Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 46
Gunnar B. Hinz
Lyf kynnt
Isoxazolylpenicillin (Dicioxaciuin)
Vegna almennrar aukningar á notkun isoxazolyl-
penicillina bæði hér á landi og erlendis á síðustu
misserum, er ekki úr vegi á þessum vettvangi að
fjalla stuttlega um helstu eiginleika þessara penicill-
inaafbrigða og þá einkum dicloxacillins og kosti þess
umfram önnur isoxazolylpenicillin.
Auk þess verður fjallað um lyfjaform dicloxacillins
og skammtastærðir.
Dicloxacillin (Diclocil) R
Dicloxacillin er eitt sk. isoxazolylpenicillina, oft
nefnd staphylococcapenicillin, sem hafa öll svipaða
efnafræðilega byggingu.
Pau hafa öll isoxazolylhring í hliðarkeðju og cloxa-
cillin hefur klóratóm (Cl) í stöðu 1 á fenólhring,
dicloxacillin 2 klóratóm á fenólhringnum, eitt í
stöðu 4 og annað í stöðu 6. Oxacillin, sem í raun
kemur fyrst í röðinni hefur ekkert klóratóm.
R-CO-NH
c *~t
"vCf
CT x(
ch3
ch3
COOH
Penicillin G
Oxacillin Ath. ekkert klóratóm áfenólhring
Oxacillin
•ch3
OtX
Cloxacillin (Orbenin)R Eitt klóratóm
C1
Cloxacillin
Aðalmunur á virkni þessara þriggja isoxazolylpeni-
cillina liggur í mismunandi frásogi.
Pau eru öll penicillianasa- og sýruþolin. Sýruvið-
nám, frásog og próteinbinding eykst frá oxa-cloxa til
dixloxacillins.
Dicloxacillin (Diclocil)R Tvö klóratóm
Vegna sýrustöðugleika þeirra er hægt að gefa öll
afbrigðin per. os, sem teljast verður einn af helstu
kostum þessa flokks penicillina, auk þess hversu
hratt þau frásogast.
Hámarksstyrkt í sermi næst 1 kl.st eftir oxa og cloxa
cillingjöf en eftir 1-2 klst. eftir dicloxacillingjöf.
Eftir 500 mg oral gjöf oxa og cloxacillins helst virk
lyfjastyrkt í sermi í allt að 3 klst., en 4 klst. með dicl-
oxacillini.
Hlutfall milli sermistyrktar dicloxacillins, cloxacill-
ins og oxacillins eftir jafngilda gjöf (equivalent
dosis) er 4:2:1. Er talið að hærri styrkt dicloxacillins
í sermi stafi m.a. af betra frásogi og minna niður-
broti þess í nýrum, því enginn munur er á dreifingu
efnanna í vefjum.
Með gjöf í vöðva - intramuskulert - er hægt að ná
helmingi hærri styrkt í sermi af oxa- og cloxacillini
en með gjöf per os. Hins vegar næst sama styrkt í
sermi með dicloxacillingjöf hvort heldur með per os
gjöf eða IM-gjöf, og stafar það af nánast algjöru
frásogi dicloxacillins per os.
Dicloxacillin er fituleysanlegast þessara þriggja
afbrigða og hefur sk. MIC gildi lœgst sem í raun
þýðir að bakteríudrepandi eiginleikar dicloxacillins
eru meiri en annara isoxazolylpenicillina.
40 HJÚKRUN s-Vfa-ól. árgangur