Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 4
Tímaritið Hjúkrun 60 ára
s
Þriðja elsta tímarit um heilbrigðismál á Islandi
Guðný
Konurnar sem skipuðu fyrstu
ritstjórn blaðsins.
Kristjana
Menntunar- og kjaramál helstu baráttumálin frá upphafí.
Sigríður
Hjúkrunarfélag íslands var
stofnað árið 1919. Pað hét upphaf-
lega Fjelag íslenskra hjúkrunar-
kvenna. Aðalhvatamaður að
stofnun þess var Christophine
Bjarnhéðinsson, fyrrverandi yfir-
hjúkrunarkona við Holdsveikra-
spítalann Laugarnesi. Tilgangur
félagsins var:
1) „Að aðstoða ungar stúlkur til
hjúkrunarnáms.
2) Að vera milliliður í útvegun
hjúkrunarkvenna í stöður í
landinu og efla skilning á nauð-
syn þess að hafa vel menntaðar
hjúkrunarkonur í starfi.
3) Að gæta hagsmuna hjúkrunar-
kvenna í hvívetna.“
Sumarið 1925 eða 6 árum síðar,
var hafist handa við útgáfu tíma-
rits. í stórt var ráðist af fámennum
en hugdjörfum hópi, þar sem á
árinu 1925 var aðeins 21 hjúkrun-
arkona í félaginu en með störfuðu
12 aukafélagar.
Markmiðið með útgáfunni var að
auka fagleg og félagsleg tengsl og
halda baráttumálum stéttarinnar
vakandi. Blaðið hefur komið út
ársfjórðungslega, allar götur
,/Etlið þið strax aðfara að
skapa atvinnuleysi í stétt-
inni, “ sagði einn af próf-
essorum Landspítalans
þegar 10 nemendur voru
teknir inn í Hjúkrunar-
skóla íslands um 1930.
síðan, og er þriðj a elsta tímarit um
heilbrigðismál á íslandi.
Tímaritið hlaut í upphafi nafnið
Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrun-
arkvenna. Árið 1935 var nafni
þess breytt í Hjúkrunarkvenna-
blaðið, árið 1960 í Tímarit Hjúkr-
unarfélags íslands og 1978 í
„Hjúkrun“ Tímarit Hjúkrunarfé-
lags íslands. Fram til ársins 1936
var blaðið fjölritað, en hefur verið
prentað síðan, og eru árgangar
þess til frá upphafi.
Þegar þessum 60 árgöngum er flett
kemur glöggt í ljós að sömu mála-
flokkar eru þar eins og rauður
þráður alla tíð, en það eru einkum
menntunarmál, kjaramál og
fregnir af félagsstarfseminni, auk.
fjölda faglegra greina. í öllu þessu
efni birtist í raun og veru saga
íslensku hjúkrunarstéttarinnar,
markmið hennar og leiðir. En í
því sést einnig hver hafa verið við-
horf hennar til sjálfrar sín, starfs
og stöðu og hvaða breytingum þau
viðhorf hafa tekið á þessum tíma.
Þar gætir ennfremur viðhorfa ann-
arra, s.s. sjúklinga og samstarfs-
manna.
Blaðið hefur frá upphafi verið
unnið og ritstýrt af hjúkrunarfræð-
ingum, og margir lagt þar hönd á
plóginn. í fyrstu ritstjórn voru
kjörnar þrjár konur, þær Guðný
Jónsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir
og Kristjana Guðmundsdóttir.
Ritstjórn skilaði einu blaði fyrsta
árið, en síðan fjórum á ári. Kostn-
aður við útgáfuna var greiddur úr
félagssjóði og blöðin send heim til
allra félagskvenna. Lengi vel var
blaðið selt í lausasölu en seldist
alla tíð lítið þannig.
Á fyrstu árunum var aldrei unnt að
fá auglýsingar, því að höft og
kreppuástand orsökuðu það að
kaupmenn sögðust ekkert hafa að
selja og þar af leiðandi ekkert að
2 HJÚKRUN 3 -4/fe-61. árgangur