Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 16

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 16
réttindi. Vinnið að þeim með systrum yðar, með eining og alúð. Því: Samtaka sigrið þér, en sundr- aðar fallið þér.“ Um síðustu aldamót stofnuðu íslenskar konur í Vesturheimi kvenfrelsisfélög sem höfðu rétt- indaheimt kvenna á stefnuskrá sinni. Forystumenn þeirra kunnu vel að meta jramlag svo virtrar konu sem Halldóru í þágu málefn- isins. Var hún ásamt annarri ís- lenskri konu, Önnu K. Magnús- son í Blaine, kjörin heiðursfélagi í þessari hreyfingu kvenna. Varpaði Ijóma á íslenskt þjóðerni Eftir að aldur færðist yfir tók Hall- dóra nokkuð að lýjast en hún stundaði störf sín til dauðadags. Hún lést 28. október 1921 á heim- ili sínu í Duluth. Sat hún í hæg- indastóli og las sendibréf sem henni hafði borist frá fjarstöddum ættingja þegar andlát hennar bar að, hafði hún þá verið lasburða í nokkra daga en ekki rúmföst. Út- för hennar var gerð 1. nóvember að viðstöddu miklu fjölmenni og þess getið í öllum helstu blöðum borgarinnar. „Hverlæknirogmik- ill fjöldi annarra háttsettra borgar- búa voru viðstaddir,“ segir á einum stað og jafnframt að öll helstu verslunarhús og fjölmargir einstaklingar hafi sent blómvendi. Hún hlaut lofsamleg ummæli og að með sigursælu starfi sínu hafi Halldóra varpað ljóma á íslenskt þjóðerni. í eftirmælum um Halldóru sem birtust í Lögbergi 15. júní 1922 er henni lýst á þann veg að hún hafi verið há kona vexti og þrekin, björt á hár og hörund, fríð sýnum, svipurinn djarfmannlegur en jafn- framt góðlegur og öll framkoma hennar borið vott um göfugt hugarfar og stórhöfðinglega lund. Hún hafi verið sterkbyggð og heilsuhraust alla ævi. Til þess er tekið hversu stjórnsöm Halldóra var um allt sem hún átti að annast og sívinnandi. Bróðurdóttir Halldóru var vestur- íslenski rithöfundurinn Lára Sal- verson Goodman, velkunn vestra og talin í fremstu röð þeirra íslendinga sem ritað hafa sögur á enska tungu. Einskonar sjálfsævi- saga hennar, og sem mikla athygli vakti, er bókin „The Viking Heart“ þar sem meðal annars eru skráðir atburðir sem komu fyrir í lífi Halldóru sem ljósmóður þó hennar sé þar ekki getið með nafni. Einn kafli bókarinnar ber heitið „The Birth of Thor“ og mun vera sannsögulegur úr ævi Hall- dóru. Lára yrkir ljóð á ensku í minningu frænku sinnar og í inn- gangi að ljóðinu segir hún að ekk- ert muni verða sér betra veganesti til framtíðarinnar en minningin um göfugt líf og dáðríkt starf föð- ursystur sinnar, Halldóru Guð- mundsdóttur Olsons. HELSTU HEIMILDIR Björg Einarsdóttir: Erindi flutt í útvarpið 4. apríl 1985 um Halldóru Guðmunds- dóttur Olson; í handriti höfundar. Lúðvík Kristjánsson: „Halldóra frá ELliða" grein í flokknum Líf og saga í tímaritinu Straumhvörf 1944, II. árg. 4.-6. tbl. bls. 134-140. Greinar, fregnir og tilkynningar í vesturís- lensku blöðunum Lögbergi og Freyju. Uppsláttarritunum Borgfirskum æviskrám og Læknatali. Ljósmœður á tslandi I—II, Rvík 1984, rit- stjóri Björg Einarsdóttir. I, bls. 242- 243, æviágrip Halldóru Guðmundsdótt- ur, sjá frekari heimildir þar. Tilkynnið aðsetursskipti Hjúkrunarfræðingar - munið að tilkynna breytt heimilisfang til skrifstofu félagsins. Sími 15316 og 21177. Kirsten Fabricius og Annette Flensburg Kvalitetsmáling i sygeplejen - ud fra fastlagte kriterier Pá Finseninstituttet i Kiabenhavn har man forsagt at mále kvaliteten af sygepleje ud fra fastlagte kriterier ved hjaelp af et kvah- tetsmálingsinstrument, som stammer fra USA. Instrumentet hedder Rush-Medicus-Pro- cess-Instrument og kendes af de to forfatte- re fra deres studier pá Rush-Presbyterian- St. Luke's Medical Center i Chicago. Bogen er inddelt i to hovedafsnit og en hovedkriterieliste. I hovedafsnit I draftes spergsmálet: Hvorfor kvahtetsmáling i sygeplejen? I hovedafsnit II beskrives arbejdet med udviklingen af det danske RUSH-instrument og afprovning af dette pá Finseninstituttet. Hovedkriterielisten indeholder instrumen- tets 212 kriterier samt forslag til ændringer. i'iilini iii'i ■ o> oo llllll'll s * a-S ■S o> t/i n co oo ”§ cn iiiiliin 2 0) w (2 ð 3 o S o •-g n P >. «5 « cn U o> o lllllllll & 0) T3 <M CO eo L S 1 14 HJÚKRUN 3 ~4/fe - 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.