Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Page 27
FULLTRÚI WHO í HEIMSÓKN
Nýlega kom hingað frá Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
uninni (Evrópudeild) dr. Vera Maillart. Dr. Maillart
kom hingað að ósk skólanefndar Hjúkrunarskóla Is-
lands, og er þetta í annað sinn, sem slíkur fulltrúi kem-
ur í heimsókn. Atti hún viðtal við ýmsa ráðamenn heil-
brigðismála, heimsótti Hjúkrunarskóla Islands, Land-
spítalann, Borgarspítalann, Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur, Kleppsspítalann og Reykjaiund.
Dr. Maillart er svissneskur ríkisborgari, en hefur
lengi verið búsett í Rómaborg. Hún gegnir nú ábyrgð-
armiklum störfum á vegum Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar. Þótt dvöl dr. Veru Maillart hafi aðeins
verið fjórir dagar, er álitsgerð væntanleg á næstunni.
A myndinni að ofan er hún í samræðum við Þorbjörgu
Jónsdóttur skólastjóra, en það má segja, að það hafi
verið sérstæð tilviljun, að þær hittust aftur, en Þor-
björg var nemandi hennar í Bandaríkjunum.
Á myndinni eru, frá vinstri: Sigurhelga Pálsdóttir,
Þorbjörg Friðriksdóttir, Kristín Pálsdóttir, María Pét-
ursdóttir, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Inga Teitsdóttir,
Jóhann Hannesson prófessor, dr. Vera Maillart, Þor-
björg Jónsdóttir og Sigríður Antonsdóttir.
1. ÁSur: a) Framleitt til þess að fullnægja
eftirspurn, sem hafði hlaðizt upp eftir
hefðbundnum svörum. b) Fjárfesting lítt
áhættusöm við slík skilyrði. c) Fyrir-
tækin yfirleitt ekki orðin stór og flókin.
2. Nú: a) Aukin samkeppni. b) Hlutur
rannsókna annar og meiri. c) Miklar
tæknibreytingar. d) Markaðslægur hug-
ur í stað afurðabundins. e) Breytt og
aukin fjármagnsþörf. f) Vöxtur reglu-
gerða og stýringar hins opinbera. g)
Aukin markaðsáhætta og tækniáhætta.
h) Stærri og flóknari rekstrareindir.
Að öllu samanlögðu: Breyttir mark-
aðir — bylting í framleiösluaðferðam og
nýjar og breyttar kröfur til starfsfólks
leggur vaxandi kröfur á heröar stjórn-
endum (kröfur til þekkingar, siðferðis-
þreks, hugkvæmni, dómgreindar, sveigj-
anleika, hæfni til ákvarðanatöku í
hrærigraut staðreynda). - Starfsfólk í
dag er einnig betur þjálfað en áður, bet-
ur hefur verið farið með það, og það
ætlast til meira af fyrirtækinu og yfir-
biðara sínum en áður. Það lætur ekki
þræla sér út eins og áður.
3. Hvað á stjóinandi að gera, ef starfsmað-
ur:
1) Veit ekki.
2) Kærir sig kollóttan.
3) Getur ekki.
7. X-kenningin og Y-kenningin um ákveðna
eða milda stjórn.
1. Við hvaða aðstæður er ákveðin (hörð)
stjórn fýsilegri? (Síendurtekin fram-
leiðsluvandamál - starfsfólk lætur sér
ekki lynda stjórn).
2. Fólk, sem lætur sér lynda harða og
ákveðna stjórn, er yfirleitt af lægri fé-
lagslegum og tekjulegum þrepum, er
ófaglært og vant strangri verkstjórn.
3. Flókin framleiðsla iðnaðarþjóðfélags
framtíðarinnar gerir kröfu til annars
konar starfsfólks (þ. e. þjálfaðs, mennt-
aðs og með sjálfstæða hugsun), sem ekki
sættir sig við of harða verkstjórn.
4. Stefnum við þá í átt til mildrar stjórn-
ar? Lendum við í sjálfheldu, þar sem
við þurfum einmitt að koma hlutum í
verk ?
8. Tvær meginleiðir, ef leysa á óttann af hólrni
sem stjórntæki án þess að veikja stjórnina
um of með mildi.
1. Stjórn eftir markmiðum með þátttöku
starfsfólksins í mótun markmiða („man-
aging by objectives", ,,participation“).
2. Vísindaleg vinnubrögð (,,science“).
Koma upp fullkomnum afkastamæli-
kvörðum og hlutlægu eftirlitskerfi. Slík-
ur húsbóndi skammar aldrei, en á hon-
um er tekið mark.
ti'marit hjúkrunarfélags íslands 21