Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 38
lögfræðilegar skilgreiningar á
hjúkrun eru yfirleitt ófullnægjandi
margbreytileika og útþenslu hjúkr-
unarstarfsins eins og það er að þró-
ast vegna þarfa heilsugæslunnar, og
markmið og staðall stéttarinnar um
allan heim eru minna augljós en
fyrir hálfri öld, þó svo þau standi á
gömlum merg í sumum löndum.
Niðurstaðan er óumflýjanlega sú,
að velferð almennings, stéttarinnar
og þeirra sem þar starfa væri betur
þjónað ef meira gagn, skynsemi,
samræmi og skírleiki fengi að ríkja
í stjórnunarkerfinu. Þessi skiln-
ingur flytur okkur að loka-mark-
miði verkefnisins - álitsgerð er felur
í sér framtíðarstefnu.
Grundvallaratriði og áform
Vegna hins mikla mismunar á milli
þjóða hvað varðar tilgang, mæli-
kvarða og stjórnunaraðferðir, og
vegna þess að eitthvert grundvallar
samræmi í þessum efnum er nauð-
synlegt sem undirstaða eðlis og
uppbyggingar - og í raun sj álfrar til-
veru - alþjóðlegrar starfsgreinar,
þá er það lagt til málanna, að undir
handarjaðri Alþjóðasambands
hjúkrunarfræðinga, taki stéttin mið
af eftirfarandi áformum er ýta
styrkum stoðum undir hjúkrunar-
stjómun:
Heilbrigði er ómissandi félags-
þáttur. Heilbrigði öllum til
handa er alheimsmarkmið.
Hjúkmnarstéttin hyggst leggja
sitt ýtrasta að mörkum til efl-
ingar þessum alþjóðlega félags-
þætti.
Svo þessi heitstrenging megi rætast,
er nauðsyn
• að hafa áhrif á og sýna andsvar
við breytilegum heilbrigðis-
þörfum og forgangsmálum og
• að þróa og virkja starfsmögu-
leika stéttarinnar eins og frekast
er unnt.
Þar af leiðandi þarf stjórnunarkerfi
fyrir starfsstéttina að veita
• viðurkenndan mælikvarða fyrir
aukinn vöxt og færni hjúkrunar-
fræðinga í lífi og starfi
• opinbera staðfestingu þess að
hjúkrunarfræðingar sinni
störfum sínum af kostgæfni
• þátttöku stéttarinnar í þróun
opinberrar stefnu
• ábyrgðarskyldu stéttarinnar
gagnvart almenningi vegna
starfa í almannaþágu og
• sanna viðurkenningu og umbun
vegna framlags stéttarinnar og
að meðlimir hennar öðlist tæki-
færi á að skilgreina sjálfir starf
sitt á raunhæfan hátt.
Af þessum sameiginlegu grundvall-
aratriðum og áformum, og vitund-
inni um vandann sem fyrir er, eru
sprottnar eftirfarandi reglur og leið-
beiningar um hjúkrun sem mælt er
með í öllum lögsagnarumdæmum
heims.
Reglurnar tákna tillögur um grund-
vallaratriði er varða stjórnun.
Stefnumarkmiðin sem dregin eru af
þessum almennu reglum, tákna
ákveðna afstöðu fyrir hjúkrun í
tengslum við hin ýmsu ágrein-
ingsmál sem skilgreind hafa verið,
og veita leiðsögn hjúkrunarfélögum
og öðrum við að þróa og meta
stjórnunarkerfi. Reglurnar heita
„Reglur um stéttarlega stjórnun“
og verða ekki raktar hér.
Þá gerðu formaður og fram-
kvæmdastjóri grein fyrir endur-
skoðun á stjórnkerfi ICN, fjármál-
um, o.fl. Einnig var skýrt frá nýju
húsnæði er ICN hefur fest kaup á,
en aðalstöðvar samtakanna eru í
Genf í Sviss.
Þrjú ný hjúkrunarfélög hafa
fengið aðild, eru þau frá Tékkó-
slóvakíu, Burkina Faso og Zim-
bawe. Tillögur um hin ýmsu
málefni bárust frá fjölda aðildar-
félaga og voru þau tekin til
umfjöllunar. í umræðunum kom
glöggt í ljós, hversu mismunandi
þjóðfélagsþarfir eru ríkjandi eftir
löndum, og hversu mikilvægt er að
hjúkrunarstéttin, hvar í landi sem
er, haldi vöku sinni.
Það var lærdómsríkt að sitja full-
trúafund ICN og fá innsýn í hversu
sterkt afl hjúkrunarstéttin er á
alþjóðavettvangi, en yfirskrift
þingsins er hófst að fulltrúafundi
loknum, bar einmitt yfirskriftina
„Hjúkrunarfræðingar sem félags-
legt afl.“
Sigþrúður Ingimundardóttir
Guðrún Marteinsson
18. Alþjóðaþing hjúkrunarfræð-
inga var haldið dagana 15.-21.
júní s.l. í Tel Aviv í Israel. Að
þessu sinni sóttu þingið 3500
hjúkrunarfræðingar frá 60 aðildar-
löndum, sem fulltrúar rúmlega
einnar milljónar starfandi hjúkr-
unarfræðinga í heiminum. Frá ís-
landi sóttu sjö hjúkrunarfræðingar
þingið. Alþjóðleg samvinna
hjúkrunarfræðinga hófst árið 1899
og eru 97 aðildarlönd innan sam-
vinnunnar, sem hefur haldist
óslitið frá stofnun, þrátt fyrir tvær
heimstyrjaldir.
Markmið samvinnunnar er fjór-
þætt, sem m.a. felur í sér að styðja
við og styrkja samvinnu hjúkrun-
arfræðinga og efla hjúkrun á
alþjóðavettvangi. Eitt af baráttu-
málum samvinnunnar hefur verið
að efla og auka menntun hjúkrun-
arfræðinga til að gera þá hæfari til
að þjóna þörfum samfélagsins.
Skipulagning ráðstefnunnar var til
fyrirmyndar. Sérstaklega var alls
öryggis vel gætt og svo ótrúlegt
sem það virðist, vakti það öryggis-
kennd að sjá hermenn standa vörð
við götuna, sem aðalráðstefnuhús-
32 HJÚKRUN 3 -4yfe-61. árgangur