Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 4

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 4
Tímaritið Hjúkrun 60 ára s Þriðja elsta tímarit um heilbrigðismál á Islandi Guðný Konurnar sem skipuðu fyrstu ritstjórn blaðsins. Kristjana Menntunar- og kjaramál helstu baráttumálin frá upphafí. Sigríður Hjúkrunarfélag íslands var stofnað árið 1919. Pað hét upphaf- lega Fjelag íslenskra hjúkrunar- kvenna. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Christophine Bjarnhéðinsson, fyrrverandi yfir- hjúkrunarkona við Holdsveikra- spítalann Laugarnesi. Tilgangur félagsins var: 1) „Að aðstoða ungar stúlkur til hjúkrunarnáms. 2) Að vera milliliður í útvegun hjúkrunarkvenna í stöður í landinu og efla skilning á nauð- syn þess að hafa vel menntaðar hjúkrunarkonur í starfi. 3) Að gæta hagsmuna hjúkrunar- kvenna í hvívetna.“ Sumarið 1925 eða 6 árum síðar, var hafist handa við útgáfu tíma- rits. í stórt var ráðist af fámennum en hugdjörfum hópi, þar sem á árinu 1925 var aðeins 21 hjúkrun- arkona í félaginu en með störfuðu 12 aukafélagar. Markmiðið með útgáfunni var að auka fagleg og félagsleg tengsl og halda baráttumálum stéttarinnar vakandi. Blaðið hefur komið út ársfjórðungslega, allar götur ,/Etlið þið strax aðfara að skapa atvinnuleysi í stétt- inni, “ sagði einn af próf- essorum Landspítalans þegar 10 nemendur voru teknir inn í Hjúkrunar- skóla íslands um 1930. síðan, og er þriðj a elsta tímarit um heilbrigðismál á íslandi. Tímaritið hlaut í upphafi nafnið Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrun- arkvenna. Árið 1935 var nafni þess breytt í Hjúkrunarkvenna- blaðið, árið 1960 í Tímarit Hjúkr- unarfélags íslands og 1978 í „Hjúkrun“ Tímarit Hjúkrunarfé- lags íslands. Fram til ársins 1936 var blaðið fjölritað, en hefur verið prentað síðan, og eru árgangar þess til frá upphafi. Þegar þessum 60 árgöngum er flett kemur glöggt í ljós að sömu mála- flokkar eru þar eins og rauður þráður alla tíð, en það eru einkum menntunarmál, kjaramál og fregnir af félagsstarfseminni, auk. fjölda faglegra greina. í öllu þessu efni birtist í raun og veru saga íslensku hjúkrunarstéttarinnar, markmið hennar og leiðir. En í því sést einnig hver hafa verið við- horf hennar til sjálfrar sín, starfs og stöðu og hvaða breytingum þau viðhorf hafa tekið á þessum tíma. Þar gætir ennfremur viðhorfa ann- arra, s.s. sjúklinga og samstarfs- manna. Blaðið hefur frá upphafi verið unnið og ritstýrt af hjúkrunarfræð- ingum, og margir lagt þar hönd á plóginn. í fyrstu ritstjórn voru kjörnar þrjár konur, þær Guðný Jónsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir og Kristjana Guðmundsdóttir. Ritstjórn skilaði einu blaði fyrsta árið, en síðan fjórum á ári. Kostn- aður við útgáfuna var greiddur úr félagssjóði og blöðin send heim til allra félagskvenna. Lengi vel var blaðið selt í lausasölu en seldist alla tíð lítið þannig. Á fyrstu árunum var aldrei unnt að fá auglýsingar, því að höft og kreppuástand orsökuðu það að kaupmenn sögðust ekkert hafa að selja og þar af leiðandi ekkert að 2 HJÚKRUN 3 -4/fe-61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.