyrir og eftir aðgerö. 8. mynd: Skematisk mynd af „beltislipectomiu“. 9. mynd: Skematisk mynd af ,,lvpectomiu“ þegar húöin er slök og slitin eftir barnsburö. 10. mynd: Skematisk mynd af fitubrottnámi á feitum lærum. H. mynd: Skematisk mynd af fitubrottnámi viö f itusöfnun og slakri húö á upphandleggjum. af því að of mikið þrengir að stilkunum á geirvörtunni. Getur þetta bæði stafað af of miklu togi á stilkinn eða þrýstingi, t. d. frá blóðsafni í brjóstinu, verður að tæma það út þegar í stað og stöðva blæðinguna, því að þrýst- ingurinn af því getur ekki að- eins valdið drepi í geirvörtunni, heldur einnig i brjóstvefnum og húðinni, auk þess sem afleiðing af blóðsafni verður oftast igerð. fgerð með fitudrepi er alvar- legasti fylgikvilli eftir þessar aðgerðir og krefst að sjálfsögðu viðeigandi meðferðar, þ. e. a. s. að hleypt sé út úr ígerðinni og nægileg afrás mynduð frá henni og einnig, að viðeigandi lyf séu gefin. Loks er ekki óal- gengt, sökum þess hve mikið reynir á saumana í húðinni, að drep komi í sárbarmana, aðal- lega neðan á brjóstunum, þar sem lóðrétt og lárétt saumlína mætist. Við þetta gliðna sárin og örin verða áberandi. Ekkert er við þessu að gera í fyrstu, en eftir hæfilegan tíma má laga örin með nýrri skurðaðgerð. Eins og við allar meiriháttar skurðaðgerðir, er viss hætta fólgin í sjálfri svæfingunni. Þá er og hætta á æðabólgu í fót- um, einkum ef sjúklingarnir eru ekki duglegir að hreyfa sig og ekki látnir fara nægilega snemma á fætur eftir aðgerð- ina. Við sjálfa aðgerðina blæð- ir oft allmikið, og þarf að bæta það blóðtap upp, meðan á að- gerðinni stendur, til þess að fyr- irbyggja lost. \IM>i:itHllt A KVIIIVEGIi VIII OFFITIJ: Auk brjóstanna safnast fita helzt á kvið, læri og mjaðmir. Fitufelling myndast neðst á kviðnum og getur jafnvel náð niður á læri. Er þetta mjög óásjálegt, og auk þess safnast sviti og óhreinindi undir fell- inguna og er hætta þar á afrif- um, jafnvel sármyndun, þótt fyllsta hreinlætis sé gætt. Hjá TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 7

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.