Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 11
Landspítalinn 1933.
Nematíminn á ísafirði. Jóhanna ásamt
Ólafíit Stephensen og lítilli vinkonu.
var ágætt á þeim tíma. Eftir ver-
una á Sjálandi fórum við á Bleg-
dam Hospital, sem var nokkurs
konar farsóttarspítali, og vorum
þar í sex mánuði. Þar var afskap-
lega strangur agi, allir urðu að fara
eftir settum reglum. T.d. fengu
þar allir sín tvö „uniform“ og eitt
sérstakt sem við þurftum að nota
þegar við skiptum um föt í öðrum
kjallara, þannig að þar var öllu þá
þegar skipt í hreint og óhreint.
Þegar við komum þarna fyrst var
okkur öllum stillt upp og rann-
sakað gaumgæfilega hvort síddin
á kjólunum væri ekki eins hjá
öllum. Það var stíll yfir öllu þarna.
Við vorum allar mjög ánægðar
með dvölina.
Þegar við komum heim, 1939, er
stríðið að skella á. Ég fór þá beint
í vinnu á handlækningadeild
Landspítalans.
- Hvernig var starfsaðstaðan?
Hún var alltaf góð, a.m.k. í gamla
spítalanum, en álagið var auðvitað
mikið því það var stöðug slysa-
vakt, þar sem slysavarðstofan var
ekki komin þegar þetta var.
Það gátu því komið slæm og stór
slys á öllum tímum. Við á deild-
unum urðum því að hjálpa til með
þau, því það var ekki fyrr en á
seinni árum að það kom fólk sem
eingöngu vann á skurðstofunni.
Á deildinni voru 58-60 sjúklingar,
þar til henni var skipt 1955. Það
var því alltaf nóg að gera. Á dag-
vakt voru þrír hjúkrunarfræðing-
ar, einn kvennamegin, einn karla-
megin og einn deildarstjóri. En
vaktirnar voru '. alltaf tvískiptar,
við fórum alltaf af vaktinni kl.
13:00 og komum aftur kl. 16:00 og
vorum þá til 19:30-20:00, eftir
því sem þurfti.
Næturvaktahjúkrunarkonan, var
fyrstu árin ein með báðar deild-
HJÚKRUN - 61. árgangur 9