Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Síða 54

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Síða 54
Fréttir —■ Fréttir—Fréttir—Fréttir Vinnufundur WENR Hjúkrunarrannsóknir er hugtak sem smátt og smátt er að vinna sess innan hjúkrunar þótt langt sé í land að hjúkrunarfræðingar almennt geri sér grein fyrir mikil- vægi þeirra og sjái þörf fyrir að nýta í starfi sínu þá þekkingu sem þær veita. Vinnufundur hjúkrunarfræðinga í Evrópu sem stunda hjúkrunar- rannsóknir (Workgroup of Eu- ropian Nurse Researchers) WENR hélt árlega fund sinn að þessu sinni dagana 23.-24. sept- ember síðastliðinn í Vínarborg. Þema fundarins var: Rannsóknir og hjúkrunarmenntun. Aðalfyrir- lesarinn ræddi mikilvægi þess að í hjúkrunarnáminu væri örvuð opin og gagnrýnin hugsun er leiddi til þess að hjúkrunarfræðingar rann- sökuðu ríkjandi aðferðir og síðan aðferðir er gæfu betri árangur í hjúkrun. Einnigvoru kynntartvær rannsóknir á sviði menntunar. Fulltrúi hvers lands gaf skýrslu um ástand og horfur í sínu heima- landi. Þessi fundur einkenndist af anda samvinnu og vilja þeirra sem lengra eru komnar á þessu sviði til að hjálpa öðrum. Sterkustu aðil- arnir á þessu sviði eru Norður- löndin að íslandi undanskildu-og Mið-Evrópa. Hjúkrunarfræðingar í Suður-Evrópu hafa átt erfitt upp- dráttar vegna skipan heilbrigðis- mála og hjúkrunarfræðingar í Austur-Evrópu sökum pólitísks ástands og skorts á fjármagni t.d. er gjaldeyrir ekki fáanlegur til kaupa á bókum og tímaritum er- lendis frá. Fyrir tveim árum var mikið rætt hvernig hægt væri að hjálpa þessum hjúkrunarfræðing- um til að vera með. Árangurinn 48 HJÚKRUN-v-4/&5-61. árgangur kom nú í ljós því þátttakendur voru frá öllum Suður-Evrópu- þjóðunum og í fyrsta skipti frá fjórum í Austur-Evrópu, þeim Póllandi, Ungverjalandi, Tékkó- slóvakíu og Júgóslavíu. Austur- ísku hjúkrunarfræðingarnir voru því duglegar við að bjóða ná- grönnum sínum í austri. Fulltrúar þessara landa voru allar vel menntaðar konur, fullar áhuga. Eftir hvern vinnufund er gefin út bók sem inniheldur fyrirlestra og skýrslur fulltrúa. Þeim hjúkrun- arfræðingum sem áhuga hafa á hjúkrunarrannsóknum er hér með bent á þetta lesefni. Ritin eru til hjá Hjúkrunarfélagi íslands, Hjúkrunarskóla íslands og á stærstu sjúkrahúsum landsins. Eftir vinnufundinn hélt austuríska hjúkrunarfélagið tveggja daga ráðstefnu um hjúkrunarrannsókn- ir sem bar yfirskriftina „Hjúkrun- arrannsóknir leiða til betri þjón- ustu“. Ráðstefnan var fjölsótt af austurískum hjúkrunarfræðing- um. Dagbjört Bjarnadóttir og María Finnsdóttir sóttu ráðstefn- una fyrir Hjúkrunarfélag íslands. Verður síðar gerð grein fyrir því samstarfi um hjúkrunarrann- sóknir sem þar var kynnt. María Finnsdóttir frœðslustjóri Persónuuppbót Samkvæmt aðalkjarasamningi frá 27. júní 1985 er persónuuppbót 20% af desemberlaunum í launa- flokki 58,8. þrepi. Persónuuppbót er því kr. 5716,- miðað við fullt starf. Fjölsótt ráðstefna um hjúkrunarrannsóknir Ráðstefna um hjúkrunarrann- sóknir var haldin á vegum Rann- sóknarnefndar Hjúkrunarfélags íslands 26. október sl. í Hjúkrun- arskóla íslands. Laufey Aðalsteinsdóttir setti ráð- stefnuna fyrir hönd nefndarinnar og stjórnaði fyrri hluta dagskrár- innar, sem var: Rannsóknarferlið Laura Sch. Thorsteinsson BS. Forrannsókn varðandi námsmat fyrir hjúkrunarfræðinga með tilliti til hjúkrunarnáms í Háskóla lslands Margrét Tómasdóttir MS. Frœðsla hjúkrunarfrœðinga til ungra barna og foreldra þeirra á sjúkrahúsum í Reykjavík María Finnsdóttir BA. Hanna Þórarinsdóttir kynnti síð- ari hluta dagskrárinnar: Huglægt mat íslenskra hjúkrunar- frœðinga á þjáningum sjúklinga Lilja Þormar MS. Sambandið milli þátttöku í ákvörðunartöku og hollustu í garð stofnunar Sigríður Snæbjörnsdóttir MS. Kynning á rannsóknarráðstefn- um: Hvar stöndum við? María Finnsdóttir BA. Hvað erframundan? Dagbjört Bjarnadóttir, hjúkrun- arfræðingur. Um 100 manns sóttu ráðstefnuna. Vonir standa til að hægt verði að birta kynningar þessar síðar.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.