Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 44

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 44
Sesselja Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Alþj óðaráðstefna um hjúkrun aldraðra Mér er ánægja að segja lítillega frá annarri alþjóðlegri ráðstefnu um hjúkrun aldraðra sem haldin var í Hertzila í ísrael dagana 23.- 25. júní 1985. Þar voru saman- komnir um það bil 500 hjúkrunar- fræðingar frá flestum aðildar- löndum ICN. Ráðstefnan var sett með hátíð- legri athöfn undir stjórn Malka Grebler sem séð hafði um undir- búning hennar af hálfu ísraelskra hjúkrunarfræðinga. Frammá- menn í öldrunarhjúkrun fluttu ávörp, flestir frá ísrael en einn frá Bandaríkjunum, Lauric M. Gunt- er prófessor. Hún hefur unnið að því að koma á þessum alþjóðlegu ráðstefnum um hjúkrun aldraðra, sá um skipulagningu þeirrar fyrstu. Eftir þessa athöfn var opinn fundur með yfirskriftinni geðhjúkrun aldraðra frá alþjóð- legu sjónarmiði. Þar fluttu erindi hjúkrunarfræðingar frá Banda- ríkjunum, ísrael, Japan, Bret- landi og Frakklandi. Var mjög fróðlegt að heyra hin ólíku sjón- armið frá mismunandi þjóðum. Bandaríkjamenn með sínar miklu rannsóknir á sviði öldrunarhjúkr- unar sem annarrar hjúkrunar. ísrael: Þar sem mikill hluti aldr- aðra eru innflytjendur víðsvegar að úr heiminum, hafa lifað gyð- ingaofsóknir seinni heimstyrjald- arinnar og mest allt sitt líf búið við styrjaldarástand. Bretland: Þar sem öldrunarlækn- ingar og öldrunarhjúkrun voru fyrst viðurkenndar sérgreinar innan heilbrigðiskerfisins og byggjast mjög á samvinnu við félagslega þjónustu. Frakkland: Þar sem öldruðum hefur fjölgað hvað mest í Evrópu á síðustu árum og ræddi fyrirlesari um hvernig það opinbera hefur byggt upp bæði heimaþjónustu og hjúkrunarheimili. En erindi Hirokko Minani frá Japan vakti mesta athygli mína. Hún ræddi um japanska siðfræði í sambandi við hjúkrun aldraðra og lagði út frá orðinu „amae“ algengu japönsku orði sem erfitt er að þýða en fjallar um innbyrðis ósjálfstæði okkar og túlkaði hún það svo að sjálfstæði og ósjálfstæði væru ekki andstæður vegna þess hve háð við erum hvort öðru. En þessi japanska siðfræði stangast á við siðfræði vesturlanda þar sem áherslan er lögð á sjálfstæði og sjálfstraust. En ef tekið er mið af „amae“ í hjúkrun aldraðra er mun auðveldara fyrir alla aðila að viðurkenna ósjálfstæði þess aldr- aða sem er farinn að tapa and- legum og líkamlegum krafti. Mánudaginn 24. júní voru farnar kynnisferðir og var hægt að velja um 10 ferðir á hjúkrunarstofnanir tengdar öldrunarþjónustu en ég get að sjálfsögðu einungis sagt frá þeirri sem ég fór. Fyrst var heimsótt endurhæfingar dagheimili fyrir aldraða í Ramat- Gan. Þetta er vinaleg einnar hæðar bygging og umhverfis mjög fallegur garður. Virtist mikið gert til að hafa umhverfið heimilislegt. Vistmenn dvelja á heimilinu frá 8- 16 og eru fluttir til og frá heimili ef óskað er. Pláss er fyrir 50 einstakl- inga á dag. Boðið er upp á sjúkra- þjálfun, iðjuþjálfun, aðstoð við persónuleg þrif, félagslega aðstoð og heitar máltíðir. Vistmenn koma til heimilisins af mismun- andi ástæðum, andlegum eða lík- amlegum svo sem vegna lömunar hjartaáfalls, eða vegna áfalls við dauða náins ættingja. Lögð er áhersla á samvinnu við aðstand- endur og reynt að byggja upp ein- staklingsbundna meðferð. Aðstoð til endurhæfingar var þarna rúm- góð og tækjakostur svipaður og við eigum að venjast hér. Annar staðurinn sem heimsóttur var, heilsugæslustöð í Kírat Ono, sem er rekin af tryggingum verka- lýðsfélaganna í ísrael. Stöðin þjónar Kírat Ono sem er útborg Tel Aviv. 10% íbúanna er yfir 65 ára. Flestir eru innfluttir og komu til Israel á mismunandi aldri mis gamlir. Þeir eiga mörg móðurmál ogsumirtalaekki annað. Um95% aldraðra í Kírat Ono njóta þjón- ustu frá stöðinni en yfir 20% þeirra búa einir. Samvinna er með hjúkrunarfræðingum stöðvarinn- ar og annarra er vinna að heil- brigðis og félagslegri þjónustu í umdæminu. Þeir hafa einnig sam- skipti við aðrar heilbrigðisstofn- anir um áframhaldandi umönnun. 38 HJÚKRUN J--4As-61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.