Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 54

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 54
Fréttir —■ Fréttir—Fréttir—Fréttir Vinnufundur WENR Hjúkrunarrannsóknir er hugtak sem smátt og smátt er að vinna sess innan hjúkrunar þótt langt sé í land að hjúkrunarfræðingar almennt geri sér grein fyrir mikil- vægi þeirra og sjái þörf fyrir að nýta í starfi sínu þá þekkingu sem þær veita. Vinnufundur hjúkrunarfræðinga í Evrópu sem stunda hjúkrunar- rannsóknir (Workgroup of Eu- ropian Nurse Researchers) WENR hélt árlega fund sinn að þessu sinni dagana 23.-24. sept- ember síðastliðinn í Vínarborg. Þema fundarins var: Rannsóknir og hjúkrunarmenntun. Aðalfyrir- lesarinn ræddi mikilvægi þess að í hjúkrunarnáminu væri örvuð opin og gagnrýnin hugsun er leiddi til þess að hjúkrunarfræðingar rann- sökuðu ríkjandi aðferðir og síðan aðferðir er gæfu betri árangur í hjúkrun. Einnigvoru kynntartvær rannsóknir á sviði menntunar. Fulltrúi hvers lands gaf skýrslu um ástand og horfur í sínu heima- landi. Þessi fundur einkenndist af anda samvinnu og vilja þeirra sem lengra eru komnar á þessu sviði til að hjálpa öðrum. Sterkustu aðil- arnir á þessu sviði eru Norður- löndin að íslandi undanskildu-og Mið-Evrópa. Hjúkrunarfræðingar í Suður-Evrópu hafa átt erfitt upp- dráttar vegna skipan heilbrigðis- mála og hjúkrunarfræðingar í Austur-Evrópu sökum pólitísks ástands og skorts á fjármagni t.d. er gjaldeyrir ekki fáanlegur til kaupa á bókum og tímaritum er- lendis frá. Fyrir tveim árum var mikið rætt hvernig hægt væri að hjálpa þessum hjúkrunarfræðing- um til að vera með. Árangurinn 48 HJÚKRUN-v-4/&5-61. árgangur kom nú í ljós því þátttakendur voru frá öllum Suður-Evrópu- þjóðunum og í fyrsta skipti frá fjórum í Austur-Evrópu, þeim Póllandi, Ungverjalandi, Tékkó- slóvakíu og Júgóslavíu. Austur- ísku hjúkrunarfræðingarnir voru því duglegar við að bjóða ná- grönnum sínum í austri. Fulltrúar þessara landa voru allar vel menntaðar konur, fullar áhuga. Eftir hvern vinnufund er gefin út bók sem inniheldur fyrirlestra og skýrslur fulltrúa. Þeim hjúkrun- arfræðingum sem áhuga hafa á hjúkrunarrannsóknum er hér með bent á þetta lesefni. Ritin eru til hjá Hjúkrunarfélagi íslands, Hjúkrunarskóla íslands og á stærstu sjúkrahúsum landsins. Eftir vinnufundinn hélt austuríska hjúkrunarfélagið tveggja daga ráðstefnu um hjúkrunarrannsókn- ir sem bar yfirskriftina „Hjúkrun- arrannsóknir leiða til betri þjón- ustu“. Ráðstefnan var fjölsótt af austurískum hjúkrunarfræðing- um. Dagbjört Bjarnadóttir og María Finnsdóttir sóttu ráðstefn- una fyrir Hjúkrunarfélag íslands. Verður síðar gerð grein fyrir því samstarfi um hjúkrunarrann- sóknir sem þar var kynnt. María Finnsdóttir frœðslustjóri Persónuuppbót Samkvæmt aðalkjarasamningi frá 27. júní 1985 er persónuuppbót 20% af desemberlaunum í launa- flokki 58,8. þrepi. Persónuuppbót er því kr. 5716,- miðað við fullt starf. Fjölsótt ráðstefna um hjúkrunarrannsóknir Ráðstefna um hjúkrunarrann- sóknir var haldin á vegum Rann- sóknarnefndar Hjúkrunarfélags íslands 26. október sl. í Hjúkrun- arskóla íslands. Laufey Aðalsteinsdóttir setti ráð- stefnuna fyrir hönd nefndarinnar og stjórnaði fyrri hluta dagskrár- innar, sem var: Rannsóknarferlið Laura Sch. Thorsteinsson BS. Forrannsókn varðandi námsmat fyrir hjúkrunarfræðinga með tilliti til hjúkrunarnáms í Háskóla lslands Margrét Tómasdóttir MS. Frœðsla hjúkrunarfrœðinga til ungra barna og foreldra þeirra á sjúkrahúsum í Reykjavík María Finnsdóttir BA. Hanna Þórarinsdóttir kynnti síð- ari hluta dagskrárinnar: Huglægt mat íslenskra hjúkrunar- frœðinga á þjáningum sjúklinga Lilja Þormar MS. Sambandið milli þátttöku í ákvörðunartöku og hollustu í garð stofnunar Sigríður Snæbjörnsdóttir MS. Kynning á rannsóknarráðstefn- um: Hvar stöndum við? María Finnsdóttir BA. Hvað erframundan? Dagbjört Bjarnadóttir, hjúkrun- arfræðingur. Um 100 manns sóttu ráðstefnuna. Vonir standa til að hægt verði að birta kynningar þessar síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.