Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 12

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 12
irnar með einn hjúkrunarnema með sér á hvorri deild. Fyrst í stað skiptumst við hjúkrunarkonurnar á að vera á næturvakt og vorum þá einn mánuð í einu. Þá lenti maður oft í að þurfa að aðstoða við minniháttar aðgerðir sem framkvæma þurfti á nóttunni. Síðan fylgdi í kjölfarið innlögn sjúklingsins á deildina. Nú svo neyddumst við til að byrja að þvo sjúklingunum, upp úr kl. 04:00, en reyndum að læðast á barnastof- urnar fyrst. Þegar stytting á vinnutímanum kom til, fór þetta nú að breytast. Þá var byrjað með svokallaða „sex“-vakt, sem átti að létta undir með næturvaktinni, því nætur- vaktin var aldrei búin fyrr en um 08:00 þó vaktinni ætti að ljúka kl. 07:00. í þá daga þurftum við að sjóða allar sprautur og nálar sjálfar. Einnig útbjuggum við öll salt- vatnstæki (infusionsflöskur og sett). Gerðum púða sem flaskan var sett í, síðan var þessu pakkað í pappír og dauðhreinsað. - Hvernig varð þetta svo þegar sérgreinum og sérfrœðingum fjölg- aði? Það varð geysileg breyting. Fyrst í stað voru einungis háls- nef- og eyrnalæknir og augnlæknir af sér- fræðingum fyrir utan skurð- og lyf- læknana. Vinna okkar hjúkrunar- kvennanna breyttist hvað mest eftir að svæfingalæknar komu, þá var farið að gera stærri aðgerðir. Þá hófst hin svokallaða „ellefu- vakt“, sem sat yfir sjúklingunum eftir stórar aðgerðir, eins konar „post op“ þess tíma. En mesta álagið á deildina var þegar sjúkl- ingar komu með mikil brunasár. Upp úr 1960 urðu síðan ákaflega hröð skipti. Þá var deildunum skipt og t.d. lungnadeildin tók til starfa. Á fyrri árum var töluvert um berkla. Áður en berklalyfin komu til þurftu sjúklingar með berkla í beinum að liggja mjög lengi í gifsi, jafnvel 2 til 3 ár. Þá lágu stundum 5-6 sjúklingar í slíku á sömu stofu, svo það má nærri geta að það myndaðist náið samband milli þeirra og okkar á svo löngum tíma. En þessum sjúklingum fór ört fækkandi með tilkomu berkla- lyfjanna. - Hvað fannst þér um launakjör- in? Ja, ég þurfti ekki að standa í neinu rexi, ég held að ég hafi alltaf fengið allt sem ég átti að fá. Það var samt einu sinni í stríðsbyrjun að yngri hjúkrunarkonurnar felldu sig ekki við að fá þessar 110,- kr. á mánuði sem voru launin fyrir utan hlunnindi, sem voru frítt fæði, 40-50 kr. í húsaleigustyrk, frí föt og frír þvottur, sem miklu munaði um að fá. Þeim fannst þetta of lágt kaup. Þá var farið að gera svolítið betur við okkur hinar sem vorum með 3ja ára starfsaldur og launin okkar hækkuð í 135.- kr. en þær yngri fengu þá 125.- kr. Upp úr 1960 að mig minnir, fékk öll stéttin einhverjar launabætur og þá fór þetta nú svolítið að lagast. - Manst þú eftir einhverju sérstak- lega minnistæðu til að segja okkur frá? Það er mér minnisstætt þegar penicillinið kom á markaðinn og fyrsti sjúklingurinn á Landspítal- anum og líklega á íslándi fékk þetta nýja lyf. Þetta var maður sem hafði lent í slæmu togaraslysi. Þá var leitað á náðir hersins, en þeir voru þá, líklega 1943-1944, komnir með lyfið. Þeir komu fljúgandi með hvern skammt af lyfinu á fjögurra tíma fresti í her- flugvél frá Keflavík og settist vélin á Landspítalatúnið, þar sem nú er Fæðingardeildin. Þetta var ansi sögulegt, en gekk allt vel. - Nú þjálfaðir þú marga hjúkrun- arnema í gegnum tíðina. Ertu ánægð með þróun hjúkrunar- námsins? Já, ekkiget ég sagt annað,en ég er óánægð með það hve lítið kemur af fólki til vinnu. Mér finnst að skólinn okkar hafi átt það skilið að meira kæmi út úr þessu. Eg er afskaplega sár yfir því að Hjúkr- unarskólinn er að hætta, en ein- staklingurinn getur víst lítið sagt við því. Það er ágætt að hafa hjúkrunar- fræði í háskóla, ef það nær sínum tilgangi og nægur fjöldi hjúkrun- arfræðinga kemur til starfa. Það er slæmt til þess að vita, hve margir aðstandendur eiga erfitt með sitt gamla fólk, því það vantar bæði starfsfólk og vistrými í öldr- unarþjónustuna. Það er mjög slæmt ástand í öldrunarþjónust- unni, það sést vel þar sem ég vinn nú í Hátúni. - Ef þú ættir að lifa lífinu aftur, myndir þú velja hjúkrun að ævi- starfi? Já, ég held ég gæti vel hugsað mér að fara aftur í hjúkrun. Ég er ákaf- lega félagslynd í mér og hef alltaf notið þess að vera með góðu fólki. Kannski myndi ég ekki alltaf vera á sama stað, eins og ég hef verið. - Nú byggir þú á langri reynslu; hvaða Iteilræði vilt þú gefa yngri hjúkrunarfrœðingum? Það er mjög mikilvægt að hafa ánægju af að starfa við hjúkrun. Því sú hjúkrunarkona sem vinnur alltaf með sjúkum hlýtur að þurfa að vera afskaplega heilsteypt og geta gefið af sjálfri sér til annarra. Ása St. Atladóttir 10 HJÚKRUN3-Mu-61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.